Hvöt - 01.02.1947, Blaðsíða 18

Hvöt - 01.02.1947, Blaðsíða 18
16 H V ö T sólríku byggða hafa því varið millj- ónum dollara til mikils áveitukerf- is. Vatnið er leitt langar leiðir eft- ir hæðum og hjöllum og þvi svo veitt á heppilegan hátt niður lilíð- ar og láglendi, um akra manna og aldingarða. Þar er vel lialdið á orku, sem getur verið jafnt eyðileggjandi sem bætandi. Sé streymandi vatn látið sjálfrátt, velur það sér æfin- lega lægstu leiðirnar, og getur þá í vöxtum orðið eyðileggjandi, skemmt engjar manna og brotið tún, borið sand og möl á slægjuland og valdið margvíslegum skemmd- um. En með því að temja þessa vatnsorku og leiða liana eftir heppi- legum farvegum, verður hún ekki aðeins skaðlaus, heldur og mjög gagnleg, nothæf til ræktunar, til iðn- aðar, ljósa og hita, —- yfirleitt til margvíslegrar hlessunar. Þannig er það og með hina geysi- miklu lífsorku, sem æskulýður allra landa ræður yfir. Sé hún ekki tam- in og leidd liinar heppilegustu leið- ir, leitar liún oft hinna lægstu og verður oft ckki aðeins gagnslaus, heldur og eyðilegjgandi. Æskulýð- ur, sem ekki nýtur heppilegrar for- ustu, ekki fær heppilega leiðbein- ingu og ekki slær inn á leiðir fag- urra liugsjóna, sannrar menningar og heilhrigðs athafnalífs, getur orð- ið vandræðalýður, og jafnvel glæpa- lýður, og liefur slíkt komið fvrir raunalega oft. En heppilega og vel upp alinn og skemmtilega mennt- aður, verður æskulýðurinn hinn blessunarrikasti orkugjafi í þjóðlíf- inu, sem tryggir þvi blómlega nægta- og framfaraöld. Ekkert er ánægjulegra, en að sjá taumlausan og trylltan kraft lúta þeim lögmálum, sem hemja, temja hann og hagnýta; að sjá hann leidd- an í þá farvegi, sem leiða til hinn- ar farsælustu hagnýtingar og gefa ávöxt hundraðfaldan. Lífsorku æskumanna á ekki að kúga, og hún verður ekki kúguð. en henni ber að stefna til hinna göfugustu og hæstu markmiða. Ung- ur maður hefur miklu meiri ánægju og nautn af þvi, að heita lífsorku sinni til nytsemdar þjóðfélagi, en skaða, ef hann aðeins ratar á hina réttu leið. En verði engin sterk og leiðbeinandi hönd til þess að vísa til vegar og styðja hinn óreynda æskumann fyrstu sporin upp á við, getur auðveldlega farið svo, að liann velji undanhaldið og að straumur lífsorku lians velti áfram hinar lægstu leiðir, aðeins til só- unar og eyðileggingar. ■— Uppeldis- málin, leiðheingarsVarf þjóðanna, er því hin æðsta köllun þeirra og á því veltur öll þeirra gæfa, livort stefnt er upp á við, veg lífs og far- sældar, eða niður á við, helstefnu- braut. íslenzka skólaæska! Vígið líf vkk- ar gáfur og krafta hinum jákvæðu öflum tilverunnar, fvllið hug ykkar og sálir fögruin, göfgandi hugsjón- um, leggið stund á fagrar listir, göfgandi bókmenntir, nytsemdar- störf í mannfélaginu, auðgið sálir ykkar þeirri fvllingu góðleika, feg- urðar og manndóms, sem gefur öll- um illum árum myrkravalda og meinsemda ekkert rúm. Pétur Sigurðsson.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.