Íþróttablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 22

Íþróttablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 22
^ Oamkvæmt starfsskýrsl- Jum ÍSÍ hefur þátttak- endum fjölgað mest í golfinu og á nýafstöðnu golfþingi var meðal ann- ars kynnt stefnumótun sambandsins árín 2000 til 2005 þar sem eitt helsta markmiðið er að auka veg golfíþróttarinnar á íslandi ^ og gera golfið að fjöl- mennustu og vinsælustu íþróttagrein landsins. Tæplega 7.000 iðkendur voru skráðir 1998 og segir Hörður Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Golfsambandsins, að aukin umfjöllun um golf í fjölmiðlum og aukin og bætt aðstaða hafi haft mikió að segja. „Aukningin er mest á höfuðborgarsvæðinu og þar er golfið sýnilegra en áóur," segir hann og nefnir í því sambandi nýjan 18 holu vöU á Korpúlfsstöðum, Oddfellow- völlinn, Setbergsvöllinn, völl í Garðabæ og endurbættan Keilisvöll. „VelLirnir eru mjög sýnilegir í þéttbýlinu og það kallar á að fólk reyni." Hörður segir að útlend- ingum komi mjög á óvart að hér skuli vera 56 goLfveLLir ^ vítt og breitt um landið. „Hálf miUjón manns stundar golf i Sviþjóð og þar eru vellirnir alls um 450 þannig að við stöndum mun betur að vigi miðað við fjölda iðk- enda." Mikil aðsókn er á golfvell- ina i Reykjavik og næsta ná- grenni en Hörður segir það ekki vandamál þvi stutt sé að fara á næstu velli og val- kostirnir margir. 18 hoLu völlur sé á Akranesi, athygl- isveróur 18 holu vöUur að koma í ÞorLákshöfn í sam- vinnu við LandgræðsLuna, 18 hoLu völlur í Leirunni, 9 hoLu vöLLur í Sandgerði, Grindavík, Hveragerði, á Selfossi og víðar. Golf í skólum í byrjun golfþings var Birni Bjarnasyni menntamáLaráð- herra afhent fyrsta mynd- bandið af skóLagolfi en um er að ræða kennslumynd fyrir íþróttakennara þar sem lögð er áhersla á hvernig auðvelt er að kynna golf i skólum. Gerð myndbandsins í sumar og haust var styrkt af Æsku- línu Búnaóarbankans og verða GSÍ og Æskulínan í samstarfi um kynningu golf- íþróttarinnar hjá börnum og unglingum næsta sumar. „Vió hefjum mikið átak eftir ára- mót þar sem við kynnum golf í grunnskólunum en kennslu- myndbandið verður gefið í öll íþróttahús Landsins þar sem grunnskólanemar eru í leikfimi. Á myndbandinu sýn- um við hvernig hægt er að kenna golf innanhúss með því að nota tennisbolta og gúmmibolta en kennslubæk- lingur fyLgir. Við væntum Möguleikarnir í Mikil fjárfesting ís- lendinga i knatt- * spyrnufélaginu Stoke City, sem er i 2. deild ensku knattspyrnunnar, hefur vakið mikla athygli. Magnús Krístinsson, fram- kvæmdastjóri Bergs-Hug- ins í Vestmannaeyjum og stjórnarformaður Stoke Holdings, segir að fjár- festingin geti skilað sér margfaldlega en sama sé ekki uppi á teningnum um fjárfestingu í íslensku fé- lagi. „Það eru ár og öld þar til hægt verður að gera þetta hérna heima *• * jtQ/yK Husk er 100% náttúrulegt „þarmastillandi" efni, sem samanstendur af hreinni, hreinsaðri fræskurn af indversku lækningajurtinni Plantago Psyllium. Husk er án sykurs eða bragðefna og bætir starfsemi þarmanna á vægan hátt. Husk fæst í apótekum um allt land! Golfsambandið hefur gefið út kennslumynd um golf þar sem sýnt er hvernig kenna má goif innanhúss en aðstaða er meðal annars á Korpúlfsstöðum til að æfa íþróttina inni. mikils af kynningunni í skól- unum, en eins og staðan er nú eru 12 til 13% iðkenda undir 16 ára aldri og við vilj- um stórauka þann fjölda." Golf fyrir alla í stefnumótuninni