Olympíublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 17

Olympíublaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 17
ÓLYMPÍUNEFND ÍSLANDS 17 stæöingurinn einfaldlega betri og líklega betur undirbúinn fyrir keppnina. En það er sárt að tapa leik, ef leikmennirnir gera ekki sitt besta til að ná sigri. Landsliðsmenn í handknatt- leik eru þjálfaðir með það í huga að gera ávailt sitt besta, hata að tapa og fara í hvern leik með það eitt í huga að sigra og gefast ekki upp, þó á móti blási. Leiknum er ekki lokið, fyrr en dómarinn hefur blásið til leiksloka. Það er trú HSÍ að þessi þjálfun og eiginleikar landsliðsmannanna komi þeim að notum í lífinu almennt síðar meir eins og á leikvellinum. Það hefur ávallt verið stefna stjórnar Handknattleiks- sambandsins, að landslið okkar sé meðal svokallaðra A-þjóða í handknattleik og vinni sér rétt til þátttöku í A-heimsmeist- arakeppni og Olympíuleikum. Landslið íslands í handknatt- leik hefur tekið þátt í sjö A-heimsmeistarakeppnum af þeim ellefu semj hafa verið haldnar frá því 1938. ísland var ekki með í A-Heimsmestarakeþpnmunum 1938, 1954, 1967og 1982. Landslið tslands í handknattleik var með á Olympíu- leikunum 1972 í Munchen þegar keppt var í fyrsta sinn í handknattleik á Olympíuleikum og 1984 í Los Angeles, en liðið var ekki með 1976 og 1980. Þá hefur landsliðið í hand- knattleik eins og kunnugt er unnið sér rétt til þátttöku í Ol- ympíuleikunum í Seoul 1988. Happdrætti og fjármögnun undirbúnings- ins fýrir Heimsmeistarakeppnina í Sviss Það er [jóst, að hefði Handknattleikssambandið ekki haft traust og stuðning fjölmargra velvijjaðra einstaklinga, fyrir- tækja, Olympíunefndar íslands og Ríkisstjórnarinnar, þá hefði ekki verið hægt að undirbúa liðið sem skildi fyrir Heimsmeistarakeppnina í Sviss og mjög ólíklegt að þessi árangur hefði náðst þar. Aldrei hefur meiri tíma eða fjár- magni verið varið til að undirbúa íslenskt landslið f/rir þátt- töku í heimsmeistarakeppni eins og fyrir keppnina í Sviss. Á rúmu einu og hálfu ári fyrir Heimsmeisetarakeppnina, eða frá því fyrir Olympíuleikana 1984, þá hafði landsliðið leikið um sjötíu landsleiki og verið í æfingabúðum og keppnis- ferðum með þátttöku í mörgum alþjóðlegum stórmótum erlendis og á íslandi í samtals sex mánuði á þessu tímabili. Allur þessi markvissi undirbúningur fyrir þátttökuna í Olym- píuleikunum 1984 og Heimsmeistarakeppnina í Sviss 1986 hefði ekki verið mögulegur, ef Handknattleikssambandið hefði ekki haft stuðning allra þeirra, sem trúðu á starfsemi HSÍ, landsliðshópinn og þjálfara landsliðsins. Þess skal getið að í desember 1985 tók Handknattleikssambandið einniq þátt í heimsmeistarakeppni pilta yngri en 21 árs, sem fram fór á ítalíu og B-heimsmeistarakeppni kvenna, sem fram fór í Vestur-Þýskalandi, það er að segja, að á fjórum mánuðum tók HSÍ þátt í þremur heimsmeistarakeppnum og undirbjó þrjú landslið fyrir þessar keþpnir. Til að fjármagna þennan undirbúning, þá leitaði HSÍ eftir samstarfi við fjölmörg fyrir- tæki um kynningu á þjónustu þeirra og eflingu handknatt- leiksíþróttarinnar. Þá fékk HSÍ styrk að upphæð 2 milljónir króna frá Ríkisstjórninni og Olympíunefnd Islands veitti stuðning upp á eina milljón króna. HSI hefur einnig haft góðar tekjur af aðsókn fólks á landsleiki, sem er samtímis sá stuðningur, sem er ánægjulegastur. En þar sem fjölmargir