Olympíublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 11

Olympíublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 11
ÓLYMPÍUNEFND ÍSLANDS 11 Q99 Þau landslið sem ekki vinna sér rétt til þátttöku í A-HM 1990 með góðri frammistöðu í Seoul 1988 verða að taka þátt í B-HM 1989 sem fram fer í Frakklandi. Það er til mikils að vinna að komast beint frá Seoul 1988 á A-keppnina í Tékkóslóvakíu 1990. Því er mikilvægt að undirbúa landslið okkar sem best fyrir þátttökuna í hand- knattleikskeppni Olympíuleikana í Seoul 1988. Hverjir eru möguleikar landsliðsins í handknattleik á Olympíuleikunum í Seoul 1988? Nú þegar dregið hefur verið í riðla í handknattleikskeppni Ol- ympíuleikanna, þá er áhugavert að velta fyrir sér mögu- leikum landsliðs okkar á því að ná góðum árangri í riðlinum og keppa um eitt af efstu sætunum á Olympíuleikunum 1988. ísland lenti eins og kunnugt er í A-riðli keppninnar, sem er skipaður landsliðum frá eftirtöldum þjóðum: Júgóslavíu, Sviþjóð, íslandi, Sovét, Ameríkuþjóð (USA eða Kúbu), Afríkuþjóð (Alsír eða Túnis). í B-riðlinum leika svo lið frá þessum þjóðum: Ungverjalandi, Austur-Þýskalandi, Spáni, Suður-Kóreu, Tékkoslóvakíu, Asíu (Japan eða Kína). Landsleikir íslands við væntanlega mót- herja í Seoul 1988 Undanfarin ár hefur landslið okkar leikið nokkra leiki við alla væntanlega andstæðinga í riðlinum nema Kúbu og Túnis, ef þau vinna sér rétt til þátttöku á Olympíuleikunum í stað Bandaríkjamanna og Alsír. Hér á eftir eru taldir upp lands- leikir íslands við væntanlega andstæðinga okkar í Seoul 1988 frá árinu 1984, þegar undirbúningurinn fyrir Olym- píuleikana í Los Angeles 1984 hófst. Fyrst er ártalið, sem leikurinn fór fram, þá leikstaðurinn og síðan úrslit leiksins, markaskorun íslands er ávallt talin fyrst, þá andstæðinganna. Landsleikir við Júgóslavíu, núverandi Olympíu- og heims- meistara: Ár Leikstaður Úrslit 1984 Los Angeles 22-22 1985 Reykjavík 23-24 1985 Vestmannaeyjar 15-20 1985 Reykjavík 20-13 1987 Reylgavík 19-20 1987 Reykjavík 24-20 1987 Prileb 18-15 Sjö leikir, þrír sigrar, þrjú töp og eittjafntefli. Landslið okkar á eftir að mæta Júgóslövum nokkrum sinnum í alþjóðlegum mótum fram að Seoul leikjunum. í Polar Cup í Osló í desember 1987 og í World Cup í Svíþjóð i janúar 1988. Júgóslavar hafa ávallt verið með mjög sterkt landslið á 01- ympíuleikum og Heimsmeistarakeppnum og svo verður ein- nig í Seoul 1988. Landslið okkar hafa áttgóða leiki mót Júg- óslövum undanfarið og geta sigrað þá í Seoul, eins og ísland sigraði þá í Reykjavík 24-20 í febrúar 1987 í eftirminn- legum leik. í fersku minni er sigurinn í Prileb. Sk ~ W": v Æ ■■ jBí íslenska landsliðið fagnarsigri íJúgóslavíu (Ljósm. Mbl.)

x

Olympíublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Olympíublaðið
https://timarit.is/publication/1457

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.