Vísbending


Vísbending - 21.11.2016, Blaðsíða 3

Vísbending - 21.11.2016, Blaðsíða 3
VíSBENDING Fasteignamarkaður á ferð og flugi Sverrir H. Geirmundsson Ljóst er að fasteignamarkaðurinn er enn á fleygiferð eítir mildar hækkanir síð- ustu missera. Þannig hækkaði fasteigna- verð á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali um liðlega 11% frá janúar til október á þessu ári. Hækkunin er mest í sérbýli eða sem nemur 12,7%, en verðhækkun á íbúðum í fjölbýli nemur 10,7%. Frá ársbyrjun og til og með 10. nóvem- ber 2016 nam heildarfjöldi kaupsamninga á Höfuðborgarsvæðinu alls 6.613. Samsvarandi fjöldi var 6.253 til og með 12. nóvember árið 2015 og fjölgaði kaupsamningum þannig um tæp 6% milli tímabilanna. Þróunin á landsbyggðinni er í sömu átt. Þannig fjölgaði kaupsamningum um 18% á Arborgarsvæðinu og um 5% á Akureyri. Á Suðurnesjum er mikil hreyfmg á fasteigna- markaði, en fjölgunin þar nemur um 41% milli sömu tímabila áranna 2015 og 2016. Mynd 1. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga 2009-2016 Sérbýli tekur við sér Ljóst er að verð á sérbýli hefúr tekið við sér, en lengst af hefur þetta íbúðarform dregist aftur úr í verðhækkunum. Þannig námu hækkanir á sérbýli einungis um 3% á árinu 2015 sam- anborið við 12,7% á þessu ári eins og áður segir. Verð á fjölbýli hækkaði hins vegar um 10,3% á árinu 2015. Á árunum 2010 og fram á árið 2015 var mikið af einbýlishúsum, parhúsum og raðhúsum til sölu í ýmsum úthverfum á höf- uðborgarsvæðinu. Núna er staðan sú að víða er mjög takmarkað úrval af slíkum eignum á söluskrá. Má sem dæmi nefna nýjustu hverfin í Kópavogi. Þannig virðast sumir hafa nýtt sér það ástand sem skapaðist á tímabili þegar sér- býlisverðið stóð í stað á meðan fjölbýlið hækk- aði í verði og skipt upp í stærri eignir. Tveggja herbergja íbúðin dýrust í Kópavogi Mikið hefúr verið rætt um erfiðleika sem ungt fólk stendur frammi fyrir varðandi kaup á sinni fýrstu íbúð. í raun liggur ekki fýrir að það sé erfiðara að festa kaup á sinni fýrstu íbúð en áður var. Fasteignamarkaðurinn á Is- landi hefúr ávallt verið sveiflukenndur og eðli máls samkvæmt er erfiðara en ella að koma inn á markaðinn þegar verð hefúr hækkað jafn mikið og raun ber vitni. En kaupmáttur hefúr einnig hækkað þannig að greiðslugeta margra er meiri en áður. Á árinu 2015 jukust ráðstöfúnartekjur á mann um 9,6% milli ára og kaupmáttur jókst um 7,9% samkvæmt fréttatilkynningu Hagstofúnnar. Kaupmáttur Mynd 2. Staðgreiðsluverð á fermetra á tveggja herbergja íbúó (þ.kr.) Miðað við þinglýsta kaupsamninga í september/október 2016 Heimild: Þjóðskrá Islands. hefúr síðan haldið áfram að aukast á árinu 2016. Það skiptir einnig miklu mál hvar fólk kýs að búa. Því miður er allt oft rætt um miðbæ Reykjavíkur sem eina vænlega búsetuúrræðið fýrir ungt og upprennandi fólk í dag. Þar hafa hækkanir orðið mjög miklar og óraunhæft að æda að nýir fasteignakaupendur eigi erindi irm á þann markað m.a. í samkeppni við er- lenda ferðamenn. Meðal staðgreiðsluverð á tveggja her- bergja íbúð í Reykjavík var tæplega 420 þ.kr. á fermetra í október síðasdiðnum. Þar af var hæsta verð tæplega 494 þ.kr. á fermetra og lægsta verð um 340 þ.kr. Meðal byggingarár var 1968 og voru eignirnar því að meðaltali tæplega hálfrar aldar gamlar. í Hafnarfirði var meðal staðgreiðsluverðið hins vegar tals- vert mun lægra eða um 345 þ.kr. á fermetra. Tveggja herbergja íbúðir vom þannig að meðaltali um 18% ódýrari í Hafnarfirði en í Reykjavík. Jafnframt voru eignirnar í Hafnar- firði um 20 árum yngri en í Reykjavík, en meðal byggingarár var 1989 samkvæmt þing- lýstum samningum. Þannig má æda að verð- munurinn sé í raun meiri ef tekið er tillit til eðlilegra afskrifta vegna mismunandi aldurs á húsnæði. Garðabær hefúr notið vaxandi vinsælda á síðustu árum sem endurspeglast m.a. í að fer- metraverð á tveggja herbergja íbúð var þar um framh. á bls. 4 VÍSBENDING 37. TBl. 2016 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.