Íþróttablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 17

Íþróttablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 17
Hafnfirsk hlaupafjölskylda Fjölskyldan með sigurverðtaun FH í bikarkeppni FRÍ síðsumars. Bjarni Þór, Ólafur Sveinn og Björn standa fyrir aftan foreld- rana Ingveldi og Trausta. aldssyni, sem tók hann upp á sína arma, en endaði í 400 eins og ég - við erum ekki eins sprettharðir og hinir. Bjarni Þór var frekar seinn í gang en Ólafur Sveinn varð fljótlega fremstur í flokki. Hann náði til dæmis Hafnar- fjarðarmetinu i 100 metra hlaupi á undan Bjarna Þór en Bjarni á það reyndar núna ásamt metinu í 200 og lang- stökki og svo eiga þeir allir met í boðhlaupunum, bæði Hafnarfjarðarmet og íslands- met." Samstiga keppnismenn Trausti segir að feðgarnir hafi verið mjög samstiga en að oft hafi ákveðin sam- keppni verið fyrir hendi. „Þegar strákarnir hafa verió að hlaupa saman á æfingum hefur þeim hlaupið kapp í kinn enda hafa þeir oft sagt að meira hafi komið út úr æfingunni en til stóð. En það hefur aldrei verið rígur á milli þeirra. Þvert á móti virða þeir hver annan og við- urkenna að Bjarni er bestur þegar á heildina er litið, Björn bestur i 400 og sióan er spurning um Ólaf. Hann var mjög góður en hefur ekki náð sér almennilega á strik aftur eftir að hafa meiðst og á eftir að sýna enn betur hvað í honum býr." Ákveðin fjölskyldukeppni hefur verið í gangi og er svo komið að Trausti hefur misst ötl metin nema eitt. 3,27 í langstökki án atrennu innan- húss er síðasta trompið. „Eg hef rosalega gaman af þessu," segir hann spurður um aó hafa misst hvert metið á fætur öðru til strákanna. „Þeir hafa allir tekið mig í hlaupunum, reyndar aðeins Björn í 400 og 400 grind. Fyrir átta eða tíu árum hlup- um við saman 1000 metra boðhlaup á 2,11 en í sumar vorum við að gæla við að hlaupa undir tveimur minút- um sem hefði verió annar besti árangur ársins á ís- landi. Því miður fengum við ekki tækifæri en það kemur ár eftir þetta ár." Þótt þeir hafi ekki náó aó hlaupa altir saman hafa þeir verið saman í keppnisferðum. „Það kom þægilega á óvart þegar við fórum saman á Smáþjóðaleikana i Lúxemborg 1995, ég sem fararstjóri og þeir sem keppnismenn. Bjarni hafði veriö valinn í hópinn en hinir komu inn á siðustu stundu eftir aó tveir aðrir höfðu forfaltast. Síðan vorum við saman í Evrópu- bikarkeppni í Óóinsvéum í Danmörku fyrir tveimur árum og það var mjög skemmti- Legt." Ekki til betra líf fyrir strákana Ingvetdur hefur fytgst með karlpeningi fjölskyldunnar á iþróttavellinum úr fjartægð en hvorki tekið virkan þátt i æfingum né keppni. „Ég hef látið mér nægja að fara í göngutúra en samt hef ég nú tekið þátt í þessu með þeim. Um tíma var ég eins og leigubílstjóri, keyrði þá áður fyrr atttaf inn í Reykjavík. Vissulega var ég oft pirruð, sérstaklega út af matnum. Mér hefur alltaf þótt gaman að gefa þeim að borða enda hafa þeir kunnað vel að meta allan mat, ekki síst venjuleg- an íslenskan mat, en þegar þeir voru allir heima var alttaf matur á sitthvorum tímanum. Ég var oft hund- leið yfir þessu en strákarnir bræddu mig. „Mamma, þú átt eftir að sjá eftir því hvernig þú lætur", sögðu þeir. Þetta var oft erfiður tími og á stundum fannst mér eins og ég væri útundan en þegar ég lít til baka hefur þetta alveg verið æðislegt. Strákarnir eru allir í svo góðum málum, engin óregla heldur góður félagsskapur sem fylgir þeim. Þeir eru góðir félagar okkar og aldrei hafa verið nein leiðindi. Auðvitað rifust þeir eins og allir krakkar en engu að síður hafa þeir verið mjög samstilltir. Það hefði ekki verið hægt að óska sér betra lífs því þetta hefur gefið okkur ötlum svo mikið." BEINT í NIARK! Gakktu reyklaustil leiks mea Nicotinell’ Nicotínell Njóttu leiksins Nicotinell tyggigúmmí er lyf sem er notað sem hjálparefni til þess að hætta eða draga úr reykingum. Það inniheldur nikóbn sem losnar úr því þegar tuggið er, frásogast í munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt Tyggja skal ertt stykki í einu, hægt og rólega, til að vinna gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn en ekki má tyggja fleiri en 25 stk. á dag. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en 1 ár. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Lyfið er ekki ætlað bömum. f 17

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.