Íslenzka vikan á Norðurlandi - 26.04.1934, Blaðsíða 4

Íslenzka vikan á Norðurlandi - 26.04.1934, Blaðsíða 4
4 ÍSLENZKA VIKAN Á NORÐURLANDI 5. tbl. Brauns Verzlun Akureyri. Eigandi: Páll Sigurgeirsson. Vefnaðarvörudeild: Fjölbreytt úrval af aliskonar tilbúnum fatnaði á karla, konur og börn. Ennfremur álnavörur í stóru úrvali. Ávalt fyrirliggjandi íslenzku húfurnar (»kasketter«) á kr. 8.75 og íslenzku vinnufötin af öllum stærðum. Glervörudeild: Fjölbreytt úrval af allskonar búsá- höldum svo sem aluminium vörum, emailleruðum vörum, galvaniseruðum vörum, glervörum, Lleirvörum, matar- stellum, kaffistellum, ávaxtastellum, hnífapörum og ótal mörgum smá- áhöldum, sem eru nauðsynleg á hverju heimili. Allt með lægsta markaðsverði. Vörur sendargegn póstkröfu. Abyggileg viðskifii Abyggileg viðskifti Frh. af 1. síðu. enda er framleitt innanlands það ár 1118 tonn af smjörlíki og 206 tonn af kaffibæti. Síðastliðið ár (1938) má með sanni kalla merkisár í iðjusögu islands, að því er snertir þessar vörutegundir. Framleiðslan kemst þá algerlega í íslenzkar hendur og innflutningurinn hverfur úr sög- uni að fullu og öllu. í sambandi við kaffibætisfram- leiðsluna vildi ég benda á, að það virðist ekki ranghermi, sem sagt hefir verið um fslendinga, að þeir séu fastheldnir á gamlar venjur, en ekki hagsýnir að sama skapi. íslendingar halda ennþá dauða- haldi í blauta kaffibætinn, sem seldur er í stöngum, en þurri kaffibætirinn — duftið — sem er seldur í pökkum á mjög erfitt uppdráttar. Munurinn á þessum tvennskonar kaffibæti er þó ekki annar en sá, að í % kg. stöng eru ekki nema rúmlega % hlutar kaffibætir, en hitt vatn, en í J4 kg. pakka af þurrum kaffibæti — duftinu — er ekkert annað en hreinn kaffibætir. Með því verði sem nú er á kaffibæti greiða neytendur því kr. 2.75—3.00 fyr- ir kílóið af vatninu og mun það vera hæsta verð, sem vitað er að íslendingar hafi greitt fyrir þá vöru. i Samkvæmt kaffibætisneyzlu á íslandi árið 1932, hafa íslenzkir kaffineytendur greitt því sem næst kr. 100.000.00 — eitt hundr- að þúsund — fyrir vatnið í kaffi- bætinum það ár. Verður naumast sagt að hér sé um að ræða hygg- indi sem í hag komi, því alla þessa upphæð hefðu neytendur getað sparað sér með því að kaupa kaffibætisduftið eingöngu. St. Ný Ijóðabók Nökkvar og ný skip. Á Akureyri, þar sem höfundurinn á heima, og þar sem hann er mest þekkt- ur, var bókinni tekið svo vel að 200 ein- tök seldust fyrstu vikuna eftir að hún kom út. Upplag bókarinnar er lítið. Ljóða- vinir, biðjið þvi bóksala ykkar að láta ykkur fá hana meðan hún er fáanleg. eftir JÓHANN FRÍM ANN: Ak. Prentsm. Odds Björnssonar. 1934. Veiðarfœragerð Islands. ðtgerðarmenn og skipstjórar. Veiðarfæragerð íslands framleiðir fiskilínur af öll- um venjulegum teg. Að- eins fyrsta flokks ftalskur hampur er notaður. Vöru- gæði viðurkennd. Athug- ið, að þér sem kaupið veiðarfæri v o r, stuðlið að auknum viðskiftum við það land, sem kaupir mikinn hluta af fiskfram- Ieiðslu vor íslendinga. Umboð fyrir verksmiðjuna hefir: Heildverzlun Ásgeirs Sigurflssonar, Reykjavík. Útgefendur: Félagið íslenzka vikan á Norðurlandi.

x

Íslenzka vikan á Norðurlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzka vikan á Norðurlandi
https://timarit.is/publication/1469

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.