Íslenzka vikan á Norðurlandi - 26.04.1934, Blaðsíða 1

Íslenzka vikan á Norðurlandi - 26.04.1934, Blaðsíða 1
ÍSLENZKAVIKAN á Norðurlandi 5. tölublað Akureyri, fimmtudaginn 26. apríl 1934. 3 . árgangur NÝJUKG í IÐNAÐI Skógerd. í júlímánuði 1932 stofnsetti J. S. Kvaran skóverksmiðju hér á Akureyri. Fékk hann til hjálpar sér þýzkan kunnáttumann, en auk hans hafa stöðugt starfað í verk- smiðjunni 2—4 stúlkur héðan úr bænum. Fram að þessum tíma hefir verksmiðjan eingöngu búið til inniskó af ýmsum gerðum. Sú framleiðsla og sala hefir gengið mjög vel og nú færist Kvaran í aukana. Hefir hann fengið ágætt húsnæði fyrir verksmiðju sína í hinu nýbyggða steinhúsi Hjalta Sigurðssonar við Hafnarstræti og nýjar vélar til nýrrar og aukinn- ar framleiðslu. Er verksmiðjan þegar byrjuð að búa til viðhafn- arskó (lúxusskó) kvenna, með há- um hælum og úr ýmsum leðurteg- undum, s. s. lakkleðri, rúskinni, geitaskinni (chevreaux) og kálfs- skinni (Boxcalf). Bráðlega verð- ur farið að búa til lághælaða kvenskó og lakkskó (ballskó) karla. Gæði þessa skófatnaðar Kvar- ans munu vera þau sömu og á dönskum skófatnaði, sem hér er á markaðinum, en verðið verður nokkru lægra, eða sem svarar innflutningstollinum. Hér er um að ræða mjög merki- legan viðburð í sögu íslenzks iðn- aðar: Fyrstu »dönsku« skórnir gerðir á íslandi og seldir lægra verði en jafngóðir skór erlendir. Það er öllum sönnum íslend- ingum gleðiefni, þegar innlend iðnfyrirtæki færast í aukana, þótt smá hafi verið í byrjun. Skóiðn- aður Kvarans á það fyllilega skil- ið að vera gaumur gefinn, en það gera menn bezt með því að at- huga um framleiðslu hans og kaupa hana frekar að öðru jöfnu. Sv. Aðgerðir á hjólbörðum (bíladekkum). Alltaf eykst notkun bifreið- anna. Meira og meira fellur til af sködduðum og skemmdum bíla- dekkum. Vegirnir okkar eru grýttir og oft eyðileggjast þessir dýru, útlendu hlutir, hjólbarðarn- ir, án þess þó að vera slitnir nema að litlu leyti. Hingað til hafa bíl- stjórarnir reynt sjálfir að gera við sh'kar skemmdir, svo hægt væri að nota dekkin, þrátt fyrir skemmdirnar. En þær aðgerðir hafa reynst erfiðar og oftast ó- tryggar. Nú hefir Steingrímur G. Guð- mundsson komið upp vönduðu verkstæði í Strandgötu 23 hér í bænum, sem gerir við (vúlkaní- serar) hverskonar skemmda hjól- barða sem er. Verða hjólbarðarn- ir sem nýir eftir meðhöndlan Steingríms. Verð aðgerðanna virðist vera mjög sanngjarnt þeg- ar litið er á þau margskonar öfl- ugu tæki, sem nota þarf til þess- ara aðgerða og þegar tekið er til- lit til þess verðs, sem raunverul. liggur í hálfnotuðum en sködduð- um hjólbörðum. Er þetta verkstæði Steingríms Guðmundssonar til mikils hag- ræðis fyrir alla bílaeigendur og ætti að geta dregið allmikið úr innflutningi hjólbarða. Verkstæð- ið hefir nú starfað í sex mánuði og að því er bezt er vitað, hafa aðgerðir þess gefizt mjög vel, og fara stöðugt vaxandi. Sv. Molar. Á 5 ára tímabilinu 1928—1932 hefur verið flutt inn smjörlíki og kaffibætir fyrir kr. 1.401.142.00 — eina milljón fjögur hundruð og eitt þúsund eitt hundrað fjöru- tíu og tvær krónur — sem skiftist þannig niður: 1928 1929 1930 1931 1932 Smjör- Kr. Kr. Kr. Kr. Kr. liki Kaffi 143782 170.883 194.585 109.266 250 bætir 210,817 257.619 257.479 223739 32421 Árið 1932 er innflutningur á þessum vörutegundum mjög lítill, Frh. á 4. síðu. I H f. H R E l N N Reykjavík. Framleiðir: Krlstalssápu í umbúðum á Ú2 til 200 kg, Stansrasápu í pökkum, Þvottaduft (Hreins hvítt) í pökkum. Handsápur, lanólín, cítrón, rósarsápu, nýja handsápu og baðsápu. Kerti, sterin, sterinblöndu, parafin, mislit jóla- kerti og altariskerti. Skóáburð, svartan, brúnan, hvítan og leðurfeiti. Qólfaburð, gulan, hvítan og fljótandi. Fægilög - Ræstiduft - Raksápu - Vagnáburð - Kreólíns baðlyl—Fljótandi sápu - Sófthreinsandi sápu. Umboðsmaður á Akureyri: Stefán Árnason.

x

Íslenzka vikan á Norðurlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzka vikan á Norðurlandi
https://timarit.is/publication/1469

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.