Íslenzka vikan á Norðurlandi - 27.04.1934, Blaðsíða 4

Íslenzka vikan á Norðurlandi - 27.04.1934, Blaðsíða 4
fSLENZKA VIKAN Á NORÐURLANDI 6. tbl. 4 i * setja upp: Miðstöðvartæki. Vaska, Vatns-salerni. Skólpleiðslur. Vatnsleiðslur. ATH. Áherzla lögð á smekklegan og vandaðan frágang. Tómas Björnsson, Akureyri. w œo<r^o<z>o<z>o * Ömr Reiðhjólaverkstæði Akureyrar. Skipagötu 3, Sími 280. Hefi til sölu og geri við: reiðhjól, grammofóna, saumavélar, mótor- hjól og allskonar smávélar. — Ennfremur varahluti því tilheyrandi. Konrdð S. Kristjánsson. o<cz>o< o 0 Veggfóður. Nýtt veggfóður kom með »Goðafossi«. — Veggfóðurslím ódýr- ast hjá B. J. Ólafssyni, málara. Framh. af 1. síðu. lenzku standi þeim erlendu fylli- lega jafnfætis bæði hvað verð, út- lit og gæði áhrærir og það sem bezt er, að stöðugt bætast nýjar og nýjar vörur í þann hóp sem þetta er hægt að fullyrða um. Ég get nefnt hér örfá dæmi þess, hve mjög vér höfum aukið framleiðslu vora í þeim vörum, sem vér höfum áður flutt inn til landsins að meira eða minna leyti. Það er ekki lengra síðan en ár- ið 1930 að vér fluttum inn nýjan, frosinn fisk fyrir kr. 62.000.00, frosið kjöt fyrir kr. 16.000.00, ýmsar pylsur fyrir rúml. kr. 81.000.00. Af öðrum sjávar- og landbúnaðarafurðum fluttum vér inn þetta sama ár t. d. mjólk og rjóma fyrir 370.000.00 kr., smjör fyrir um 30.000.00 kr., ost fyrir 120.000.00 kr., egg fyrir kr. 206.000.00, fisksnúða eða fiski- bollur, sem kallaðar eru, fyrir kr. 40.000.00, niðursoðið kjöt, kjöt- meti og lifrarkæfu fyrir 90.000.00 kr., eða samtals innflutt kjöt, egg, mjólk og fiskmeti fyrir rúmlega 1 milljón krónur. Sama ár voru einnig önnur matvæli, sem nú eru framleidd í landinu,, flutt inn til landsins, sem hér segir: Kringlur og tvíbökur, ýmiskonar kökur og kex, kartöflur, gulrófur, öl og gosdrykkir fyrir rúmlega 850 þúsund krónur. Voru þannig á ár- inu 1930 flutt inn til landsins af þessum matvælum fyrir tæpar 2 milljónir króna. Því miður liggja ekki fyrir skýrslur um innflutn- ing á þessum vörum árið 1933, en ég hygg að mér sé óhætt að full- yrða að innflutningur þessi hafi minnkað um % hluta eða minnst um hálfa aðra milljón. Hvað iðnaðarvörurnar áhrærir, aftur á móti, þá var flutt inn þetta sama ár: Ullarband fyrir 89 þús. kr. Ullarfatnaður fyrir 967 þús. kr., inniskór fyrir 100 þús. kr., penslar, burstar og sóp- ar fyrir 92 þús. kr. Stangasápa og blautasápa og kerti fyrir 220 þús. kr. Skósverta og leðuráburð- ur fyrir 20 þús. kr. Tilbúin hús- gögn fyrir um 200 þús. kr. Alls var þannig flutt inn í landið, 1930, af framantöldum iðnvörum fyrir um 2 millj. og 300 þús. kr. Af þessum vörum má einnig segja að nú sé mikill meirihluti búinn til hér á landi. Að vísu er ennþá flutt inn mikið af ullar- bandi og ullarfatnaði, en sem bet- ur fer, fer það einnig minnkandi og má gera ráð fyrir að sá inn- flutningur minnki að miklum mun á næsta ári, eftir að ullarverk- smiðja sú, sem vér höfum hér á Akureyri, er búin að koma upp sínum fullkomnu kamgarnsvélum, sem hún hefir nú nýlega fengið og nú er verið að setja niður eða undirbúa niðursetningu á. Þetta er því mjög gleðilegur vottur þess, að vér erum á réttri leið með framleiðslu á ýmsum vamingi hér heima fyrir og er þess að vænta að í þessu horfi verði haldið. Verkefnið er óþrjót- andi og það hefir þegar sýnt sig, að möguleikar eru fyrir hendi. Útgefendur: Félagið íslenzka vikan á Norðurlandi. Prentsm. Odds Björnssonar.

x

Íslenzka vikan á Norðurlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzka vikan á Norðurlandi
https://timarit.is/publication/1469

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.