Íþróttablaðið - 01.09.1999, Síða 22

Íþróttablaðið - 01.09.1999, Síða 22
> Fjölþætt útgáfa ÍSÍ * Iþrótta- og Olympíusamband íslands hefur að undanförnu Lagt mikla vinnu i að endur- skipuleggja fræóslu- og upplýs- ingastarf sitt með það að mark- miði að sem flestir geti haft gagn af, bæði iðkendur og fé- lagar innan iþróttahreyfingar- innar og hinn almenni borgari. ÍSÍ hefur nú gefið út fjóra nýja bæklinga auk þess sem gefin hefur verið út þjálffræðibók i samvinnu við IÐNÚ-bókaútgáfu. Bæklingarnir eru: * Handbók ÍSÍ um lyfjaeftirlit * Fræðslubæklingur um lyfja- misnotkun og lyfjaeftirlit í íþróttum * Fræðslubæklingur um átröskun og íþróttir * Fræðslubæklingur um næringu íþróttafólks Þjálffræðibókin er þýðing úr norskri kennslubók í þjálffræði, „Treningslære" sem gefin var út 1995. Henni er ætlað að leysa af hólmi Fræðslurit ÍSÍ, sem um langt skeið hafa verið notuð á námskeiðum íþróttahreyfingar- innar og á íþróttabrautum fram- haldsskóla, enda hafa þau verið nánast eina efnið í þessum námsgreinum sem aðgengilegt hefur verið á islensku. Hægt er að nálgast bækling- ana, án endurgjalds, á skrifstofu ÍSÍ í síma 581 3377. Einnig er hægt að panta þá í gegnum internetið á netfang ÍSÍ: isi@toto.is Þjálffræðibókin er eingöngu seld hjá bóksölu IÐNÚ. Próteinrík íþróttasúrmjólk með ekta vanillukornum! JON ARNAR MAGNUSSON: súrmjólkin mín!“ „í tugþrautinni er nauðsynlegt að vera í toppformi. Grunnurinn er hollur og næringarríkur matur. íþróttasúrmjólkin stenst mínar kröfur um fæðu sem gefur orku, byggir upp og er þar að auki bragðgóð og mettandi. “ MJÓLKURSAMLAG KS SAUÐÁRKRÓKI 22

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.