Íslenzka vikan á Norðurlandi - 22.04.1934, Blaðsíða 2

Íslenzka vikan á Norðurlandi - 22.04.1934, Blaðsíða 2
2 ÍSLENZKA VIKAN Á NORÐURLANDI 1. tbl. Mataruppskriítir. Eftir Jóninnu Sigurðardóttur. Síld i Hörpudiskum. 1000 gr. söltuð síld, 700 gr. soðnar kartöflur, 250 gr. rjómi, 100 gr. eggjarauður, 1 mat- skeið steinselja, 30 gr. smjör. íSíldin er afvötnuð í 24 kl.st. í mjólk og vatni, síðan er hún verkuð og skorin í litlar ræmur. Kartöflurnar eru skornar í jafn- stórar ræmur og síldin. Hörpu- diskarnir eru hafðir vel hreinir og smurðir með smérinu. Síldinni og kartöflunum er raðað í hörpu- diskana á víxl, eggjarauðurnar eru hrærðar smátt og smátt með rjómanum og saxaðri steinselj- unni, sem svo er helt í hörpudisk- ana ofan á síldina og kartöflurn- ar. Bakað í ofni þangað til eggin eru hlaupin saman, borðað Leitt með bræddu sméri. Þetta má baka í litlum kökuformum í stað hörpu diska. f staðinn fyrir salta síld er gott að hafa nýja síld og er hún þá þvegin og verkuð, bein- in tekin úr henni og höfð ósoðin, en þá þarf að strá litlu salti í hörpudiskana ofan á síldina. Síldarauga. Síld er afvötnuð og hreinsuð, söxuð mjög smátt, látin í fat í hring, svo að hola myndist ' miðj- unni. Utan um hringinn er settur saxaður laukur í hring. í miðjuna er sett ein hrá eggjarauða, sem helzt á að vera heil. Borið fram á kalt borð. orðið er, unz því takmarki er náð að framleitt verði í landinu sjálfu, úr íslenzkum og útlendum hráefnum flest það, er landsmenn þarfnast. Norðlendingar! Styrkið »ís- lensku vikuna á Norðurlandi« með því að gerast félagar og hvetjið kunningja ykkar og vini í sveitum og sjóþorpum til að gera slíkt hið sama eða stofna sérstakar deildir í sínum byggð- arlögum. Minnist þess, að nauð- synlegt er að búa sem mest að sínu, að þið eigið ávallt að taka það sem íslenzkt er fram yfir það útlenda, að öðru jöfnu, því að þið skuldið íslandi allt. Kaffibætirinn „B R A G1“ sem allirjsækjast eftir. Kaffibrennsla Akureyrar. Sími 154. Símnefni: VALUR. Aluminium hrífurnar íslenzk uppgötvun — íslenzk vinna. Fást hjá kaupfélögum og kaupmönnum út um land. Verðið Iægra en í fyrra. „IÐJA“ akureyri Sími 190. (Sveinbjörn Jónsson). Klæðaverksmíðjan GEFJUH hefir ávalt fyrirliggjandi: Alls konar dúka handa körlum, konum og börnum. Altvinnaðir dúkar kosta Kr. 12,50 Vandaðir dúkar í drengjafatnaði — 9,00 Nýtízku kvenkápuefni — 10,00 Vandaðar pokabuxur Kr. 18,00 — 20,00 Prjónaband einfalt, tvinnað og þrinnað — 6,10 — 7,80 Lopi Kr. 2,80 — 3,00 — 3,30 Klæðaverksmiðjan Gefjun blandar ekki bómull í dúka sína, eins og ýmsar aðrar verksmiðjur gera. Eingöngu innlend vinna og innlent efni, hið bezta sem völ er á í landinu. Biðjið kaupfélag yðar og aðra umboðsmenn vora að útvega yður þær vörur sem þér þarfnist frá verksmiðjunni. EFLIÐ ÍSLENSKAN IÐNAÐ.

x

Íslenzka vikan á Norðurlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzka vikan á Norðurlandi
https://timarit.is/publication/1469

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.