Íþróttablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 7

Íþróttablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 7
Fjórir júdómenn eiga möguleika Júdókeppnin verður 16. til 22. september og öðlast að hámarki 400 karlar og konur keppnisrétt en keppt verður í sjö mismunandi þyngdar- flokkum karla og kvenna. Fjórir íslenskir júdómenn, Vernharð Þorleifsson í 100 kg flokki, Þorvaldur Blöndal í 90 kg flokki, Bjarni SkúLason í 80 kg flokki og Gísli Jón Magnússon i +100 kg flokki, taka þátt í viðurkenndum stigamótum í Evrópu frá jan- úar til vors í þeirri von að komast á Ólympíuleikana. Tíu mót eru í boði og mega keppendur velja sex þeirra en þeir þurfa að vera á meðal átta efstu í lokin til að öðLast þátttökurétt í Sydney, með þeirri undantekningu að aðeins einn frá hverri þjóð kemst áfram í hverjum þyngdarfLokki. Einn skotmaður í eldlínunni ALfreð ALfreðsson er eini ís- lenski skotmaðurinn á lista Skotsambandsins vegna Ólympíuleikanna en eins og í öörum greinum þurfa skot- menn að ná árangri á ólymp- íuári. Skotkeppnin í Sydney fer fram 16. til 23. septem- ber og geta í mesta lagi 410 keppendur verið með í grein- unum 17. Flestir í sundi Ólympíuhópur íslenskra sund- manna tekur mið af árangri undangenginna 12 mánaða og getur því tekið örum breytingum. Eins og staðan er nú er Örn Arnarson eini íslenski sundmaðurinn sem hefur synt undir Lágmarki en hann þarf að endurtaka leik- inn á ólympíuári eins og aðr- ir sundmenn. TiL að komast í ólympíu- hóp Sundsambandsins þarf sundmaður að vera undir B- Lágmarki alþjóðasambands- ins. Átta sundmenn eru í hópnum um þessar mundir. Eydís Konráðdóttir er næst Lágmarkinu i 100 m fLug- sundi, Lára Hrund Bjargar- dóttir í 200 m skriðsundi og 200m fjórsundi, Örn Arnarson í 100 m og 200 m baksundi Sydney-hópur FRÍ. Frá vinstri: Vésteinn Haf- steinsson þjálfari, Vala Flosadóttir, Jón Arnar Magnásson, Þórey Edda Elísdóttir, Magnús Aron HaUgrímsson, Vigdís Guð- jónsdóttir og Einar Kart Hjartarson. Auk þeirra eru Martha Ernstsdóttir og Guðrún Arnardóttir í hópnum. og 200 m skriðsundi, Ómar Snævar Friðriksson í 400 m skriðsundi, HjaLti Guðmunds- son í 100 m bringusundi, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir í 50 m og 100 m skriðsundi og 100 m baksundi, Ríkharður Ríkharðsson í 100 m fLugsundi og Jakob J. Sveins- son í 100 m og 200 m bringusundi. Þá eru Friðfinn- ur Kristinsson og Elín Sigurðardóttir alveg við hóp- inn í 50 m skriðsundi. Sundkeppnin í Sydney fer fram 16. september til 1. október. IBM Thinkpad 600E. Pentium II 300MHz PE örgjörvi, 256Kb flýtiminni, 32MB minni (288MB mest), 4GB diskur, 13,3" TFT skjár, geisladrif, diskettudrif, hljóökort, hátalarar, hljóönemi, Lion rafhlaöa, Trackpoint IV mús - 4 hnappa, 56Kb alþjóölegt modem (V90), IrDa þráðlaus samskipti 4Mbps. Þyngd aðeins 2,5kg, 3 ára alþjóðleg ábyrgð. Hugbúnaöur: Windows 98, Norton Antivirus, Configsafe, SmartSuite Millennium. Verö 289.900 kr. m.vsk. Sölu- og þjónustuaðilar Nýherja: Suðurland: Tölvu- og rafeindaþjónustan Selfossi, Tölvun Vestmannaeyjum. Austurland: Tölvusmiðjan Egilsstöðum og Neskaupsstað. Norðurland: Nett Akureyri, Element Sauðárkróki, Ráðbarður Hvammstanga. Vestfiröir: Tölvuþjónusta Helga Bolungarvík.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.