Íþróttablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 11

Íþróttablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 11
íslandsbanki stærstur i Ólympíufjölskyldunni Nýtt skref i stuðningnum Ifyrra varð íslenska Ólympfufjölskyldan að veruleika þegar ÍSÍ gerði samning við fjögur stór- fyrirtæki um öflugan stuðning við afreksíþrótt- ir til þriggja ára eða 1998,1999 og 2000. Stuðningur íslandsbanka, Flugleiða, Sjóvár-Al- mennra, VISA og Austur- bakka er samtals metinn á um 36 milljónir króna. „Við trúum því að fyrirtæki eins og íslandsbanki hafi skyldum að gegna í þjóðfélag- inu umfram bein viðskipti," segir Valur Valsson banka- stjóri um stuðning bankans vió íþróttirnar. „Við teljum að bankinn og starfsfólk hans eigi að vera virkir þátttakend- ur í þjóðlífinu til þess að láta gott af sér leiða. Við viljum stuðla að framförum, velmeg- un og heilbrigðu líferni. Þess vegna höfum við um langt árabil stutt íþróttir í land- inu." Stuðningur bankans við íþróttastarfið hefur verið tví- þættur. Annars vegar hefur hann stutt einstök félög eða íþróttasamtök fjárhagslega og hins vegar stuðlað að iþrótta- áhuga og útivist starfsfólks. „í mínum huga er íþrótta- starfið eitthvert það mikil- vægasta fyrir heilbrigði og hollt líferni. Og ég kann ekki betri Leió fyrir ungt fólk til að búa sig undir lífsbaráttuna en þátttöku í íþróttum. Ég þekki það af eigin reynslu og á ógleymanlegar minningar frá árunum mínum í fótboltanum í KR," segir Valur. „Við erum stolt af því að íslandsbanki er aðalstyrktar- aðili íþrótta- og Ólympíusam- bands íslands og eitt fimm fyrirtækja í Ólympíufjölskyld- unni. Með samningi okkar við ÍSÍ stigum við nýtt skref í stuðningi við íþróttastarfið á íslandi og að þessu sinni er athyglinni beint að afreks- fólkinu. Við einbeitum okkur nú aó þessu verkefni. Afreks- fólkið vekur áhuga ungling- anna á íþróttum og afreks- fólkið verður fyrirmynd þess. Markmiðið er að sjálfsögðu þátttaka allra í íþróttum og útivist og velgengni afreks- fólksins hvetur til slíks. Þess vegna er stuðningur við það svo þýðingarmikill." Þetta er í fyrsta sinn sem ÍSÍ gerir samning við stórfyr- irtæki vegna ákveðinna verk- efna eins og Ólympíuleika. „Ólympíuleikar eru stór við- burður, heimsviðburður. Þeir draga að sér athygLi og áhuga allra. Velgengni á þeim vett- vangi er ómetanleg landkynn- ing. Þar reynir á afreksfólkið okkar og þvi þarf að hjálpa því til að ná sem bestum ár- angri. Þátttaka íslandsbanka í Ólympíufjölskyldunni miðar einmitt aó því." Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka. TÆKNIBYLTING fyrir þá sem vilja léttast án töframeðala Prófaðu nýju POLAR M21/22 púlsmælana. • klukka • dagatal • púlsmælir • skeiðklukka • sjálfstillanleg þjálfunarmörk • kaloríumælir (orkueyðslumælir) • sýnir hlutfall fitubrennslu í % Verð aðeins kr. 8.990.- ENN MEIRITÆKNINÝJUNG fyrir alla þá sem er annt um heilsuna POLAR M51/52 púlsmælana. • klukka • dagatal • púlsmælir • skeiðklukka • sjálfstillanleg þjálfunarmörk • kaloríumælir (orkueyðslumælir) • sýnir hlutfall fitubrennslu í % • þolmælir (O2 L’.pptaka ml/kg/min) Verð aðeins kr. 10.960.- J P. OLAFSSON eht Trönuhrauni 6 • 220 Hafnarfirði • Sími 565 1533 LAR Hlustaöu á Þitt ■. m -t. « qtf Aatí^anstefruruiin^ rjóftifcqcr ^/^nfunni. frá 18. nóvember. mánudags-, þriöjudags- og miövikudags- kvöld. Verö 3.300 kr. Aöra daga 3.750 kr. Þakkargj rðarhlaðborð (Thanksgiving) 25.-28. nóv. Skötu- og jólahlaðborð á Þorláksmessu í hádeginu. r fhvu/us' uAAúr ISI styrkir Kosovo * Ivor óskaði Alþjóða- ólympíunefndin í sam- vinnu vió UNHCR (Ftótta- mannanefnd Sameinuðu þjóðanna) eftir því að sem flestar ólympíunefnd- ir legðu til fjárstyrk til þess að kaupa íþróttavör- ur fyrir striðshrjáð ungmenni i Kosovo. íþrótta- og Ólympiu- samband íslands var fyrst til þess aó verða vió beiðni Alþjóða-ólympiu- nefndarinnar. Fyrir styrk ÍSÍ var fjárfest i 20 btak- boltum, 4 btaknetum, 4 körfuboltum og 24 fót- boltum. UNHCR metur það svo að um 2600 börn og ungtingar njöti góðs af styrk ÍSÍ. L Æ A. KARLSSON hf. A. KARLSSON hf. ÞREKHJÓLIN FRÁ TUNTURI ERU STERKBYGGÐ, LIPUR OG HUÓÐLÁT. TUNTURI FRAMLEIÐIR EINNIG HLAUPABRAUTIR, ÞREKSTIGA, RÓÐRARVÉLAR OG MARGT FLEIRA. SETTU ÞIG í SAMBAND VIÐ STARFSFÓLK A. KARLSSONAR hf. OG FÁÐU FREKARI UPPLÝSINGAR. BRAUTARHOLT 28 • S í M I 5600 900

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.