kemur fram að fjölga eigi golfvöll- um í samræmi við fjölgun kylfinga á hverjum tíma. Meðal annars er stefnt að því að gera þátttakendur að hæf- ari þjóðfélagsþegnum og að velferð einstaklingsins komi á undan árangri í keppni, að fyrir liggi markviss afreks- stefna fyrir þá kylfinga sem velja golfið sem keppnisíþrótt og að golf sé íþrótt fyrir alLa aldurshópa karla og kvenna. Hörður segir að mikiLl vöxtur sé í greininni þvi vellirnir séu margir og svigrúmið mik- ið. „Það er helst á höfuð- borgarsvæðinu sem þrengir að á næstunni en alls staðar annars staðar er mjög mikið svigrúm. Hugmyndin er að fara út í ákveðið fræðsLuátak fyrir almenning þvi þetta er íþrótt fyrir alla." enska boltanum sem er verið að gera er- lendis í þessu efni," segir hann. Mikið hefur verið rætt og rit- að um kaup eignarhaLdsfé- lagsins Stoke HoLdings á 66% hlut i enska knattspyrnufél- aginu Stoke City. EndanLegt kaupverð fæst ekki uppgefið en í fjöLmiðlum hefur komið fram að það sé nálægt 700 milLjónum króna. Aó eignar- haldsfélaginu standa fjöl- margir íslenskir fjárfestar en í ViðskiptabLaðinu fyrir skömmu var sagt að um 10 hópa væri að ræða og haft eftir Gunnari Þór GísLasyni, stjórnarformanni Stoke City, að skipting eignarhLuta væri nokkuð jöfn og hver og einn ætti um 10%. Innan íslensku íþrótta- hreyfingarinnar hefur verið spurt hvernig á því standi að íslendingar vilji frekar fjár- festa í erlendu íþróttaféLagi en íslensku. Magnús segir að ólíku sé saman að jafna. „í okkar tilfelli er verið að tala um félag sem hefur verið á hlutabréfamarkaði svo tugum ára skiptir en formið er nýtt hjá íslenskum knattspyrnufé- Lögum. Reyndar er ekki búið að þroska þetta form hjá Stoke en við teljum að það geti orðið að aLmennings- hlutafélagi. Eftir að við tók- um við stjórninni var spurt á bLaðamannafundi hvort fólk- ið fengi að vera með yrði fé- lagið gert að almennings- hlutafélagi og Ljóst er að ekki verður gengið framhjá þessu fólki, þótt við höfum einkum verið að hugsa um íslenskan markað í þessu sambandi." Magnús segir morgunLjóst að enska knattspyrnan sé sú vinsælasta í heimi og þar séu möguLeikarnir. „Það eru beinar útsendingar frá enska boLtanum út um aLlan heim og þvi eru möguleikarnir miklu meiri en í íslensku knattspyrnunni. Ef okkur tekst vel upp með Leikmenn, kaup og söLur, og árangur er deginum Ljósara hvert stefn- ir, en vissuLega er þetta áhætta." Fram og KR fóru á al- mennan hlutabréfamarkað í ársbyrjun og önnur knatt- spyrnufélög, meðal annars Valsmenn, FH-ingar, Eyja- menn og Grindvíkingar, eru í ámóta hugleiðingum. Mark- mið þessara félaga er ekki aðeins að verða meistarar á ísLandi heldur ná langt í Evr- ópukeppni, þar sem komast má í álnir, og þeir bjartsýn- ustu ræða um að komast í Meistaradeild Evrópu þar sem peningarnir eru mestir í íþróttinni. Magnús segist skilja ísLensku féLögin mjög vel en þau búi við allt aðrar aðstæður en ensk félög og geti til dæmis aldrei fengið sambærilegan fjölda áhorf- enda auk annarra þátta. „Ég er mjög svartsýnn fyrir hönd margra þessara félaga hérna heima," segir Magnús. „Þetta tókst gífurLega veL hjá KR- ingum því þeir fengu þokka- legt fjármagn inn í þetta, fengu góða leikmenn, náðu árangri og þeim tókst að láta þetta takast á 100 ára af- mælisárinu. Þeir gerðu þetta verðmætara fyrir bragðið en ég sé það sama ekki gerast hjá öllum lióum í efstu deild." 22

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.