Hvöt - 01.02.1947, Blaðsíða 13

Hvöt - 01.02.1947, Blaðsíða 13
H V Ö T 11 vfir garðinn. En meðan þessu fór frani, hafði Frissi orðið var við, að eitthvað var ekki í lagi og birtist nú þarna allt í einu. „Hvaða frekja cr nú þetta?“ öskrar Frissi og' veð- ur að bílstjóranum með reiddan hnefa. „Láttu drenginn vera.“ Frissi slær hílstjórann rokna hög'g, sem lendir á augað, og ætlar að láta annað fylgja, en hilstjórinn er snar í snúningum. Hann vindur sér und- an og slær á móti og lemur Frissa feikna högg' fyrir bringspalirnar. Er nú ekki að orðlengja það, að þarna tekst voða bardagi með þeim. í fyrstu veitir bílstjóranum betur, en Frissi er æfður áflogahundur. Hann ber sem óðast og liggur nú ofan á bílstjóranum og þjarmar að lionum, sem bezt bann getur. En allt í einu birtist annar bíll. Dreng'- urinn, sem hafði horft á bardagann með spenningi, blöndnum flökur- leika, kallar upp: „Frissi, Frissi, lögreglan!“ En Frissi lieyrir ekki neitt. Hann hefur nóg að gera. Tveir lögreglumenn hlaupa út úr bílnum, áður en hann er fyllilega stanzaður, og hlaupa að Frissa, sem er að staulast á fætur, — en of seint. Loksins er hann undir lagahöndum. Skúli liafði hlaupið af stað, en sá, sem ók bílnum, sá hann, og' þá þvddi nú ekki að ætla sér að sleppa, eft- ir það. Þeir voru nú báðir fluttir á lögreglustöðina. En við athugun kom í ljós, að Frissi hafði ekki verið iðjulaus þennan hálftíma. Hann hafði brotizt inn í verzlun eina og' komizt inn i peningaskáp, sem átti að tæmast daginn eftir. Mörg þúsund krónur voru á rúi og stúi í kringum skápinn, en i veski Frissa voru 5 þúsund krónur. Skúli slapp með áminningu og nafn sitt í stóru bókinni. Nokkrar vikur á eftir hegðaði Skúli sér vel. Hann liafði alltaf grát mömmu sinnar i eyrum, þegar hún frétti um atvikið um nóttina. En svo sigraði áfengið þetta barn aftur, 11 ára dreng. — Ja, getið þið nokkuð ímyndað ykkur framliald- ið? Jú, ég veit hvar hann er. Hann situr nú í fangelsi,, ákærður fyrir morð. Konan hans með börnin þeirra þrjú vinnur fyrir þeim. Ár- angurslaust hafði hún reynt að heina honum inn á betri brautir. Og hún segir oft: „Þúsund sinnum vildi ég heldur, að inndælu börnin mín, einu Ijósgeislarnir mínir, dæðu fyrir aug- um mínum, en að þau yrðu Bakkusi að bráð.“ En hún andvarpar í laumi og vonar, að hægt verði að bjarga manninum sínum. —Ein af þúsund. Handknattleiksmót S. 3. S. Um nokkurra ára skeið hefur S.B.S. gengizt fyrir handknattleiks- móti innan framhaldsskóla hér í Reykjavík. Að vísu er ekki svo að skilja, að aðeins framhaldsskólum í Rvík sé veittur réttur til þátttöku i þessum mótum, heldur liafa allir skólar innan S.B.S. þátttökuheim- ild. En því miður hafa skólar utan Reykjavíkur — og einnig skólar inna bæjar ekki getað tekið þátt í þessurn mótum af ýmsum ástæðum. En vonandi á eftir að rætast úr

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.