Vísbending


Vísbending - 08.04.2016, Síða 1

Vísbending - 08.04.2016, Síða 1
ÍSBENDING Vikurit um viðskipti og efnahagsmál 8. apríl 2016 13 . tölublað 34. árgangur ISSN 1021-8483 Hótelmarkaðurinn í Reykjavík og samspil hans við íbúðamarkaðinn Mynd 1: Fjölgun erlendra ferðamanna 2006-2016 2,000,000 1,800,000 1,600,000 1,400,000 1,200,000 1,000,000 800,000 600,000 400,000 200,000 0 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 ■ Fjöldi erlendra ferðamanna í gegnum Leifsstöð Fjölgun milli ára (h.ás) Heimild: Ferðamálastofa Mynd 2: Fjölgun hótelherbergja í Reykjavík 2006-2016 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 Fjöldi hótelherbergja ......................Fjölgun milli ára Davíð Björnsson W forstöðumaður ferðapjónustu- ov I mannvirkjafármögnunar á Fyrirtakjasviði Landsbankans hf. Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi á undanförnum árum. Árið 2006 komu tæplega 400 þúsund ferðamenn til landsins en hefur fjölgað mikið síð- an, mest eftir 2011 (mynd 1). Frá 2011 hefur fjölgunin aldrei verið undir 20% á ári. Ef spár ganga eftir verður aukningin í ár um 37% og fjöldi erlendra ferða- manna á árinu fer í 1.730 þúsund. Þessi vöxtur er miklu hraðari en vænst var og hann er mun meiri en helstu innviðir ráða með góðu móti við eins og komið hefur í ljós með ýmsum hætti á liðnum misserum. Sem betur fer hefur nokkur hluti aukningarinnar falist í því að erlendir ferðamenn koma meira hingað til lands utan háannar og því hefur álag á innviði ferðaþjónustunnar ekki aukist jafnmikið og myndin gefur til kynna. Þannig má nefna að þó að búist sé við að ferða- mönnum fjölgi um 37% á þessu ári er áætluð fjölgun þeirra á háönn, í júlí og ágúst, rúmlega 28% milli ára, sem þó er auðvitað mikil áskorun fyrir íslenska ferðaþjónustu. Hóteluppbygging í Reykjavík Á sama tíma hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu reynt eftir megni að mæta þessari auknu eftirspurn. Þannig hefur uppbygging nýrra hótela í Reykjavík jafnvel verið um- fangsmeiri en mörgum hefur þótt góðu hófi gegna. Á mynd 2 má sjá að hótel- herbergjum í Reykjavík hefur fjölgað á þessu tímabili úr ríflega 2.200 talsins í ríflega 4.300, sem er áætluð tala þeirra í árslok 2016. Þetta er u.þ.b. tvöföldun á hótelrými í Reykjavík á 11 árum, sem er auðvitað gríðarleg uppbygging. Á liðnum Heimild: Landsbankinn 11 árum hafa því verið byggð jafnmörg hótelherbergi í Reykjavík og á síðustu 75 árunum þar á undan. Þrátt fyrir þessa miklu uppbyggingu nýs gistirýmis í Reykjavík er langur veg- ur frá að hún nái að anna þörfinni, eins og sjá má á mynd 3, sem sýnir hlutfalls- lega aukningu í fjölda ferðamanna og fjölda hótelherbergja í Reykjavík frá ár- inu 2006. Eins og þar má sjá ríkti ágætt jafnvægi á þessum markaði allt til ársins framh. á bls. 3 IFerðaþjónustan hefur vaxið á ótrúlegum hraða undanfarin ár, kannski meiri hraða en við ráðum við. Þessi mikli vöxtur hefur áhrif á húsnæðismarkaðinn almennt, ekki bara hótelbyggingar. 3Þau Sigurður B. Stefánsson og Svandís R. Ríkarðsdóttir voru að senda frá sér áhugaverða bók. 4Viðbrögð forsetans við þingrofsbeiðni Sigmundar þurftu kannski ekki að koma á óvart. VÍS BENDING • 13. TBt. 2016 1

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.