Minnisblað - 10.03.1933, Blaðsíða 3

Minnisblað - 10.03.1933, Blaðsíða 3
3 skyldus aö efna loforðiö. Ef hann vanrækir Þá skyldu, Þá vanrækir hann sóma sinn, metur sjálfan sig lítils. Þótt einhver hafi gengið inn í Regluna án Þess aö meta hindindismálið nokkurs, ••teöc leysir Það - ekki Þann sama frá skyldunni aö efna orð sín, Því naumast er hægt að gera ráð fyrifr nokkrum manni svo gerðum, að hann meti sjálfan sig einskis. Því verður alls ekki trúað um alla Þá fjelaga sem vanrækja fundarsókn, að Þeir vanræki vegna skorts á sómatilfinningu eða sjálfsvirðingu. Hitt mun sanni nærs að Þeir líti svo á, að vanrækslan sje meinlaus, Þeir líti svo ás að Þeir styrki lítið eða ekki hag Regliinnar meö Því að sækja fundi. Það er sennilega Þessi misskilningur sem veldur mestu um Það, að fjelagarnir vanrækja fundarsókn, og skapa með Því (óviljandi) Þá skoðun fyrir annara augums að Þeir sjeu hirðulausir um orð sín og eiða. Það er eðli allra mannfunda, að Þar starfa aðeins fáir. Pjöldinn hefst ekki aðs nema við atkvæðagreiðslur. En hvern- ig starf Þessara fáu nýtist, fer mjög eft|ir fjölda (eða Þátttöku) hinna Hstarflausun. áhugamaður vill hafa fyrir Því að taka saman og flytja erindi á fundis ef hann á von á Því að margir hlýði. En hami vill síður hafa fyrir Þvís ef hann á von á að fáir hlýði. Auk Þess er Það staðreynd, að Þeir sem hest sækja fundi eru einmitt Þeir fjelagarnir, sem síst Þarf að fræða. Það er niðurdrepandi fyrirj margan ræöumann að flytja gott erindi fyr- ir 10 áheyrendum, sem ekki Þurfa á að hlýðas Þegar ræðumaður um leið veit af

x

Minnisblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Minnisblað
https://timarit.is/publication/1463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.