Íslenzka vikan á Norðurlandi - 24.04.1934, Blaðsíða 2

Íslenzka vikan á Norðurlandi - 24.04.1934, Blaðsíða 2
2 ÍSLENZKA VIKAN Á NOKÐURLANDI 3. tbl. Siglufirði framleiðir beztu tegund fóðurmjöls, sem selt er Samvinnufélögum, bœjarfélögum, hreppsfélögum og búnaðarfélögum aðeins við kostnaðarverði. Tryggið yður að sumrinu og haustinu, meðan birgðir endast. Símnefni verksmiðjunnar er: V erzlanir! Athugið vöruskrá »íslenzku vikunnar«. Par sjáið þið hvaða vörur við höfum að bjóða. Vörugæðunum má treysta. Biðjið um verð- lista ef þið hafið ekki fengið hann. Sláturfélag Suðurlands, Reykjavík. ■ SSurstagerðin — Laufásvegi 13. Sími 4157. ------ Reykjavík ------ Framleiðir allskonar bursta og kústa til heimilisnotkunar, fiskverkunar og til skipa. Kaupmenn og kaupfélög, Iátið ekki vanta íslenzku burst- ana og kústana í verzlanir yðar, þar sem þeir hafa reynzt samkeppnisfærir við útlenda iramleiðslu, bæði að verði og gæðum. Skrifið eftir verðlista. Afgreiðum hvert á land sem er gegn póstkröfu eða banka. Umboðsmaður á Akurreyri: STEFÁN ÁENASON. Mataruppskriftir. Eftir Jóninnu Sigurdardóítur. Sild i kaparsósu (kapers-). 2000 gr. síld, 75 gr. smjör, 75 gr. hveiti, 1—2 matsk. kapar, hálf til ein matsk. salt. Síldin er verkuð og beinunum smeygt út með þumalfingri, án þess að síldin merjist. Saltinu er stráð á fiskmegin og síldin Iögð saman, soðin heil í svo miklu vatni, að aðeins fljóti yfir. Þegar síldin er soðin, er hún tek- in upp úr og soðið síað. Smjörið er brætt og hveitinu hrært saman við það og þynnt út með síldarsoðinu. Kaparinn (kaper) er þá látinn í og sósan soðin 5 — 10 mínútur. Salti er bætt við eftir smekk. Sósunni er helt yfir síldina. Síidin er borðuð ýmist með soðnum kartöflum eða Iitlum smjördeigskökum, sem raðað er í hring utan um síldina. Síld með gulrófum. 2000 gr. síld, 2000 gr. gulrófur, 75 gr. smjör, 75 gr. hveiti, hálf til ein mat- skeið salt. Síldin er verkuð á sama hátt og áður er sagt. Þegar það er smásíld, er saltinu stráð á fiskmegin og síldin vafin saman frá sporðinum og spotta bundið utan um hvern böggul og síld- in látin ofan f heitt vatn. Eftir 15 — 20 mín. er hún tekin upp úr, spottinn leystur utan af og síldinni raðað á fat. Gulrófurnar eru flysjaðar og skornar í hæfilega stór stykki og soðnar í mátu- lega sterku saltvatni, þangað til þær eru meyrar, þá eiu þær teknar upp úr og látnar á fatið á víxl við síldina. Smjörið er brætt, hveitinu hrært sam- an við það og þynnt út með gulrófu- soðinu. Salti er bætt við eftir smekk. Síðan er sósunni helt yfir síldina. Og soðnum vel heitum kartöflum raðað í kring, Biðjið ekki aðeins um kaffibæti hetdur þá eruð þér viss um að kaffið verður gott.

x

Íslenzka vikan á Norðurlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzka vikan á Norðurlandi
https://timarit.is/publication/1469

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.