Íþróttablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 30

Íþróttablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 30
Reykjanesbær svarar spurn eftir sparkvöllum vs * 'l • * gervigrasvellir fyrír frjálsan lei Fjórum upphituðum gervigrasvöllum hefur verið komið upp við grunnskóla í Reykjanesbæ og að sögn Skúla Þ. Skúla- sonar, forseta bæjar- stjórnar, sýnir notkunin þegar að þörfin var mikil. Vellirnir eru við Myllu- bakkaskóla, Holtaskóla, Njarðvíkurskóla og Heið- arskóla. Fyrir tveimur árum stóð mannvirkjanefnd Knatt- spyrnusambands íslands að ferð til Norðurlanda þar sem meóal annars sveitarstjórnar- menn fengu tækifæri til að kynna sér staðlaða velli bæði við íþróttasvæði og í ibúða- hverfum. Nefndin fylgdi ferð- inni eftir í fyrra meó upplýs- ingabækLingi um svona velli. „í framhaldi af brýningu KSÍ fléttuðum við þetta inn í skólauppbygginguna hér," segir Skúli. „Við skiptum Reykjanesbæ upp í fjögur skólahverfi og litum á að- stöóuna við skólana sem leiksvæði fyrir krakkana í hverfinu og ekki bara á skólatíma." Vellirnir eru nánast tiL- búnir. Sandgras er komið og mörk en ekki er búið aó girða í kringum þá alla og setja lýsingu. „Vellirnir verða afgirtir og upphitaðir og meó Lýsingu yfir veturinn en hugsunin er að krakkarnir í hverfinu geti leikið sér þarna fyrir utan skólatíma. Síðan skólarnir byrjuðu hefur verið mikill atgangur þarna á skólatíma og hefur þurft að raða bekkjunum niður tiL að allir kæmust að." Þessir veLlir henta að sjálfsögðu ölLum aLdurshóp- um og ýmsum öðrum íþrótta- greinum en knattspyrnu en SkúLi leggur áherslu á að þeir séu ekki ætlaðir skipuLegum æfingum heLdur frjáLsum Leik. „Þeim tiLmæLum hefur verið beint til íþróttaforyst- unnar í bænum aó hún skipu- leggi ekki æfingar fyrir sína fLokka þarna. Þetta er ekki hugsað sem æfingasvæði fyr- ir skipulagða íþróttastarf- semi heldur er hugmyndin að þetta sé fyrst og fremst leik- svæði." í drögum að teikningum á þessum stöðluðu sparkvöLlum er gert ráð fyrir körfum fyrir ofan mörkin og segir Skúli að möguLeiki sé að bæta þeim við. Þrír vallanna eru 20x40 metrar að stæró en einn 20x30 og aó sögn Skúla er áætlaður kostnaður sex til tíu miLLjónir króna á vöLl. Gervigrasið og frágangur við það kosta um þrjár milljónir. „Þegar Norðmenn fóru af stað með þessa velLi gátu þeir byggt þá fyrir sem sam- svarar þremur til fjórum miLljónir króna. Þeir gerðu það meó þeim hætti að um átaksverkefni var að ræóa í sveitarfélögunum. Magninn- kaup á gervigrasi lækkaði verðið og margs konar efni og vinna fékkst gefins. Hins vegar fer verðió hjá okkur eftir stæró og umgjörð." í AUSTURBAKKi HF 30

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.