Íþróttablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 24

Íþróttablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 24
ÍBR sættir sig ekki við neitun UMFÍ Reynir Ragnarsson formaður ÍBR vilt að sambandið fái inngöngu í UMFÍ. Iþróttabandalag Reykja- 9 víkur ætlar ekki að sætta sig við ákvörðun Ungmennafélags íslands sem hafnaði umsókn ÍBR um inngöngu á fundi sín- um á Tálknafirði um miðj- an október. „Ég held að þetta hafi verið mikil mistök hjá UMFÍ," segir Reynir Ragnarsson, for- maður ÍBR. „Við áttum ** von á að ÍBR yrði tekið inn i UMFÍ með einhverj- um skilmálum en bjugg- umst ekki við að banda- laginu yrði hafnað og höf- um ekki sagt okkar sið- asta orð." Reynir segir að ÍBR hafi sótt um vegna þess að eðlilegt væri að stærsti aðiLinn í hreyfingunni hefði jafnan rétt og aðrir innan hennar. „Ungmennafélögin eru bæði í ÍSÍ og UMFÍ og að okkar áliti er það fyrst og fremst íþrótta- starfsemi sem fer fram innan UMFÍ og eðlilegt að við höf- um jafnan aðgang að mótum eins og aðrir. Auk þess erum við ekki sátt við hvernig Lottótekjunum er skipt. Ung- mennafélögin taka engan þátt í rekstri sérsambanda og > leggja ekkert af mörkum til ólympiustarfsins en njóta alls sem þar er gert. Ung- mennahreyfingin fær senni- lega um 39 til 40 milljónir á ári úr Lottóinu og ung- mennafélög eins og Breiða- blik, Stjarnan og Fjölnir, sem er reyndar skertinnan okkar vébanda, fá miklu hærri Lottóstyrki en stóru féLögin i Reykjavík, eins og KR, ÍR, Þróttur, Fram og Valur. Þetta er þvi ákveðið réttlætismáL." Móðgun við ÍBR og Reykvikinga Að sögn Reynis óskaði ÍBR fyrst eftir inngöngu í UMFÍ með bréfi 1997. Umsóknin barst aðeins viku fyrir þing UMFÍ og sagðist Reynir þess vegna hafa samið við for- ystumenn UMFÍ um að ekki þyrfti að taka umsóknina fyr- ir á þinginu heLdur gætu þeir rætt málin og skoðað á hvaða forsendum ÍBR gæti komið inn. „Við vorum aLdrei boðaðir á fund og sendum því annað bréf í nóvember 1998 þar sem við ítrekuðum fyrri umsókn. Þetta var tekið fyrir á þingi UMFÍ og okkur hafnað. Þetta er opinber fé- lagsskapur sem fær peninga á fjárLögum ríkisins og er að- iLi að rekstri Lottósins. Fé- lagsskapur með sérréttindi sem hlýtur að vera opið öll- um landsmönnum, en annað kom á daginn i bréfi sem við fengum frá UMFÍ og er algjör móðgun við ÍBR og Reykvík- inga almennt." í bréfinu segir meðaL ann- ars: „Á 41. sambandsþingi Ungmennafélags íslands sem haldið var á Tálknafirði dag- ana 16. og 17. október 1999 var tekið fyrir bréf ykkar dagsett 11.11. 1998 þar sem ÍBR óskar eftir aðild að UMFÍ. Niðurstaða 41. sam- bandsþings UMFÍ var sú að hafna erindi ÍBR að svo komnu máli. Einnig fjallaði taganefnd UMFÍ sérstaklega um erindið og Lagði til til- lögu númer 42 sem samþykkt var samhljóða á sambands- þinginu og er hún svohLjóð- andi óbreytt: íþróttabanda- lag Reykjavikur hefur sótt um aðiLd að UMFÍ. Viðræður hafa átt sér stað milLi for- ystumanna UMFÍ og ÍBR um máLið. í samræmi við 5. grein Laga UMFÍ hefur meðaL annars verið kannað hvort lög ÍBR eru í fulLu samræmi við sambandslög UMFÍ. í nokkrum atriðum er svo ekki. Þá er Ljóst að ÍBR hefur ekki Fjarvera ÍBR réð úrslitum órir Jónsson, formaður Ungmennafélags ís- lands, segir að eftir að umsókn ÍBR hafði fengið þinglega meðferð hefði fengist niðurstaða og ákveðin ályktun um málið veríð samþykkt en ekki hefði veríð lokað á inn- göngu ÍBR í UMFÍ. „Sumir vildu hafna umsókninni og ekki stækka UMFÍ frá því sem nú er en ég held að það sem réð úrslitum á þinginu, sem verður að úrskurða um inngöngu eða ekkiinngöngu, var það að enginn kom frá ÍBR til þings þrátt fyrir að bandalaginu hafi verið boðið að senda fulltrúa og gera grein fyrir máli sínu. Þá fóru menn að velta því fyrir sér hver væri ástæða umsóknarinnar ef menn vildu ekki fylgja henni eftir og meðal annars skiptu harðir stuðnings- menn umsóknarinnar um skoðun. Býsna margir voru sárir yfir því að ÍBR sýndi okkur ekki þá virðingu að koma til þings." Reynir Ragnarsson, formaður ÍBR, segir að viðræður hafi átt sér stað milli ÍBR og UMFÍ vegna umsóknarinnar fyrir tveimur árum en síðan hafi UMFÍ ekki boðað ÍBR á fund vegna málsins. Þórir segir þetta ekki rétt. „Þetta er ekki aLveg