áhugamenn um allt land eiga ekki tækifæri tii að sækja lands- leiki, þá hefur HSÍ gert samning við Sjónvarpið um beinar sendingarfrá mörgum landsleikjum. Handknattleikssambandið fór einnig út í það verkefni að efna til tveggja tandshappdrætta fyrir Heimsmeistarakeppn- ina og treysti á stuðning fólks og áhuga íslendinga á að að- stoða við undirbúning landsliðsins til að ná sem bestum ár- angri á Heimsmeistarakeppninni í Sviss. Árangurinn í Sviss er alveg sérstaklega að þakka öllum þeim einstaklingum, sem stutt hafa við undirbúning landsliðsins með því að kaupa happdrættismiða HSÍ. Það er von stjórnar HSÍ og trú, að þessir stuðningsmenn landsliðsins hafi haft ánægju af sjón- varpssendingunum frá Heimsmeistarakeppninni. íþróttir og landkynning Aldrei hefur íslenska þjóðin fylgst jafn vel og innilega með einum íþróttaviðburði eins og Heimsmeistarakeppninni í handknattleik í Sviss 1986, þökk sé beinu sjónvarpssend- ingum Ríkisútvarpsins frá keppninni. Árangur landsliðsins í þessari keppni mun án efa auka áhuga þjóðarinnar og sér- staklega unglinga á íþróttum, og einnig auka skilning stjórnvalda og fyrirtækja á þeirri miklu landkynningu, sem þátttaka afreksíþróttamanna okkar í alþjóðlegum keppnum eins og heimsmeistarakeppnum og Oiympíuleikum hefur. Þess skal getið, að leikjum íslenska landsliðsins á Heims- meistarakeppninni í Sviss var sjónvarpað til Suður Kóreu, Danmerkur, Svíþjóðar, Spánar, Rúmeníu, Ungverjalands og leiknum ísland - Tékkóslóvakía var sjónvarpað beint í Eur- ovision dagskrá um alla Evrópu. Á sama hátt var mörgum leikjum íslands á Olympíu- leikunum í Los Angeles 1984 sjónvarpað víða um heim, til dæmis leiknum ísland - Júgóslavía. Heyrst hafa þær tölur í sambandi við verð á auglýsingum í sjónvarpsdagskrá beinna útsendinga um allan heim frá Olympíuleikunum 1984 hafi verið um 200.000 dollara eða um 8 miljjónir íslenskra króna hver mínúta. Það er jjóst, miðað við þessar tölur um auglýs- ingakostnað í sjónvarpssendingum um allan heim frá Ol- ympíuleikum, að það er mjög ódýrt fyrir ísland að vekja at- hygli á landi og þjóð með þátttöku í Olympíuleikum og al- þjóðlegum íþróttamótum. Umfjöllun alþjóðlegra fjölmiðla vekur fólktil umhugsunar um land, þjóð og útflutningsvör- ur. Stefnum að góðum árangri á Olympíuleikunum í Seoul 1988 Þátttaka íslands í Olympíuleikunum í Seoul 1988 mun vekja mikla athygli um heim allan, sérstaklega ef okkur tekst að undirbúa þátttöku íþróttamanna okkar vel fyrir leikana, svo vænta megi góðs árangurs þar. Stjórn Handknattleikssambandsins þakkar Olympíunefnd íslands og öllum þeim, sem studdu undirbúning og þátttöku landsliðsins í Heimsmeistarakeppninni í Sviss og vonast eftir áframhaldandi ánægjulegu samstarfi og stuðningi við að un- dirbúa landsliðið fyrir Olympíuleikana í Seoul 1988. Stjórn HSÍ óskar öðrum sérsamböndumm innan ÍSÍ góðs gengis í þeim alþjóðlegu keppnum, sem þau eru að undirbúa þátttöku í til að íþróttamenn þeirra vinni sér rétt til þátttöku í Olympíuleikunum 1988. Stjórn HSÍ vonar, að sá hópur afr- eksíþróttamanna, sem Olympíunefnd tslands sendir til Seoul 1988 verði sem fjölmennastur og bestur. Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ

x

Olympíublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Olympíublaðið
https://timarit.is/publication/1457

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.