Olympíublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 5

Olympíublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 5
ÓLYMPÍUNEFND ÍSLANDS 5 Q99 lítið í Monaco og þessvegna var þessi leið valin, að setja öll þessi mörgu íþróttamannvirki undir eitt þak. Þetta voru mikil þægindi fyrir fararstjóra, flokksstjóra og íþróttafólk. Á þessum stað gat allur hópurinn hittst þá 4 daga sem mótið stóð, enda var raunin sú, að allir voru þarna frá morgni til kvöids, aðeins var skroppið í hádegisverð. Alla dagana stóð mótið frá kl. 9:00 að morgni, til 19:30 að kveldi, nema lok- adaginn, þá var öllu lokið kl. 18:00. Þátttökuríkin Ákveðið er af I. 0. C. að þau lönd, sem hafa innan við 1.000.000 íbúa geti tekið þátt í þessum leikum smáþjóða í Evrópu. Alþjóðanefndin greiðir ferðakostnað fyrir 20 þátt- takendur, en sú þjóð sem stendur fyrir leikunum greiðir uppihald fyrir sama fjölda meðan á leikunum stendur. Þátttökuríkin voru nú 8 að tölu, eða sami fjöldi, sem tók þátt í I. leikunum í San Marino 1985. Eftirtalin lönd tóku þátt í II. leikunum í Monaco: Andorra, Kýpur, ísland, Lichtenstein, Luxemborg, Malta, Monaco og San Marino. Mjög mismun- andi fjöldi íþróttamanna mætir til leiks frá þjóðunum. ísland sendi nú alls 44, þar af 32 íþróttamenn, en Kýpur sendi flesta, alls 165 manns. Keppt var í eftirtöldum íþróttagrein- um: Frjálsum íþróttum, sundi, skotfimi, lyftingum, körf- ubolta, tennis og blaki. Við tókum þátt í öllum greinum, nema tennis og blaki. Frammistaða okkar íþróttamanna og kvenna var frábær í öllum greinum, sem kemur fram í því verðlaunaflóði, sem kom í okkar hlut. En skipting verðlauna kemur fram í töflu hér á eftir. Samkvæmt þessari verðlaunatöflu bera okkar íþróttamenn af flestum hinna þjóðanna. Helst eru það íþróttamenn frá Luxemborg, sem standa okkurjafnfætis. Þó báru sundmennn og konur okkar langt af þeim og hlutu þar langflest verðlaun. Var mikil ánægja hjá öllum okkar þátttak- endum að verða vitni að því að 6-7 sinnum á dag var þjóð- söngur okkar leikinn alla daga mótsins og íslenski fáninn dreginn jafn oft að húni á sigurstönginni. Eins og áður segir, fór mótið fram á einum stað. Þátttak- endur, sem ekki voru að keppa eða sinna öðrum skyldustörf- um, mættu því ávallt, sem áhorfendur hjá þeim sem voru í keppni og studdu þá með taktföstum hrópum og hvatning- arorðum. Gaf þetta liðinu mikinn heildarblæ, samheldni og mikla ánægju hjá öllum. Á þennan háttstuddu allir við bakið á þeim keppendum, sem voru í eldlínunni, sem varð án efa til þess, að bæta árangur hvers og eins. Skipulag mótsins Skipulag mótsins var í raun mjög gott. Byrjað var í keppni kl. 8:00 og 9:00 að morgni og stóð keppni stöðugt yfir alla 4 dagana til kl. 19:00 og 20:00. Þó var allri keppni lokið kl. 17:00 á sunnudag, en lokaathöfnin fór fram kl. 17:00 þann dag. Hún stóð í um 00:45 mínútur. Fór hún fram á svipaðan hátt og lokaathöfn á Olympíuleikum. Fyrst hlupu unglingar inn á völlinn, sennilega um 60 talsins með flögg í hendi, sem á var merki leikanna, en síðan allir þátttakendur mótsins. Fánar voru dregnir niður og fáni mótsins afhentur formanni Ólympíunefndar Kýpur, sem mun halda leikana að tveimur árum liðnum. Gísli Halldórsson. Hluti Keppenda ásamt fararstjórn á Monacoleikunum 1987.

x

Olympíublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Olympíublaðið
https://timarit.is/publication/1457

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.