Íþróttablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 19

Íþróttablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 19
Hetga og Björn, fljótasta par landsins á sínum tíma að mati Trausta, föður Björns, með dótturina Kristjönu. vegar hefur námið tekið sinn tíma í vetur og fyrravetur og æfingarnar því aðeins setió á hakanum." Hann segir að ekki sé til sú hugsun hjá sér að vera í einhverju dútli. „Annaðhvort er ég i þessu eða ekki. Ég nenni ekki aó æfa fjórum til fimm sinnum í viku til að vera í miðri röð heldur vil ég vera í fremstu röð og i lands- lióinu. Ferðirnar út gefa mér mikið - þær eru gulrótin - og það er mjög mikilvægt að hafa slíka gulrót en meðan áherslan er á námið verð ég að láta mér nægja að halda mér við." Björn segir að sér finnist skemmtilegast að hlaupa 400 og 800 metra hlaup. „Ég hef aLLtaf haft mjög gaman af að hlaupa 800 metra hLaup en ég hef aldrei fundið mig í spretthLaupunum, aðeins ver- ið með í þeim til að fá hraða. Það er líka gaman að hlaupa 400 grind því það er krefjandi og erfið grein." Feðgarnir hafa lítið æft saman, bæói vegna aLdurs- munarins og svo mismunandi greina, en kappið hefur líka haft áhrif. „Ég byrjaói tölu- vert á undan strákunum og þótt við höfum verið saman á æfingum í þrjú eóa fjögur ár var það meira á uppbygg- ingartímabilum, á almennum æfingum. Þeir hafa æft meira saman því þeir hafa verið í sömu greinum en svo hefur ekki gengið of vel hjá okkur Bjarna að æfa saman - keppnin á milli okkar hefur verió of mikil. Hins vegar hefur þessi samkeppni haldið okkur vel við efnið, ekki síst þeim, auk þess sem vió höf- um lagt mikið í að hirða fjöl- skyldumetin af pabba." Björn hefur spilað körfu- bolta með Hrönn í 2. deild undanfarin ár. „Það hefur nú fyrst og fremst verið ánægj- unnar vegna en ég hef yfir- leitt misst af úrslitakeppn- inni þar sem hlaupin hafa haft forgang. Ég hef líka þurft að passa mig því ég hef meiðst í körfu en aldrei í frjálsum." Hann býr með Helgu Hall- dórsdóttur og segir Trausti, faðir Björns, aó þau hafi ver- ið fljótasta par landsins þeg- ar þau voru upp á sitt besta en þau kynntust að sjálf- sögðu á hlaupabrautinni. „Við vorum í sömu greinum, æfðum daglega og hlupum mikið saman. Við, Guðrún Arnardóttir og Friðrik, bróðir hennar, mynduðum hlaupa- hóp og æfðum saman tölu- vert Lengi áður en Guðrún fór út. Það var mjög gaman." Helga og Björn eiga dótt- urina Kristjönu sem er eins árs og hefur þegar heyrst innan fjölskyLdunnar að þar sé efni í hlaupadrottningu. „Við tökum hana stundum með út á braut og þá sefur hún í vagninum meóan við hLaupum. Hins vegar virðist hún erfa vöxtinn frá mömmu sinni, er efni í að verða leggjalöng og grönn, og gam- an verður að sjá hvað verður. Það hlýtur í það minnsta eitt- hvað að skila sér." A

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.