Olympíublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 15

Olympíublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 15
ÓLYMPÍUNEFND ÍSLANDS 15 QQP Arangur handknattleiksmanna á HM í Sviss sannar að starf íþróttahreyfmgar á íslandi er í fremstu röð Sjötta sætið á heimsmeistarakeppninni í handknattleik í Sviss er árangur af markvissu starfi HSÍ við uppbyggingu landsliðsins undanfarin ár og áratugi og starfi íþróttahreyf- ingarinnar, bæjarfélaga og hins opinbera við uppbyggingu íþróttamannvirkja og aðstöðu fyrir íþróttamenn okkar. Að beiðni ritstjóra Olympíublaðsins hefur greinarhöfundur verið beðinn um að hugleiða árangur landsliðsins okkar í handknattleik á Heimsmeistarakeppninni í Sviss 1986, þar sem liðið náði sjötta sætinu og vann sér rétttil þátttöku í 01- ympíuleikunum í Seoul 1988. Þegar ég fór að hugleiða þennan árangur landsliðs okkar á Heimsmeistarakeppninni í Sviss 1986, þá var mér fyrst efst í huga, hvað starfsemi HSÍ væri markviss og árangursrík á alþjóðlegan mælikvarða. Þrátt fyrir nokkuð fámennan hóp leikmanna, sem landslið okkar eru valið úr, þá hefur tek- ist að ná góðum árangri í alþjóðlegum keppnum. Þegar ég fór að hugleiða þetta mál betur og í stærra samhengi, þá er það sannfæring mín, að starfsemi íþróttahreyfingarinnar á fs- landi sé í fremstu töð og er þá ekki bara miðað við fólks- fjölda. Það er alveg ótrúlegt hvað gert hefur verið hér í okkar fámenna, en víðáttumikla landi, í uppbyggingu íþróttamann- íslenski flokkurínn gengur inn á Olympíu- leik vanginn íLosAngeles viðsetningu leik- anna 1984.

x

Olympíublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Olympíublaðið
https://timarit.is/publication/1457

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.