Íslenzka vikan á Norðurlandi - 24.04.1934, Blaðsíða 4

Íslenzka vikan á Norðurlandi - 24.04.1934, Blaðsíða 4
4 ÍSLENZKA VIKAN Á NORÐURLANDI 3. tbl. Hamingjusporið. Framh. af 1. síðu. mösuðu, spurðu frétta, og sögðu frá tíðindum; og allt af létta, með 6 og 8 fjórðunga bagga á bakinu. Sumir þessir menn fengu auk- nefnið »Járnhryggur« og báru það með sóma og prýði, og það fór þeim betur en Dannebrogs- kross og Fálkaorða hefir farið sumum er þau hnoss hafa hreppt. Allsstaðar þar sem samgöngur eru jafn bágbornar og þær voru hér á landi til skamms tíma, fer annað eftir þeim. Afkomumögu- leikar verða hinir erfiðustu og dofi kyrrstöðunnar smýgur eins og reykur eða landfarsótt og leggst yfir hugi manna og dreg- ur úr þeim vit og vilja. Aldrei komst útflutningur til Vestur- heims á jafnhátt stig og á síðasta áratug nítjándu aldar, þá var það nokkuð almenn skoðun, að landið okkar ætti sök á ástandinu. Það væri kalt, ófrjótt og illa fallið til landbúnaðar, og því var jafnvel fleygt fram, bæði í ræðu og riti, að örlög þess myndu verða þau, að það yrði veiðistöð útlendra þjóða þegar stundir liðu. Sem betur fer hafa þeir spá- dómar ekki rætzt. En stórkostleg breyting hefir orðið á lífi þjóðar- innar á síðustu árum. Trúin á landið hefir aukist, en er þó ekki jafn almenn og óbifanleg sem skyldi. Enn eru allt of margir, sem ekki er það fyllilega ljóst, að ísland er eitt hið bezta og bjargvænlegasta land, og þó ættu menn ekki að ganga þess duldir mikið lengur, að svo er. Hvaðan- æva berast fregnir utan úr heimi um hart árferði. Hart í öllum skilningi. Hallæri og harður vet- ur hefir gengið yfir suðræn og sólrík lönd, en á íslandi má segja að hver dagurinn hafi verið öðr- um betri og blíðari; og öll af- koma þjóðarinnar margfalt betri en víða annarsstaðar, og engin skynsamleg ástæða er að ætla áð svo verði ekki framvegis, ef vit og stilling ráða hugsunum og at- böfnum manna. Framh. í 4. tbl. 1 með íslenzkum sklpum. Útgefendur: Félagið íslenzka vikan á Norðurlandi. H.f. Sjóklæðagerð íslands Reykjavík. Sfmi 4085. Framleiðir: Síðstakka, tvöfalda, úr striga. Talkumstakka, tvöfalda, úr lérefti. Drengjastakka, tvöfalda, úr lérefti. Hdlfbuxur, úr striga, með ísetu: Kvenpils, tvöföld, með einum og tveimur smekkjum. Kvenkjóla, (síldarstakka). Svuntur, tvöfaldar, úr striga. Svuntur, einfaldar, úr lérefti. Kventreyjur, tvöfaldar, úr lérefti. Karlmannatreyjur, tvöfaidar, úr iérefti. Karlmannabuxur, tvöfaldar, úr lérefti. Drengjabuxur, tvöfaidar, úr lérefti. Sjóhatta, (enska lagið), gula og svarta, Ermar, einfaldar, úr sterku Iérefti, KarImannakápur, svartar, alm. 3 stærðir. Karimannakápur, svartar, fíngerðari, 3 stærðir. Kvenkápur, svartar, fíngerðar, 3 stærðir. Kvenkápur, oiíusiiki, í ýmsum litum. Drengjakápur, svartar, 6 stærðir. Vinnuvetlinga, hvíta, úr loðstriga, með fitjum úr ísl. ull. Vinnuskyrtur, (sBulIur«), úr striga. Ullarsíðstakka, (»Doppur«), úr íslenzku efni, Ullarbuxur, (»TrawD-buxur). Varan er fyrsta flokks, og það bezta er œtíð ódýrast. KAFFIÐ Prentsm. Odds Björnssonar. sem þið eigið að kaupa.

x

Íslenzka vikan á Norðurlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzka vikan á Norðurlandi
https://timarit.is/publication/1469

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.