Hvöt - 01.02.1947, Blaðsíða 9

Hvöt - 01.02.1947, Blaðsíða 9
H V Ö T 7 hefja harðvítuga baráttu gegn á- fengis- og tóbaksnautninni. Bezt væri auðvitað, að banna all- an innflutning á víni og' takmarka lil mikilla muna innflutning tóbaks og taka jafnframt upp þá reglu, að framfylgja stranglega þeim lögum, sem um þetta yrðu sett. Ég hygg, að á þessu stigi málsins, verði ekki auðið að fara þessa leið. I þess stað verðum við að liefja öfluga baráttu gegn áfengis- og tóbaksnautn og reyna á þann hátt að draga úr neyzlu þessara eiturlyfja. Til þess eru margar leiðir, og vildi ég' nefna nokkur atriði. Allt þarf að gera, sem auðið er, til að útbreiða og kynna bindindisstarfsemina meðal æskunnar. Hér eiga skólarn- ir mestan vandann að vinna og gætu verið öflugt vald íil áhrifa, ef bet- ur væri á málunum haldið frá þeirra hendi, en gert er. A bernskuskeiði eru menn næmastir fyrir áhrifum bæði góðum og illum. Það ætti því að vera auðveldara þá, en síðar, að innræta mönnuin réttan skilning á vin og t.óbaksneyzlu og vekja með mönnum heilbrigðan metnað og við- námsþrótt gegn þessum mann- skemmandi öflum. Það er raunaleg staðreynd, að margir skólar gera enga tilraun til að nota sér þessa möguleika, og sem eðlileg afleiðing þessa sofandaháttar kennara og skólastjóra, enda er ekki einhlítt, að þeir hafi sjálfir hreinan skjöld, — liefur sú vakningaralda, sem hófst í skólum landsins, mjög lækkað á síðustu árum, ef til vill líka vegna áhrifa, sem styrjöldin hefur skap- að. Get ég þar nefnt, að j hvorug- um rpenntaskólanum, né háskólan- um, eru nú starfandi bindindisfélög, þótt þeirra væri full þörf þar, ekki síður en í öðrum skólum. Gamall málsháttur segir: „Eftir höfðinu dansa limirnir.“ Þó að ég vilji ekki leggja þann skilning í þennan gamla málshátt, að embætt- ismenn og menntamenn séu höfuð þjóðarinnar og' alþýðan dansi eftir þeirra fyrirmynd, þá er það víst, að þeir geta haft mikil áhrif á hegð- un fjöldans. Ég verð að segja, þótt það láti kanske ekki sem bezt í eyrum, að því fer fjarri, að þeir gefi svo gott fordæmi, sem æskilegt væri. Sterkt almenningsálit er það eina afl, sem ráðið getur bót á þvi ó- fremdarástandi, sem nú ríkir hér í þessum málum. Sérhver maður og kona, sem vill sjálfum sér, náunga sínum og þjóð sinni vel, verður að ganga i þá fylkingu, sem berst fyr- ir þeirri hugsjón, að losa þjóðina við bölvun áfengisins. Sú barátta er ekki sprottin af liatri eða drottn- unargirni, heldur af meðaumkvun með þeim, sem áfengið þrælkar og þjáir. Hver getur horft á stóran og sivaxandi lióp ungra og efnilegra manna og kvenna verða að andleg- um fáráðlingum, vegna drykkju- skapar, þjóð sinni til byrðar og sjálf- um sér til smánar, án þess að lireyfa hönd eða fót því til hindruriar. Það má teljast eðlilegt, að ofdrykkju- mennirnir vinni gegn bindindis- starfseminni og takmörkun á inn- flutningi áfengra drykkja. Þeir eru sjúkir á sál og líkama og halda, að þeir geti ekki án þess verið. Þessa

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.