Hvöt - 01.02.1947, Blaðsíða 7

Hvöt - 01.02.1947, Blaðsíða 7
Vilhjálmur Sif/urhjörnsson: Sterkt almenningsálit (Erindi flutt i útvarpið 1. febr. 1946. Vilhjálmur var þá nemandi i Kennara- skólánum, en er nú kennari við Héraðs- skólann að Eiðum, Fljótsdalshéraði). Góðir lilustendur, íslenzk æska! Sá góði og' sjálfagði siður hefur verið tekinn upp að helga 1. febrú- ar hindindisstarfseminni i skóluni landsins. Þann dag liefur Samhand Bindindisfélaga i skólum reynt að kynna starfsemi sína i sem flestum skólum og einnig' reynt að fá kenn- ara og skólastjóra til að vekja nem- endur sína til athugunar og um- liugsunar um bindindismál. Hér í Reykjavík liafa ræðumenn frá Sam- bandinu farið i dag' í flesta skóla, og Útvarpið hcfur af skilningi á gildi og' nauðsyn þessa félagsskap- ar gefið Sambandinu kost á að kynna áhugamál sín og' áform fyr- ir hlustendum. Á síðastliðnu ári hafa skipzt á skin og skúrir i lifi og högum is- lenzku þjóðarinnar. Styrjöklinni, sem krafizt Itafði stórra hlóðfórna af þjóðinni, lauk á árinu, og ís- lendingar geta nú aftur tekið upp að þurfa að vera eftirhátur ann- arra þjóða, ef við stöndum vörð um menningu okkar. Menntun er ekki sama og' menning. Við skulum þess vegna ekki trúa því alll of vel, að við séum vel á vegi stödd með að verða mesta menningarþjóð i lieimi. þó að út komi nú árlega fleiri hæk- ur og tímarit hér á landi en hjá nokkurri annarri þjóð, miðað við fólksfjölda. Við skulum heldur ekki trúa því, á meðan villimennskan er ræktuð með áfenginu jafnt hjá háskólastúdentum, embættismönn- um og' alþýðu manna. Ekki heldur á meðan upp er að koma „róna- hverfi“, þar sem þrifizt getur alls- konar hetlilýður, eins og nú er í höfuðstað landsins, skammt þar frá, sem helztu menningarstofnanir þjóðarinnar hafa aðsetur sitt. Nei, á meðan slíkar meinsemdir grafa um sig, eru einhversstaðar vanrækt verkefni. En við getum yfirstigið þessar meinsemdir, ef félagsþrosk- inn og samtakamáturinn hregðast ckki. Við íslendingar höfum náð lang- þráðu marki með lýðveldisstofnun- inni 1944. Eftir þrautir og þrotlausa baráttu beygðrar og fátækrar al- þýðu i margar aldir, er markinu náð, og við erum arftakar þessar- ar alþýðu. Og liún ann okkur þess, að njóta þess, sem áunnizt hefur, En ekki á þann hátt, að sóa þvi ásamt kröftum okkar sjálfra í taum- lausar nautnir og munað, lieldur til að göfga það og bæta, svo að það megi endast þjóðinni til vax- andi frama og farsældar. Hjalti Þórðarson.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.