Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 3

Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 3
#• 1. tbl. — Rvk. 1. febr. 1948 — XVI. árg. OTGEFANDI: SAMBAND BINDINDISFÉLAGA I SKÖLUM ÁVARP. íslenzka skólaæska! í dag stöndum við andspænis margs konar þjóðfélagslegum vandamálum. Það fer ekki hjá því, að við þurf- um að taka afstöðu til þessara vandamála fyrr eða síðar, við get- um ekki horft aðgerðarlaus, á þær meinsemdir, sem í æ ríkara mæo eitra þjóðlíf vort. Það er ekki nóg að vilja vel og viðurkenna skaðsemi hinna illu afla, það þarf að brýna viljann og hefja markvissar og þróttmiklar athafnir gegn livers konar spillingu og siðleysi innan þjóðfélagsins. Fvrir okkur liggur að taka, beint eða óbeint, þátt i hinum ýmsu mik- ilvægu störfum í þjóðfélaginu, og það er þvi mikilvægt, að við séum áður búin að öðlast þá þjálfun og þann þroska, sem nauðsynlegur er til þess að okkur geti vegnað vel og störf okkar geti orðið giftudrjúg fyrir þjóðina. Framtíð þjóðarinnar hýr í æsku þessa lands, í okkur sjálfum. Ef við erum drengileg, hraustbyggð og sterk, i orðsins fyllstu merkingu, þá mun þjóð vorri vegna vel. , Ingólfur A. Þorkelsson forseti S. B. S. Hefjumst því handa nú þegar, verkefnin eru næg, margvísleg vandamál bíða úrlausnar. Fyrsta verkefni. vort verður að skera upp herör gegn áfengisbölinu, því að það er meinsemd meinsemdanna, það er sá Níðhöggur, sem ákafast nagar rætur þjóðfélagsins, og það er sá skuggi, sem þyngst hvílir á menningu vorri. Ég tel ekki þörf á því að birta tölur eða lýsa ýtarlega afleiðingum áfengisneyzlúnnar, við þurfum ekki annað en að hafa augu og eýru op- in, engum, sem sjáandi sér og heyr-

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.