Íslenzka vikan á Norðurlandi - 25.04.1934, Blaðsíða 1

Íslenzka vikan á Norðurlandi - 25.04.1934, Blaðsíða 1
SLENZKA VIKAN á Norðurlandi 4. tölublað Akureyri, miðvikudaginn 25. apríl 1934. 3. árgangur Haminojusporið. Niðurl. í mjög ófullkomnúm dráttum hefir nú verið brugðið upp smá- mynd frá liðnum dögum, er þá næst að athuga, hvað helzt muni hafa orkað þeim straum- hvörfum og batnaðarbreytingum, er gerzt hafa tvo síðustu áratug- ina. Það er að vísu auðvelt að svara þeirri spurningu með tveimur orðum: Bættar samgöng- ur, en þó það sé gert, er sagan ekki nema hálfsögð, og varla það. Mig brestur að vísu nægan kunn- ugleik til að segja hana nákvæm- lega, en þess gerist ekki þörf. En þó vil ég enn bæta við nokkrum orðum um það í þessari sögu, sem mér virðist höfuðatriði. Vísa Bjarna Thorarensens, við lát Baldvins Einarssonar, og sem til skamms tíma hefir verið á hvers manns vörum. Byrjar þann- ig: »íslands óhamingju verður allt að vopni«. Bjarni var stórhuga og vildi heill landsins í hvívetna, og í vísuorðum hans er djúp gremja yfir óhamingju landsins, sem hann hefir þótzt geta rakið í sög- unni frá einu tímabili til annars. Það liggur við að þessi trú á ó- hamingju landsins hafi náð að festa háskalega djúpar rætur í huga þjóðarinnar, en þó vísa Bjarna sé merkileg, þá má ekki gera hana að nokkurri trúarjátn- ingu, því þá orkar hún á skaðlega vísu. Miklu fremur ættu allir að festa vel í minni að þeir atburðir hafa gerzt, er sýna að hamingja íslands er bæði mikil og máttug. Er það ekki athyglisvert, að um sömu mundir og allur heimur- inn hervæðist og hver þjóðin keppir við aðra í þeim grimm- úðga leik, sem nefndur er stríð, þá er á íslandi stofnað félag, sem á næstu ógnar árum bjargar öll- um íslendingum frá hungri og hallæri. Þessi félagsskapur er »Eimskipafélag íslands«. Hver getur gizkað á hver kjör og kost- ir þjóðarinnar hefðu orðið á stríðsárunum hefði stofnun þessa félags ekki komizt í framkvæmd, en miklar líkur eru til að þá hefði óhamingju þeirri, er Bjarni talar um, orðið »allt að vopni«. Aldrei hafa íslendingar verið eins samhuga um nokkurt mál- efni svo kunnugt sé, eins og stofnun Eimskipafélagsins og auðsætt er að þar hefir hamingja íslands leitt hugi manna að sam- eiginlegu marki. Af því ættum við að læra að fylgjast að, og ganga óskiptir til orustu við ó- hamingjuna, sem ekki er annað en tregða sjálfra okkar til að taka höndum saman og starfa ó- skiptir að öllum góðum málefn- um. Rúmið leyfir ekki að fjölyrða um Eimskipafélag íslands. Ég læt mér nægja að fullyrða að það sé, og muni verða í framtíðinni einn aðalhornsteinn allrar menningar í verzlunar- og iðnaðarmálum. Sú þjóð sem byggir eyland norður í hafi, mun ætíð eiga þroska sinn og tilveru undir sigl- ingum sínum og skipakosti, og ætti það að vera sjálfsögð skylda hvers einstaklings að leggja sinn hlut til þess að »Eimskipafélag íslands« nái sem fyllstum tökum á því starfi, sem því er ætlað að vinna. Það er ekki stofnað til að fleyta rjómann af þeim trogunum, sem hafa hann þykkastan, heldur til að flytja björg og blessun til allra kauptúna á landinu, jafnt hinna afskekktustu og þeirra, sem bezt eru í sveit sett. Skip þessi eiga jafn brýnt er- indi á hafnir og hafnleysur, þar sem Islendingar búa í fátækum fiskiþorpum, eins og inn á Akur- eyrarpoll eða Hafsbót eins og höfnin hér mun hafa heitið til forna. Þetta er eitt af því sem gott er að hugleiða, áður en við gefum Eimskipafélaginu sök á því, að skip þess verða stundum að koma við á höfnum, sem ekki eru á áætlun í það sinn, þegar ég og þú viljum sigla viðstöðulaust til höfuðstaðarins. Eimskipafélag íslands er stofn- að fyrir alla þjóðina, það er hamingjuspor, sem henni auðnað- ist að stíga þegar aðrar þjóðir flönuðu út í hina mestu ógæfu og bræðravíg, sem sagan hermir frá. F. H. B. Framleiðir: BRJÓSTSYKUR: Blandaður, Bismark, Brenndur Bismark, Anismol-- ar, Perur, Malt. Special-blanda, Kúlur, Stuðlar, Blanda, Silki, Mentól, Nóa blanda, Jökull, Pralin, Fyltur, Brjóst- sykursstangir og Sleikjur. BÖKUNAREFNI: Gerduft og Eggjaduft í lausri vigt og pökkum. Vanillesykur í pökkunn FONDANT: Krem til bakara og konfektgerða. TÖGGUR: íslands-töggur, Súkkulaðitöggur, Lakris-töggur, Bland- aðar töggur, Sýróps-töggur. MUNNGÆTI (Konfekt): Munngæti í lausri vigt og kössum, Vín- munngæti (Líkör), Kvistir og Vindlar (kremstangir). SAFT: Blönduð ávaxtasaft og kirsiberjasaft á flöskum og lítratali. EDIK á flöskum og í lítratali. soya, ívaxla- og Eggjalitur á giösum og fiöskum. Umboðsmaður á Akureyri: Siefátl ÁrtlCLSOfl.

x

Íslenzka vikan á Norðurlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzka vikan á Norðurlandi
https://timarit.is/publication/1469

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.