rétt. Flann og Kolbeinn PáLsson komu einu sinni til fundar við okkur þar sem þetta var tekió fyrir með fleiri máLum." Yfirlýsing ÍBH féll í grýttan jarðveg Að sögn Þóris getur ÍBR ekki tekið völdin í UMFÍ verði umsóknin um inngöngu sam- þykkt. „Burtséð frá því hvort bandaLagið kemur inn eða ekki er búið að breyta full- trúavægi með þeim hætti að þeir geta aLdrei orðið fleiri en 14 frá hverjum. JafnveL var talað um að fara neðar með þakið en sú niðurstaða varð ekki. Hins vegar kann það veL að vera að það yrði sett neðar, ef fleiri koma inn, tiL að tvær til þrjár blokkir gætu ekki yfirtekið samtökin." Flann segir að síóbúin umsókn ÍBFI hafi Líka haft áhrif. „Um morguninn þegar ég fór á þingið losuðum við póstkassann okkar eins og við gerum aLLtaf á morgnana og þá kom í Ljós að einhver virtist hafa komið um morg- uninn og lagt inn umsLag í póstkassann. Þaó var frímerkt en ekki stimpLaó en í því var önnur umsókn, frá ÍBH. Það þótti merkilegt að ekki skyLdi vera komið með bréfið upp á skrifstofu þar sem menn voru mættir snemma um morgun- inn til að fara á þingið. Yfir- Lýsing ÍBH þess efnis að ekk- ert annað væri að gera en að öll íþróttabandalög gengju í UMFÍ til að sameina það ÍSÍ, - hún skemmdi fyrir máLinu, hygg ég, en því var hafnað að taka þetta bréf fyrir á þinginu." Þórir segir að mörg atriði hafi Leitt til þess að umsókn ÍBR var synjað, meðal annars þaó að lög ÍBR stönguðust að nokkru leyti á við Lög UMFÍ. „Ef þingLegur vilji hefði verið fyrir þvi að taka ÍBR inn hefði samþykktin trúlega hljóðað upp á það að heimila stjórn að taka bandalagið inn enda breytti það lögum samkvæmt okkar kröfum. Það eru þarna nokk- ur atriði, sem eru ekki stór, en við munum ekki fella okk- ur við, eins og kom fram hjá laganefndinni." UMFÍ ekki lagt niður Að sögn Þóris áttu um 100 manns rétt tiL setu á þinginu en náLægt 70 mættu. „Yfir- leitt erum við með um 80% mætingu en það hefur aldrei gerst fyrr en nú þegar fjallað hefur verið um aðildarumsókn félags eða sambands að fulltrúar þess hafi ekki mætt á þingstað- inn. Mér finnst það svoLítið skrýtið að eins stór samtök og ÍBR skuli ekki hafa séð sér fært að senda fulltrúa. Ekki var haft samband við okkur og það eina sem við fengum frá ÍBR var það að ég fékk fax inn á fundinn nokkru eftir að ég skiLaði öLLum þeim kveðjum sem höfðu borist. Þessa kveðju varð ég því að flytja eina og sér og i fyrsta hLéi komu menn til mín og spurðu hverju það sætti að ÍBR mætti ekki. Ég fann það á fuLltrúum að þeim fannst þetta mjög miður en eins og fyLgt erindi sínu eftir af áhuga sem sýnir sig best í því að bandalagið sá ekki ástæóu tiL að þiggja boð UMFÍ um að sitja 41. sam- bandsþing UMFÍ og ávarpa það. Að svo komnu máLi telur Sambandsþingið ekki for- sendur fyrir að samþykkja er- indi ÍBR en teLur eðlilegt að ræða málið áfram við ÍBR verði eftir því Leitað." Reynir segir að ekki sé rétt farið meó í bréfinu. í fyrsta lagi hafi ÍBR fyrst sótt um aðild 1997 og í öðru Lagi hafi ekki verið um að ræða neinar viðræður nema vegna bréfsins 1997. Þá sé hann mjög ósáttur við að vera vændur um áhugaLeysi því þótt hann hafi fengið boð um að ávarpa þingið hafi hann ekki haft tök á að vera fyrir vestan í einn og hálfan sólarhring. „Eftir því sem mér skilst mætti LiðLega helmingur þeirra fulltrúa sem áttu seturétt en við höfum sent UMFÍ bréf þar sem við viljum fá að vita hvað margir fuLltrúar áttu seturétt og hvað margir mættu. Ennfrem- ur viljum við fá uppLýsingar um þau atriði í lögunum sem stangast á auk þess sem við viljum fá nánari skýringu á samþykktinni um umsókn- ina." Þórir Jónsson formaður UMFÍ. kemur fram í samþykktinni er engum dyrum Lokað. Hins vegar hafa kviknað ákveðnir neistar á milLi UMFÍ og ÍSÍ, því miður, og ég og fleiri höfum fengið það beint í æð að meginmarkmið ÍBR sé að leggja UMFÍ niður. Síðan þegar umsókn ÍBH bætist vió velta menn því fyrir sér hvort menn séu að koma i þetta til að starfa eða til að brjóta samtökin niður. Á þinginu var enginn hljóm- grunnur fyrir sameiningu þessara sambanda (ÍSÍ og UMFÍ). Ég er aLfarið á móti því og mundi ekki veita UMFÍ forystu ef það ætti að fara að sameina þau." 24

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.