Íslenzka vikan á Norðurlandi - 22.04.1934, Blaðsíða 1

Íslenzka vikan á Norðurlandi - 22.04.1934, Blaðsíða 1
LANDSbÓKASArTTj [JVU 134625 Ts^TiiT' ISLENZKAVIKAN á Norðurlandi 1. tölublað Akureyri, sunnudaginn 22. apríl 1934. 3. árgangur ISLENZKA VIKAN Eins og tvö undanfarin ár, hef- ir stjórn »íslenzku vikunnar á Norðurlandi« ákveðið að gefa út blað þá daga, sem »íslenzka vik- an« stendur yfir, og vér vonum að því verði vel tekið og að það verði lesið með gaumgæfni og hleypi- dómalaust. Blaðið mun nú, eins og að undanförnu, einvörðungu flytja greinar um þau mál, sem ísland og Islendinga varða. Það er erfitt verk að berjast við aldagamla hleypidóma, og sú var tíð, að á ísland var litið sém svo ófrjótt land, að það væri lítt byggilegt, og raddir komu fram um að flytja Islendinga burt af íslandi, þar eð það væri aðeins nothæft sem verstöð, og á þeim tímum flúðu hópar af fólki land- ið, fóru til Ameríku og námu þar land. Rétt er að geta þess, þessu fólki til afsökunar, að lífsskilyrði voru í þá tíma, á landi voru, mjög bágborin, sem stafaði af ó- blíðu veðráttufari, illu stjórnar- fari, samgönguleysi, slæmri .verzl- un, og yfir höfuð lélegum skilyrð- um til að hagnýta sér gæðin, sem fyrir hendi voru, til lands og sjávar, en aðalástæðan var þó trúleysi landsmanna á landið og framtaksleysi þeirra sjálfra. Sem betur fer, eru nú, á mörg- um sviöum, orðnar miklar og góð- ar breytingar á þeim hugsunar- hætti, sem ríkti seinnipart síðustu aldar og allt fram undir aldamót. Lífsskilyrði landsmanna, eru nú orðin svo ólík því sem þá var, að menn mun þá ekki hafa dreymt um jafn stórfelldar breytingar og framfarir í samgöngum, verzlun, iðnaði, sjávarútvegi og búskap eins og nú er raun á orðin, og með auknum framforum og bætt- um lífsskilyrðum hefir trúin á landið aukizt svo mjög, að nú heyrast raddir um að varla muni, að öllu athuguðu, meira kostaland finnast en ísland. En þó það sé ánægjulegt að minnast þess hve landsmenn hafa nú meiri skilyrði til sjálfsbjargar en áður var, þá er þó eigi að síður raunalegt að vita af ýmsum verkefnum sem bíða og ekkert er unnið að, sem að sumu leyti stafar af fjárhags- örðugleikum og að sumu leyti vegna arfgengs trúleysis á mátt þjóðarinnar til framkvæmda. Af þessum ástæðum, sem nú hafa verið teknar fram, vill »fs- lenzka vikan« bæði á Suður- og Norðurlandi vinna að því, að 'kynna mönnum út um land ís- lenzkan iðnað og íslenzka fram- leiðslu, og hefir »íslenzka vikan á Suðurlandk nú í þrjú ár gefið út vöruskrá, þar sem landsmenn geta séð hvað framleitt er af vör- um í landinu sjálfu. Einnig von- ast bæði félögin eftir, að »íslenzk vika« verði haldin í framtíðinni ár hvert um land allt, í von um að hún muni hvetja menn til um- hugsunar um hve mikið það er, sem land vort leggur oss til af gæðum, og glæða trúna á að hægt sé að hagnýta þau mun betur en íslendingar! Hafið það hugfast þegar þið þurfið að senda vörur eða hugsið til ferðalaga, að líta fyrst á áætlun Eimskipafélags- ins, og sjá hvort þér finnið þar ekki einmitt þá ferð, sem yður hentar bezt. íslenzku »Fossarnir« fara nú 60 — 70 ferðir árlega milli Islands og útlanda, auk þess sem þeir annast strandferðir hér við Iand að svo miklu leyti sem því verður við komið. Ferðum skip- anna er reynt að haga þannig að fé- lagið sé fullkomlega samkeppnisfært við önnur félög, sem halda uppi sigl- ingum hér við land, svo að landsmenn geti notað hin íslenzku skip öðrum fremur, án þess að baka sér nokkur óþægindi með því, Eflið gengi íslenzkra siglinga með því að skifta ávalt við 3 (D O m 3' 0) a; tj’ H.f. Eimskipafélag r Islands. í íslenzkum anda skal hefjast handa.

x

Íslenzka vikan á Norðurlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzka vikan á Norðurlandi
https://timarit.is/publication/1469

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.