Hvöt - 01.02.1947, Blaðsíða 8

Hvöt - 01.02.1947, Blaðsíða 8
6 H V ö T eðlileg verzlunar- og menningar- sambönd við útlönd, sem að miklu leyti höfðu rofnað á stríðsárunum. En mcð friðnum iiafa blóðpening- ar hinna erlendu, stríðandi þjóða liætt að renna til okkar og magn- aðir og víðtækir viðskiptaörðugleik- ar og verðbólga þrengja fastar og' fastar að okkur. Þrátt fyrir þetta hefir þjðóin haldið bjartsýni sinni og trúnni á framtíðina, sem eitt er sæmandi fyrir þjóð, sem nýbúin er að heimta frelsi sitt úr klóm erlends valds. En við megum samt ekki gleyma að meta allar aðstæður okkar rétt og skynsamlega; þá fyrst getum við vænzt þess, að okkur takist að aka beilum vagni frá þeim erfiðu tim- um, sem ætíð fylg'ja í kjölfar styrj- alda. Styrjaldir eru bölvun allrar menningar, ekki síður en fjármála og viðskipta og kannske höfum við hlotið meira tjón á þjóðarsál okk- ar veg'na þess umróts og snöggu breytinga á lifnaðarháttum og breyttra siðferðis-liugmynda, sem stafað liafa beint og' óbeint frá stvrj- öldinni, en nokkru öðru. Einn þátt þessara spillandi áhrifa vildi ég gera lítillega að umræðuefni bér í kvöld, en það er hin síaukna vínneyzla þjóðarinnar. A síðastliðnu ári hefur „Hið is- Ienzka lýðveldi“ selt þegnum sinum áfengi fyrir 40 milljónir og' 152 þús. krónur, og samsvarar það að verð- gildi 890 þús. flöskum af brenni- víni. Þrátt fyrir þessa gífurlegu sölu fer fjarri, að hinum sifellda og sí- aukna áfengisþorsta landsmanna liafi verið svalað. Það virðist augljóst, að svo stór- felld vínneyzla hafi markað sín spor á þjóðarlif íslendinga og' það virðist jafn augljóst, að þau spor séu litt til lieilla fyrir þjóðina. Ég ætla ekki að þylja upp neinar sögur, máli mínu til sönnunar. Hvert ykkar þekkir sjálft mýmörg dæmi. Ég vil aðeins nefna sem táknrænt dæmi um það hvert stefnir, að á síðast- liðnu ári var liinn mesti gestagang- ur í húsakynnum lögreglunnar af þeim, sem teknir voru úr umferð vegna ölvunar á ahnannafæri. Þangað lentu þeir 2763 sinnum, til lengri eða skemmri dvalar. Tala þessara afbrota virðist fara stig- hækkandi eftir því, sem á líður og nær hámarki í desember, 332 „til- felli“. Auk þessara beinu afbrota, kem- ur svo fjöldi annarra afbrota, svo sem innbrot, misþyrmingar og morð, sem að meira eða minna leyti er ávöxtur áfengisneyzlunnar. En auk þeirra sannana, sem hægt er að leggja fram í tölum og skýrsl- um, koma þau almennu sannindi, sem allir játa, livort sem þeir eru bindindismenn eða ekki, að áfengis- neyzla dregur úr andlegum og lík- amlegum þroska æskulýðsins, að á- fengisneyzla getur af sér allskonar sukk og ólifnað, að áfengisneyzla hefur stórlamandi áhrif á fjárhags- afkomu einstaklinganna og' þjóðar- innar í heild, og ef á allt er litið, að tóbaksnotkun hefur nákvæmlega sömu áhrif, aðeins í minni mæli. Allt þetta og margt fleira, sem ekki verður nefnt hér, er þess vald- andi, að okkur er brýn nauðsyn að

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.