Hvöt - 01.02.1947, Blaðsíða 6

Hvöt - 01.02.1947, Blaðsíða 6
4 H V Ö T á þeira er svo sterk. Það er líka áreiðanlegt, að mörgum fallast hendur í átökunum við liðsmenn áfengisins, vegna þeirrar stefnu, sem hið opinbera hefur tekið í þessum málum, en hún er, eins og allir vita sú, að selja árlega eins mikið af áfengi og mögulegt er. Þessi stefna hefnr nú haft svo lamandi áhrif á siðferðisþrek margra manna ,að lítil von er til þess, að nokkur árangur náist af baráttu og starfi bindindismanna gegn útbreiðslu áfengisins, a. m. k. ekki út á við, ef hið opinbera, rík- ið, breytir ekki um stefnu í þeim málum, Hér að framan hefur nú verið drepið á, hvernig nokkur hluti skólaæskunnar hefur vanrækt fé- lags- og bindindissamtök skólanna. Að vísu standa nemendur víða og líklega víðast, einir upiji um þessi mál í skólum sínum, þar sem leið- andi menn þeirra láta sig þau engu skipta. Yegna þess eru vissulega svæfðir margir góðir starfskraftar, sem af ýmsum ástæðum geta ekki liafið sig upp í félagsstarfið af sjálfsdáðum. Við vitum það, að flestir kennarar bafa djúptæk áhrif á nemendur sína og sjáum því, hve mikils virði það er í baráttu okk- ar fyrir útrýmingti áfengisins úr skólunum, að kennarar séu liðs- menn okkar í þeim efnum, frekar en andstæðingar eða afskiptalausir um þau mál. En einmitt vegna þess, að við verðum að mestu leyti að treysta á eigin getu í þessum málum, má enginn skerast lir leik, eða láta leið- ast með straumnum, sem leitar nið- ur á við. Þótt margt rangt og óverðskuld- að hafi verið sagt um æskuna fyrr og nú, má ekki kæfa metnað benn- ar í síendurteknum afsökunum. Og þótt hér hafi aðallega verið rætt um mistök hennar í félags- og bind- indismálum, einkum i skólunum á síðari árum, þá er einnig rétt að viðurkenna og' benda á, að margt æskufólk er trútt þeirri stefnu í bindindismálum skólanna, sem mörkuð var af djörfum og fram- sæknum hugsjónamönnum fyrir um fimmtán árum. Það er rétt að við- urkenna það, sem vel er gert og horfir til heilla, og benda jafnframt á það, sem vanrækt er og miður fer. Það skapar heilbrigðan metn- að þeirra, sem hlut eiga að máli, og á það jafnt við um æskuna sem aðra. Eftir að hafa liugleitt þetla, vil ég beina eftirfarandi orðum til æskunnar í landinu: Við erum vaxtarbroddur ungs lýðveldis, sem verður falið forsjá okkar innan nokkurra ára. Fortíð- in hefur lagt oss skyldur á berðar við sjálf okkur og þetta unga lýð- veldi. Ef við viljum ekki lenda i skömm og vanvirðu, verðum við að inna þessar skyldur af hendi á þann hátt, að talizt geti samboðið sögu og menningu íslenzku þjóðar- innar. Margar meinsemdir grafa um sig meðal okkar og spilla menn- ingunni. Allar menningarþjóðir kappkosta að uppræta þessar mein- semdir og þoka menningu sinni á enn hærra stig. íslenzka þjóðin á þá sögu að baki, að hún ætti ekki

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.