Íslenzka vikan á Norðurlandi - 28.04.1934, Qupperneq 1

Íslenzka vikan á Norðurlandi - 28.04.1934, Qupperneq 1
ISLENZKAVIKAN á Norðurlandí 7. tölublað Akureyri, laugardaginn 28. apríl 1934. 3. árgangur Islendingar og bækurnar. Síðastliðið haust kom ég inn í bókabúð, og hlýddi þar af tilvilj- un á samtal bóksalans og ungrar stássmeyjar. Bóksalinn sýndi stúlkunni nýútkomna bók, ís- lenzka, og mælti með henni. Stúlkan svaraði: »Ég er aldeil- is steinhætt að lesa íslenzkar bæk- ur, þær eru svo vemmilega leið- inlegar. Látið þér mig fá ein- hverja danska eða þýzka bók. Þær eru ekki eins simplar«. Að vísu mun hér hafa verið um að ræða óvenjulega hreinræktaða tegund íslenzks »þjóðernissinna«, en þó mun þessa sama eða svip- aðs viðhorfs gæta miklu víðar en margan grunar. Ég hefi það fyrir satt, að eftirspurn eftir íslenzkum bókum fari stöðugt minnkandi, en áfergja manna í erlendar bæk- ur, og þá oft ómerkilega eldhús- reyfara, fari vaxandi að sama skapi. Tvennt mun valda hér mestu um: Fyrst óvenjulega kát- brosleg stertimennska og yfirlæti vissrar tegundar hinnar ungu kynslóðar, sökum þess hvað hún er yfirleitt fákunnandi í sínu eig- in máli og finnst því mikils um vert hrafl-kunnáttu sína í erlend- um tungum, og annað það, hve blaðakostur vor gerir nauðalitlar og oft ómerkar tilraunir til að ala upp í mönnum heilbrigðan og sæmilegan bókmenntasmekk og kynna mönnum nýjungar á bóka- markaðinum íslenzka. Nú ber fróðum mönnum saman um, að bókmenntir þjóðarinnar séu líftaug sú, er varðveitt hefir menningu vora, þjóðerni og sjálf- stæði fremur en nokkuð annað. Auk þess er það mála sannast, að skáldskapur vor er sú eina list- grein, er vér getum hrósað oss af að standa nokkurn veginn jafn- fætis því, er bezt gerist erlendis. Og sannleikurinn er sá, að aldrei fyrr mun hafa verið betur ort á Islandi, að ýmsu leyti, en einmitt nú. Safn skrautbundinna bóka þyk- ir jafnan ein hin bezta stofuprýði, en séu það mestmegnis erlendar bækur, valdar af handahófi og ó- samstætt, er það raunar harla verðlítið, hversu skrautlegt sem það kann að vera á að líta. Hins- vegar er gott, íslenzkt bókasafn, valið af smekkvísi og kunnáttu, eitt hið skýrasta merki um menn- ingu eigandans og ein hin bezta heimilisbót. Það er því hrapalleg- ur skortur á smekkvísi og menn- ingu að seilast til að gefa kunn- ingjum sínum erlendar bækur, sem tækifærisgjöf, aðeins sökum þess að þær eru erlendar, en aft- ur á móti getur naumast heppi- legri né skemmtilegri tækifæris- gjöf til vina sinna en íslenzka bók eftir góðan höfund. Ég veit þess þó mörg dæmi, að menn kjósa heldur að kaupa danska eða þýzka þýðingu á bók, en jafn vandaða og ódýra íslenzka þýð- ingu; svo langt geta menn geng- iö í þessum öfuguggahætti. Sú afsökun, að erlendar bækur séu yfir höfuð ódýrari en íslenzk- ar, er og hin mesta firra. Því að sannleikurinn er sá, að íslenzkar bækur eru yfir höfuð tiltölulega miklu ódýrari en gerist um frum- útgáfur hjá nágrannaþjóðum vor- um. Bækur Kristmanns Guð- mundssonar eru til dæmis dýrari Framh. á 4. síðu. Sjálfblekungar 14 karat, frá kr. 5,00 — 20.00. — RITSETT - í öskju á kr. 1200 eru ágæt tækilærisgiöl — og þá er — GÓÐ BÓK - það ekki síður. Úr öllu pessu o.m.fL er að velja I Bókaverzlun Gunnlaugs Tr. fónssonar. Holt er heima hvað. Islenzkar prjónavörur eru nú hvergi í stærra úrvali en hjá R Y E L, því þar eru til sokkar í öllum stærðum, nærföt barna, unglinga og herra, klukkur, peysur, hosur, úti- og inniföt í fleiri litum, og ekki má gleyma járnsterku sjómanna peysunum. — Pantanir af allskonar prjónavör- um verða afgreiddar með stuttum fyrirvara. BALDUIN RYEL. Bókaverzlun Porsteins M. Imrn, Akureyru er langstærsta bókaverzlun á Norðurlandi. Hún hefir jafnan fyrirliggjandi allar íslenzkar bækur, sem fáanlegar eru á bókamarkaðinum, Hún hefir einnig þýzkar, enskar og danskar bækur, og pantar fyrir menn útlendar bækur, blöð og tímarit frá hvaða landi sem er. Pappírsbækur, pappír og allskonar ritföng hvergi ódýrari né betri á öllu landinu. — Prentpappír og umbúðapappír eins ódýr og hjá heildsölum. — Bókbandsefni, amatör- efni, myndarammar, spil, skjalatöskur, [slGDZk leiklöng o.mfl. — Sendir vör- ur gegn póstkröfu út um allt land. Fljót afgreiðsla!

x

Íslenzka vikan á Norðurlandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzka vikan á Norðurlandi
https://timarit.is/publication/1469

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.