Íslenzka vikan á Norðurlandi - 24.04.1934, Blaðsíða 1

Íslenzka vikan á Norðurlandi - 24.04.1934, Blaðsíða 1
ISLENZKAVIKAN á Norðurlandi 3. tölublað Akureyri, þriðjudaginn 24. apríl 1934. 3 . árgangur HAMIIVGJITSPORIÐ Ef að þeir menn sem muna fjörutíu eða fjörutíu og fimm ár aftur í tímann, vilja rifja upp minningar sínar frá síðasta ára- tug nítjándu aldar og bera mynd þá, er þannig skapast í huga þeirra, saman við nútíðina; þá verða myndirnar harla ólíkar. Þá voru strandferðir við ís- land í hinum mesta barndómi, og ekki að neinu leyti í höndum ís- lendinga sjálfra. Það mætti segja hinar furðulegustu sögur af sjó- ferðum, sem þá tóku svo langan tíma, og voru svo miklum ann- mörkum háðar, að þeir sem nú alast upp, og aðeins þekkja hin- ar hröðu samgöngur síðustu ára, myndu naumast trúa þeim, held- ur álíta þær ýkjur einar, en þó eru sögur þessar hinar raunveru- legustu. Kringum 1890, — svo ekki sé farið lengra, — hefði það þótt saga til næsta bæjar, ef að komið hefði skip hlaðið vörum hingað til Akureyrar um háveturinn. Þá voru siglingar og verzlun enn að heita mátti í hinu foma formi. Kaupskipin svonefndu komu á vorin og þegar fram á sumarið kom, og sigldu aftur á brott að áiiðnu sumri, eða á haustin. Það þóttu mikil tíðindi og góð þegar fréttist eða sást til þessara skipa á vorin. Venjulega var þá orðið fremur lítið um vörubirgð- ir í kaupstöðum og víða þröngt í búi hjá sveitabændum. Það var því ekki nema eðlilegt, að komu skipanna væri tekið með fögn- uði. Sjálfur man ég eftir því, hvað mér þótti það fagurt að sjá þau sigla inn fjörðinn. Með öll- um sínum drifhvítu seglum líkt- ust þau mest einhverri goðkynj- aðri veru, þar sem þau svifu prúð og tiguleg fyrir útrænunni, á leið til hafnar, hlaðin öilum þeim gæðum og nauðsynjum sem þá þóttu ómissandi, en fátækleg mundi sú sigling þykja nú á dög- um, og margt mundi mönnum finnast á skorta, sem daglegt líf nú gerir kröfur til. Á þeim árum var ekki auð- hlaupið af einu landshorni á ann- að. Þá gátu menn ekki kosið um viku- eða hálfsmánaðarlegar ferð- ir milli Akureyrar og Reykjavílc- ur, eða milli Reykjavíkur og Austfjarða. Til eru sögur um það, að fólk sem ferðast þurfti frá Reykjavík til Austfjarða, átti ekki annars úrkosta, en að taka sér far með kaupskipum frá Reykjavík til Kaupmannahafnar, og svo frá Höfn með kaupskipum til Aust- fjarða, og sama var að segja um bréf og póstsendingar. Þá gengu menn landshornanna á milli, ekki til að afla sér orð- stírs, sem miklir göngumenn og heldur ekki til að þjálfa líkama sinn, hressa sálina, eða styrkja öll sín andlegu meltingarfæri. — Nei, þeir gengu landshornanna á milli af brýnni nauðsyn og ekki ætíð lausir og liðugir. Allt fram á þenna dag, lifa í munni manna sögur um einkennilega menn sem voru áburðarkarlar í orðsins fyllstu merkingu. Þeir fóru sendiferðir: Vetur, sumar vor og haust voru þeir á ferðinni, og ætíð undir klyfjum, og þetta starf var orðið þeim svo tamt, að þegar þeir mættu ein- hverjum á förnum vegi, þá lögðu þeir byrði sína ekki niður. Þeir Framh. á 4. síðu. u M K Sjafnar sápa. í Sjafnar sápum eru einungis hrein og óblönduð olíu- efni. Notið eingöngu SJAFNAR SÁPUR, þær eru innlend framleiðsla, sem stendur fyllilega jafnfætis beztu erlendum sáputegund- um. Hvert stykki, sem selt er af Sjafnar sápum, sparar þjóðinni erlendan gjaldeyri og eykur atvinnu í landinu. Pað er þegar viðurkennt, að SJAFNAR SÁPAN er bæði ódýr og drjúg. Sjafnar handsápur gera húðina mjúka og eru tilbúnar fyrir hið viðkvæmasta hörund. Hver hyggin húsmóðir, sem vill fá hreinan og blæfallegan þvott, notar ein- göngu SJAFNAR PVOTTASÁPU, Sjöfn.

x

Íslenzka vikan á Norðurlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzka vikan á Norðurlandi
https://timarit.is/publication/1469

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.