Íslenzka vikan á Norðurlandi - 24.04.1934, Blaðsíða 3

Íslenzka vikan á Norðurlandi - 24.04.1934, Blaðsíða 3
3. tbl. ÍSLENZKA VIKAN Á NORÐURLANDI 3 ♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦ ♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ # 1> ♦ ♦ 44 4> 4» ♦ 44 4» ♦ 44 ♦ H.f. Súkkulaðiverksmiðjan ♦ ♦ ♦ 44 f ♦ ♦ ♦ ♦ f ♦ É» ♦ ♦ „S I R I U S Símar 3444 og 4325. Pósth- 574. Reykjavík. Er nú byrjuð að framleiða hið viðurkennda „S l R l U S Ss„. Súkkulaði" Tegundir og verð verður auglýst síðar. Umboðsmaður á Akureyri: Stefáíl AmaSOn. Brauðgerðarhús Kristjáns Jónssonar Strandgötu 41. Akureyri. Sími 74. Framleiðir allskonar brauð og kökur úr fyrsta flokks efni. Ætíð fyrirliggjandi hart brauð, sem selt er til kaupmanna og kaupfélaga lægsta heildsöluverði. Leiðiieiningar um fiskverkun. Niðurlag. Eftir 10—25 daga er fiskur, sem þannig er meðfarinn, orðinn verkunarhæfur. Aldrei má um- hlaða fisk til lengri flutnings eða geymslu án þess að strá í hann salti. Við þvott úr salti verður að skera burtu öll óhreinindi, sem við fiskinn loða, blóð úr hnakka- sári og ef langt roð lafir við hnakkakúluna, skal skera það af, síðan þvo með bursta bæði fisk og roð þannig, að ekki verði eftir slor undir uggum, eða í brotum. Bezt er að draga burstann með fösturi, löngum strokum. Þegar fiski er staflað úr þvotti, verður að stafla honum í mjóar stæður, svo að vatn geti hæglega sigið úr honum. í þessum stæðum verður fiskurinn að standa minnst 5 daga og þá umstaflast þannig, að það sem ofan á var verði undir. Aldrei má breiða fisk fyrr en búið er að umstafla hann. Sé það gert, loða við hann saltkorn, sem annars hrynja úr honum og gera fiskinn hrjúfan og áferðarljótan, ef þau festast í honum. Upp úr þvotti má ekki salta fisk nema örlítið. Við breiðslu fisksins sem og aðra tilfærslu, er þess sérstaklega að gæta, að hann brotni ekki eða óhreinkist, þegar honum er hellt af börum eða fleygt í stakk. Stakkar eiga að vera hlaðnir þannig upp, að þeir séu alltaf stærri ummáls að ofan en neðan, svo segl eða aðrar umbúðir liggi laus frá hnökkum nema á stakk- brún. Breiðsla á sama fiski dag eftir dag er árangurslaus og skemmir fiskinn. Þegar fiskur er geymdur lengi, hvort heldur er metinn eða ómet- inn, laus eða í pökkum, verður að búa vel um hann með tvöföldum strigamottum eða seglum (undir seglum verður ávallt að hafa striga eða mottur til að verja slaga). Áríðandi er að loftræst- ing sé góð í fiskgeymsluhúsum. Nauðsynlegt er að hreyfa fiskinn (umstakka) innan 3 vikna frá Ef þú notar SJAFNAR Cold-krem á undan rakstri en Sjafnar Matt-krem á eftir rakstri, þarftu aldrei að kvarta um sárt hörund. Kauptu strax sina túbuna af hvorri tegund og reyndu, en mundu að það á að vera Sjafnar Cold-krem Og Sjafnar Matt-krem Nevtiö íslenzkra alurða. því hann er fluttur í hús, en þar á eftir má líða lengra á milli þess, sem hann er hreyfður. Við umstaflanir þornar fiskurinn og verður því að taka tillit til þess við þurk, hvað hann á að geym- ast lengi. Hættuleg-t er að taka heitan fisk úr breiðslu í hús eða stakk þó úti sé, því að honum er hætt við að gulna. Rétt sýnist okkur að brýna það fyrir mönnum, að framvísa ekki til mats á Barcelonamarkað fiski, sem er alls ekki hæfur fyrir þann markað. Þunnur fiskur, blæljótur, sprunginn og allavega ófríður fiskur, á að tínast úr (af verk- stjóra eða eiganda) og þurrkast meira fyrir aðra markaði, sem minna tillit taka til vörugæða. Matið ætti líka að vanda svo, á fiski, sem á að fara til Barcelona, að móttakendur geti treyst því og lgari að treysta því, þó er það þungamiðjan — þrátt fyrir allt mat og allar reglugerðir — að hver einasti maður, sem að fisk- framleiðslu vinnur, vandi verk sitt eftir beztu getu, leiðbeini hver öðrum og þiggi leiðbeining- ar hvaðan sem þær koma, taki höndum saman og vinni að því að fá Spánverja til að viðurkenna íslenzka fiskinn beztan og þá get- um við öruggir treyst því, að þeir vilji ekki án hans vera.

x

Íslenzka vikan á Norðurlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzka vikan á Norðurlandi
https://timarit.is/publication/1469

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.