Íslenzka vikan á Norðurlandi - 23.04.1934, Blaðsíða 1

Íslenzka vikan á Norðurlandi - 23.04.1934, Blaðsíða 1
ISLENZKA VIKAN á Norðurlandi 2. tölublað Akureyri, mánudaginn 23. apríl 1934. 3. árgangur Leiðbeiningar um fiskverkun. Samdar á fundi yfirfiskimatsmanna 1933. Það má segja að verkunin á fiskinum byrji, þegar hann kem- ur upp úr sjónum. Er því þýðing- armeira en margur hyggur að öll handtök við hann séu unnin með alúð og vandvirkni, en ekki kæru- leysi og léttúð, því fingraför ó- vandvirkninnar verða aldrei af- máð, þaðan sem þau hafa einu sinni að komizt. Þegar goggur er borinn í fisk verður að gæta þess að bera ávalt í höfuð hans, ef því mögulega verður við komið og kasta fisk- inum vægilega, svo hann merjist ekki, því blóð safnast alltaf að mari, sem myndast áður en fisk- urinn deyr. Því væri réttara fyr- ir báta, sem hafa djúpar lestar, að nota rennur, en kasta fiskinum ekki í lestina athyglislaust, ef til vill ofan á bríkina á miðskilrúm- inu. Við hálsskurðinn ber að gæta þess að skera ekki of nærri þunn- ildisbeinum og alls ekki særa himnuna á þeim, en svo djúpt verður að skera, að allar hálsæð- arnar skerist sundur. Við höfum tekið eftir því, að annað þunnild- ið er oft mjög dökkt en hitt í bezta lagi, bjart og fallegt og bendir það til þess, að hálsæðarn- ar hafi aðeins skorizt sundur öðru megin. Stórir vélbátar, sem flytja afla sinn óaðgerðan til lands, þurfa að hafa lestarnar hólfaðar sund- ur, svo fiskur verði fyrir sem minnstum þrýstingi og hnjaski á leiðinni í land, og varðveita hann frá skemmdum af þeim völdum. Ekki má heldur kasta honum í stórar kasir, þegar á land kemur. Ennfremur er það álit vort, að harður dráttur orsaki að fiskur- inn deyi á leiðinni upp úr djúpu vatni; æðarnar í þunnildunum springa þá ogþunnildin verða ljót, snögg umskipti á vatnsþrýstingi orsaka að kviðurinn þenst út og blæs upp. Langar línur og þar af leiðandi löng lega hefir sömu á- hrif. Þegar stingir eru notaðir við uppskipun eða tilfærslu á fiski, má aðeins stinga í höfuð hans, en alls ekki í bolinn. Þegar hausað er, verður að skera vætubeinin sundur, sem næst hausnum, því þau binda þunnildi við hnakka. Að haus- un verður að vinna það vægilega, að ekki valdi skemmdum, alveg eins þó um smáan fisk sé að ræða, hann á að verða markaðsvara eins og hinn og má því ekki sæta lakari meðferð. Sjálfsagt er að hausa ofan í vatn, ef því verður við komið, að öðrum kosti að skvetta vatni vel yfir fiskinn, áður en hann er flattur. Við hausaðan fisk má ekki nota stingi. Flatning fisks er afar þýðing- armikil, því hún hefir áhrif bæði á þyngd og gæði hans og verður því sérstaklega að vanda til henn- ar. Þegar flatningsmaður byrjar að rista fiskinn, verður hann að gæta þess að rista aðeins hæfilega djúpt til þess að ná hryggnum, og að fiskurinn fái eðlilega og fallega lögun og opnist aftur á aftasta lið. Þegar hann sker eftir mænunni, sem á að fylgja hryggnum, verð- ur hann að beita hnífnum skáhalt inn undir hrygginn, svo hann skemmi ekki hnakkann og fiskur fylgi ekki hryggnum. Hrygginn sker hann sundur með skáhöllu hnífsbragði aftan frá cg taki það ávallt yfir tvo liði og á þá sárið að mynda x eða 8 í tölu. Hrygginn verður að taka það aftarlega, að ekki verði eftir blóðdálkur, Þegar hryggurinn er losaður verður að gera það með hníf, en ekki rífa hann lausann, því við það skemmist vinstri fisk- helmingurinn. Hnakkablóð skal flatningsmað- ur ávallt hreinsa úr fiskinum um leið og hann er flattur, og er það honum lítið til tafar, er hann hef- ir tamið sér það., en sé fiskur saltaður með hnakkablóði, skemmir það saltið og fiskurinn verður blakkari en ella. Ávallt skal fletja ofan í vatn þegar fisk- urinn er þveginn í salt og séu notuð kör eða kassar til þess að þvo upp úr; er nauðsynlegt að þau séu með rist, svo óhreinindi Framh. á 4. síðu. Framleiðir: Kristalsápa í umbúðum á >/a til 200 kg. Stanjrasðpa f pökkum. Þvottaduft (Hreins hvítt) í pökkurm Handsápur, lanólín, cítrón, rósarsápa, ný handsápa og baðsápa. Kerti, sterin, sterinblanda, parafin, mislit, jóla- kerti og altariskerti. Skóábur' ur, svartur, brúnn, hvítur og leðurfeiti. Qólfáburður, gulur, hvítur og fljótandi. Fægilögur - Ræstiduft - Raksápa — Vagnáburður — Kreúlíns baðlyf — Fljótandi sápa- Sótthreinsandi sápa. Umboðsmaður á Akureyri: Stefán Árnason.

x

Íslenzka vikan á Norðurlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzka vikan á Norðurlandi
https://timarit.is/publication/1469

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.