Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 8

Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 8
6 H V ö T til þess að ungir menn leggjast i ofdrykkju. Æði oft eru það ekki ástavonbrigðin sjálf, sem eru orsök þess, að maðurinn fer i hundana, heldur eru þau tilefni til réttlæting- ar fyrir drykkjuskapnum. Almenn- ingsálitið er einu sinni miskunn- samt við þá, er fyrir slíkum von- brigðum verða. Og margur maður hefur fundið sárt til skaða síns, þótt minni væri, en að missa ástir ungr- ar og góðrar stúlku, sem hefur veitt fyrirheit um glæsilega framtíð og ævilanga hamingju. í slíkum tilfell- um er sjálfsagt bezt að leita sér nýs félagsskapar og nýs umhverfis, lcsa góðar bækur, leita 'til írúarinn- ar og síðast, en ekki sízt, sökkva sér niður í slarfið. Umfram allt ekki að flýja að stúti vínflöskunnar. Iðjuleysi veldur mönnum einskis nýtra hugaróra, gerir þá eirðarlausa, öfundsjúka og hatursfulla. Starfið losar menn frá örvilnuninni, fargi sinna eigin hugsana, beinir hugan- um að nýjum og gagnleum verk- efnum og frelsar hinn ógæfusama frá sjálfum sér. Því hefur með réttu verið haldið fram að heppilegastur lwerjum manni væri sá þroski, sem kemur innan frá, sá þroski sem er sam- gróinn eðli hans og er vaxinn upp af þeim fræjum kærleika, skilnings og siðgæðis, sem heimili og skólar eiga að sá i huga og hjörtu ungling- anna. A þessum grundvelli liafa svo sniðugir andbannmenn komið með þá athugasemd, að ekki sé heppileg leið að þrífa ofdrykkju- manninn burt frá flöskunni, eða flöskuna burt frá honum. með öðr- um orðum, það eigi ekki að koma bann nú. En þetta er hugsunarvilla. Gamalt máltæki segir: Það er of seint að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan í hann. Það á við hér. Þess vegna þarf að útrýma víninu, svo engum stafi hætta af því. Það er hlutverk hinnar islenzku skólaæsku nútímans að halda uppi sjálfstæði og menningu landsins i framtíðinni. Við eigum meira að segja að gerast föðurbetrungar og lyfta menningunni á enn hærra stig, en hún stendur nú á. Til þess verð- um við að horfa óhrædd í augu við raunverulegar staðreyndir og kapp- kosta, að ryðja þeim meinsemdum þjóðfélagsins burtu, sem hindra sókn okkar á þeirri braut. Ein al- varlegasta meinsemdin er neyzla á- fengis og tóbaks. Hún er augljós hverjum manni, sent gengur um miðhluta Reykjavikur að kvöldi til, næstu götiir við elztu og virðuleg- ustu stjórnar- og menningarstofn- anir landsins. Þar er rnaður allaf að mæta fleiri og færri drukknum mönnurn. Og gægist maður inn í samkvæmin hjá sumum mennta- mönnunum, embættismönnunum og öðrum borgurum þessa bæjar, er svo virðulegir sýnast að ytra útliti, blasir viða sama sjónin við. Meðan 4. hver króna af tekjum ríkissjóðs kemur inn fvrir áfengi, er veila í þjóðarsálinni, jafnvel þótt hér komi út fleiri bækur og tímarit en í nokk- uru öðru Iandi, þegar miðað er við fólksfjölda. Saga mannkynsins hefur verið þrautaganga um þúsundir ára, þró- un frá dýri til vitsmunaveru. Bar-

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.