Vísbending


Vísbending - 14.11.2016, Blaðsíða 4

Vísbending - 14.11.2016, Blaðsíða 4
VíSBENDING Aörir sálmar Blaðrið er vandamál framh. afbls. 3 Mynd 2: Gjaldeyrisforði Seölabankans 2000-2016 Heimild: SeÍlabanki Islands eyrishöftum hefur ekki verið aflétt að fullu, en stórir fjárfestar eiga erfitt með að rétt- læta kaup á erlendum verðbréfum þegar allir búast við frekari styrkingu krónunnar og vaxtastig innanlands er miklu hærra en erlendis. Enn á ný leikur krónan því stórt hlutverk í efnahagslífi landsmanna og at- burðarásin minnir um margt á aðdraganda hrunsins. Aðstæður eru þó gjörólíkar að því leyti að bankarnir og eigendur þeirra höfðu leikið mikið hættuspil fram að hruni, en staða þeirra er öll önnur núna. Aftur á móti þrengir að mörgum fyrirtækj- um eins og að framan er rakið. Þjóðarsátt Seðlabankastjóri benti í ávarpi sínu á að fastgengið eitt og sér er ekki trygging fyrir því að lönd lendi ekki í vandræðum. Hann sagði: „Lönd með fastgengi hafa lent illa í [óhóflegu fjármagnsstreymi til landsinsj og sama má segja um lönd innan evrusvæðis- ins. Þessi vandi lék lykilhlutverk í krepp- unni í Grikklandi og líka á Spáni, svo að dæmi séu tekin. Það er því ekki síður þörf fyrir svokölluð þjóðhagsvarúðartæki í löndum með fast gengi eða í myntbanda- lagi en í löndum sem reyna að reka sjálf- stæða peningastefnu á grundvelli sveigjan- legs gengis.“ Eina lausnin er þjóðarsátt þar sem margt gerist í senn. Hið opinbera heldur áfram að vera rekið í jafnvægi, stöðugleiki tekur við af stórum stökkum á vinnu- markaði og gengi verður stöðugt. Ein leið til þess er fastgengisstefna með myntráði, önnur er upptaka erlends gjaldmiðils. Hvorug er töfralausn að því leyti að hún frelsi Islendinga frá ábyrgð á öðrum svið- um. Launahækkanir langt umfram fram- leiðniaukningu ganga ekki né heldur halli á því opinbera. Vonandi ná allir hagsmunaaðilar saman um lausn sem tryggir stöðugleika eða kem- ur að minnsta kosti í veg fyrir hallæri af mannavöldum. □ Virðing Alþingis hefur ekki verið mikil undanfarin ár og margir kenna reynslulitlum og óhefluðum þingmönn- um um. Margir sjá gamla tíma í hylling- um, tíma þegar hetjur riðu um héruð, feðurnir frægu og frjálsræðis hetjurnar góðu gerðu garðinn frægan. Samt er það ekki nýtt að þingmenn geri lítið hver úr öðrum, jafnvel samstarfsmenn í ríkis- stjórn. Árið 1980 voru saman í stjórn- armeirihluta Gunnars Thoroddsens þeir Olafur Ragnar Grímsson og Steingrímur Hermannsson. Ólafur átti góðan aðgang að fréttamönnum og í ágúst 1980 birtist eftirfarandi í Dagblaðinm „Blaðrið í Steingrími Hermannssyni er á góðri leið með að verða efnahagsvanda- mál. Sífellt gengisfellingartal hans er úr takt við þá tillögugerð í efnahagsaðgerðum sem unnið var að á vegum stjórnarflokk- anna, “ sagði Olafur Ragnar Grímsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins í efnahags- nefnd ríkisstjórnarinnar, í morgun. Ólafur Ragnar var spurður álits á ummælum sjávarútvegsráðherra i útvarpsfréttum í gærkvöldi og víðar í fjölmiðlum. Þar sagði ráðherrann það bráðnauðsynlegt að „leiðrétta rekstrar- grundvöll frystibúsanna“ nú þegar. Ein leið til þess væri gengisfelling í áföngum. „En ef launafólk vill ekki leysa þetta þannig þá verður að láta gengið síga eins og hingað til, “ sagði ráðherrann efnislega. Hann taldi að ríkisstjórnin yrði ekki lang- lífefhún tœki ekki röggsamlega á málinu. „Alþýðubandalagið mun ekki fallast á gengisfellingu sem tekin vari út úr útreikn- ingi á kaupi. í stað gengisfellingarblaðurs í sífellu og hótun á stjórnarslitum vœri nœr að snúa sér að umrœðu um raunhœfari leið- ir á grundvelli efnahagstillagnanna, “ sagði Ólafur Ragnar við DB. „... Hótanir formanns Framsóknarflokksins sýna ef til vill að flokkurinn óttast viðtækar kerfisbreytingar eins og nauðsynlegar eru.“ Á starfstíma stjórnarinnar voru gengisfellingar teknar 15 sinnum út úr útreikningi á kaupi. Gengi dollars var um 6 nýkrónur þennan dag. Tæplega þremur árum seinna var það það 26 krónur. Þeir Steingrímur og Ólafur sátu svo saman í ríkisstjórn nokkrum árum síðar. bj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Netfang: benedikt@heimur.is. Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Rjtið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4 VÍSBENDING • 36. TBt. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.