Olympíublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 14

Olympíublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 14
14 Q99 ÓLYMPÍUNEFND ÍSLANDS - Fyrstu árin bjuggum við á Selfossi og ég tók fljótlega að mér þjálfun sundfólksins á staðnum. Blessuð börnin komu svo hvert af öðru eða alls fjögur, Magnús Már, sem verður tvítugur í haust, Bryndís, Hugrún og Arnar, sem fermdist fyrir nokkrum vikum. Öll æfa sund af miklum kappi, þrjú þau fyrstnefndu eru komin í fremstu röð og sá yngsti er einnig efnilegur. Þessi áhugi þeirra og dugnaður hefur gefið mér ómælda ánægju. - En síðan fluttist fjölskyldan í Þorlákshöfn? - Já, það gerðist 1973. Par var þá engin sundlaug og segja má, að þegar hafi hafist barátta fyrir því að byggð yrði vegleg laug. Það tók nokkur ár og inn í þá baráttu tvinnaðist einnig stærð laugarinnar. Sem betur fer varð það ofan á að byggð var laug, sem er 25 metrar á lengd. Sundlaugin var vígð 1981 og hún er mjög góð í alla staði. - Hvað viltu segja um íþróttaáhugann í Þorlákshöfn? - Sundið er aðalgreinin á staðnum, en knattspyrnuáhuginn er einnig mikill. Ég hefi orðið þess vör í þjálfun minni, að býsna erfitt er að koma því að hjá fólki í þrælkunarsamfélagi eins og Þorlákshöfn, að leggja þarf mjög mikið að sér til að ná góðum árangri í íþróttum. Einnig varð ég þess vör, að ýmsir héldu að ég væri aðeins í þessu fyrir mín börn, en svo er ekki. Nú æfa um 20 krakkar sund hjá mér og áhuginn er mjög mikill. Annars vil ég geta þess, að börnin min hófu ekki reglulegar æfingar fyrr en laugin var tilbúin í Þorlákshöfn. Þau fóru eins og önnur börn staðarins á námskeið í Hvera- gerði, og lærðu þar sund. - Nú eiga þrjú af þínum börnum möguleika á að ná þeim lágmörkum, sem Olympíunefnd íslands hefur sett vegna OL í Seoul? - Já, rétt er það, þau eru öll nálægt lágmörkunum og raunar á svipuðu róli. Eins og ég sagði áður er áhuginn mikill og þau leggja mikið á sig, sundið verður þeirra sumarvinna, ef svo má segja. Æft er alla daga nema sunnudag, ca. 4 klukkutíma á dag og syntir eru 10 til 14 km. daglega. Ég vona svo sann- Hrafnhildur með fangið fullt af verðlaunagrípum að loknu sund- móti fyrir 25 árum. arlega að þeim takist markmiðið, sem er að komast til Seoul. Hápunktur keppnistímabilsins í sumar er þátttaka í Evróp- umeistaramótinu í Strassbourg. Magnús Már og Bryndís hafa bæði náð lágmörkunum, til að komast þangað, og Hugrún er mjög nálægt markinu. Þar ræðst það e.t.v. hvort þau ná Olympíu-lágmörkunum. Olympíublaðið þakkar Hrafnhildi fýrir spjallið og vonar svo sannarlega að börn hennar nái takmarkinu, sem er að verða keppendur á Olympíuleikunum á næsta ári. Ná börn Hrafnhildar OL-iágmörkum? Hér á eftir birtum við besta árangur systkinanna Magn- 400 m skriðsund 4:23,02 mín úsar Más, Hughrúnar og BiYndísar Ólafsbarna í sundi til lOOmflugsund l:04,79mín þessa dags. í sundi eru met skráð bæði í 25 og 50 metra 200mflugsund 2:26,25 mín laugum. í Olympíuleikum er keppt í 50 metra laug og lág- mörk eru miðuð við það. Magnús Már Ólafsson: 25mlaug 50 m laug 100 m skriðsund 51,21 sek 52,80 sek 200 m skriðsund 1:50,6mín 1:55,09 mín lOOmflugsund 58,28 sek 59,90 sek 200mflugsund 2:07,41 mín 2:14,05 mín Hugrún Ólafsdóttir: lOOmflugsund 1:05,0 mín 1:05,37 mín 200mflugsund 2:21,99mín 400 m skriðsund 4:23,0 mín 4:36,85 mín 800 m skriðsund 400mfjórsund 9:07,43 mín 5:14,5 mín BryndísÓlafsdóttir: 100 m skriðsund 57,06 sek 59,30 sek 200 m skriðsund 2:04,70 mín Olympíulágmörkin Við birtum hér OL-lágmörk i þeim greinum þar, sem syst- kinin þrjú hafa besta möguleika á að ná tilskyldum árangri KARLAR: lOOmskriðsund: 51,80 sek 200 m skriðsund: 1:53,00 mín 100 m flugsund: 55,90 sek 200mflugsund: 2:05,00 mín KONUR: lOOmskriðsund: 58,20 sek 200 m skriðsund: 2:04,90 mín 400 m skriðsund: 4:23,00 mín 800 m skriðsund: 9:01,00mín lOOmflugsund: 1:03,50 mín 200mflugsund: 2:18,50 mín 400 m Qorsund: 4:56,0 mín

x

Olympíublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Olympíublaðið
https://timarit.is/publication/1457

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.