Íþróttablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 18

Íþróttablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 18
* Sendum Iþrótta- og Olympíusambandi Islands, íþróttafólki, landsmönnum og viðskiptavinum bestu jóla- og nýárskveðjur. /M* JOHAN •IfT/r RÖNNING HF ö ÍSLENSK MATVÆLI Hv.leyr.rbr.ut 4-6, 220 Hafnarfjðrður Stmi: 566 4333 Fax: 565 2455 Borgarbyggð íþróttir gegn vímu m ■ Skíðasvæðin ísafirði /... f IP ®BUNAÐARBANKINN Tmusturbanki HÓPBÍLAR Þegar fólk vill ferðast HÚSASMIDJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Stefna ávallt M Lt/ ^*1 Aldrei hefur verið eins langt á milli bræðr- anna Ólafs Sveins, Bjarna Þórs og Björns Trausta- sona og undanfarin miss- eri. Ólafur Sveinn, sem er með iðnskólapróf, kom frá Sviþjóð fyrir viku eftir að hafa æft þar í rúmt ár, Bjarni Þór er íþróttakenn- ari og þjálfari í Borgar- nesi eftir að hafa lært við ÍKÍ að Laugarvatni en Björn er á þriðja ári í landafræði við Háskóla ís- lands. En þeir eiga það sameiginlegt að vera allir í frjálsum og stefnan er sú sama - á toppinn. Strax í keppni með sér eldri mönnum Ólafur Sveinn segist hafa fæðst inn í íþróttina en hann hefur einkum verið i 100 metra hlaupi, langstökki og boóhlaupum. „Fljótlega komu ágætis hæfileikar í Ijós og ég var alltaf að reyna að keppa við bræður mina þótt þeir væru miklu eldri en byrjaði ekki að æfa reglulega fyrr en 14 eða 15 ára. 1995, þegar ég var 18 ára, var ég valinn í Sydney-hóp FRÍ fyrir 22 ára og yngri, en skömmu áður byrjaði ég að setja mér þau markmið aó vera fremstur á íslandi án þess að hugsa um tölur. 1995 var mitt besta ár til þessa en svo meiddist ég, hef mikið verið frá undanfarin þrjú til fjögur sumur, og ákvað að fara til Svíþjóóar til að rífa mig upp á ný." Hann segir að þrátt fyrir mótlætið undanfarin ár hafi hann fengið mikið út úr íþróttinni. „Þetta hefur gefió mér mjög mikið. Þetta hefur kennt mér að setja mér mark- mið i lifinu, stefna stöðugt hærra. Þetta hefur kennt mér að hugsa vel um sjálfan mig og hafa gaman af þvi að vinna að ákveðnu verkefni auk þess sem fétagsskapurinn er mjög góður." Hann æfði undir hand- leiðslu LandsliðsþjáLfara Svi- þjóðar í Helsingborg og bjó með Magnúsi Aroni Hall- grimssyni kringlukastara en stangarstökkvararnir Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir voru ekki langt undan auk þess sem Vésteinn Hafsteinsson gaf honum góð ráð. „Ég öðlaðist góða reynslu í Sviþjóð og stefni að því á næsta ári að komast á sama skrið og 1995. Ég hef æft öðruvísi að undanförnu en áður, unnið að þvi að koma skrokknum í Lag og Feðgarnir saman í landsliðsferð í Danmörku fyrir tveimur árum. Ólafur Sveinn, Bjarni Þór og Björn voru saman í iandsliðinu en Trausti, faðir þeirra, fararstjóri. vona að ég geti orðið alveg heill árið 2000." Byrjaði í körfu Bjarni Þór byrjaði ekki að æfa frjálsar fyrr en hann var 16 ára en 17 ára var hann valinn i ungLingaLandsLiðió. „Allir i mínum bekk voru i körfubolta hjá Ingvari Jóns- syni i Haukum og þegar við vorum 12 ára urðum við ís- landsmeistarar. Ég var i körfu 10 til 14 ára en fylgdist með pabba og eldri bróður minum i frjálsum hjá FH og fytgdi þeim eftir. Magnús Haratds- son var mikið í Langhtaupum og ég slóst i hópinn með þeim til að byrja með en sem betur fer fór ég fljótlega að reyna annað, styttri vega- lengdir og tangstökk, en tug- þrautin kom seinna." Hann var fyrst valinn i A- Landsliðið 1994 en segir að kennslan og þjálfunin setji sér ákveðnar skorður. „Það getur verið andtega þreyt- andi aó vera stöðugt að hugsa um að þjálfa aðra sam- hliða því að hugsa um sjálf- an sig en á móti kemur að ég æfi með og er í góðri æf- ingu. Hins vegar vantar mig einhvern á svipuðu reki tit að æfa með. Ég er í því aó rifa aðra áfram en það er enginn til að rifa mig áfram. En þetta er svo sem ekkert einsdæmi - Jón Arnar er á Sauðárkróki og Ólafur Guð- mundsson á ísafirði, svo dæmi séu tekin." Bjarni Þór stóð sig vel á Smáþjóðaleikunum og á besta árangur ársins í 200 metra hlaupi. „Ég sá að ég get gert miktu betur og hef hug á að slá íslandsmetið innanhúss og reyna við met- ió utanhúss. Ekki er tima- bært að ræða um ólympíu- lágmark en ég veit af Sydn- ey, þó það sé nokkuð sem ég held fyrir sjátfan mig, og ekki þarf kraftaverk til." Hann er í sambúð með Sigrúnu Ögn Sigurðardóttur, sem þjálfar sund i Borgar- nesi. „íþróttirnar hafa gefið mér atlt. Altir vinirnir, konan og það sem ég er að gera, - þetta er atlt því að þakka að ég er i þessu. Ég efast um að ég hefði farið i íþróttakenn- araskótann ef ég hefði ekki verið i frjálsum, þá hefði ég ekki kynnst konunni og ekki flutt hingað. Ég hef ekki grætt peninga en vonandi get ég hatdið áfram að bæta mig." Alltaf á fullu Björn segir að fyrstu afskipt- in af frjálsum hafi verið þeg- ar hann keppti 11 ára gamall fyrir Breióabtik en þremur árum síðar hafi hann byrjað að æfa hjá FH. „Ég byrjaði samt ekki að æfa eins og maður fyrr en ég var orðinn 15 ára og lagði stund á lengri vegalengdir í fimm ár. Síðan fór ég í 400 og 400 grind og hef aðallega hatdið mig við þær greinar. Hins 18

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.