Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 12

Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 12
iö H V Ö T SKEMMTANIR Allt frá fyrstu tímum austur- lenzkrar menningar til vorra tíma, virðist áfengið liafa haft siðgæðis- los og þjóðarböl i för með sér, hvar sem það hefur skilið eftir spor : skemmtanalífinu. — Það voru Ijótu vandræðin, að hugmyndin um víri- guðinn Baccus þurfti að slæðast inn í heiminn; þá hefði áfengisbölið,, er grúfið befur eins og mara yfir þjóð- unum, ekki verið til. Margir lialda að þeir drekki sorg- um sínum og lífsáhyggjum með því að drekka áfengi, unz gleymzkan fellur yfir þá, en þeiri blekkja sjálfa sig, því að þeir sækja ekki í sig kjark og manndóm, heldur reyna að flýja frá lífinu, skvldum þess og kvöðum og verða svo að fótakefli frumstæðustu og lægstu hvata, sem hvíla leynt í undirvitundinni. Hér ó landi hafa dansskemmtauir farið mjög í vöxt, einkum liin síð- ustu ár, en þær liafa tekið litaskipt- um. Hin eðlilegu blæbrigði, sem fylgja hollu og uppbyggilegu skemmtanalífi mega að lieita má gersamlega horfin, en hinn andlegi „Svarti dauði“ hefur unnið nýtt land meðal okkar. — Nú þykir enginn maður lengur fínn, nema hann sé undir áhrifum áfengis i sam- kvæmum, meira að segja fjölmarg- ar ungár stúlkur sækjast eftir að dansa við þá, sem verst láta, en for- smá hina stilltu og siðprúðu, — svo langt getur siðgæðisrof tuttugustu- aldar meyjarinnar hér á landi geng ið. □ G AFENGI. Þó var hér gerð tijraun nokk- urum námsmeyjum í Kvennaskóla Reykjavíkur, að stemma stigu fyrir áfengið, með því að dansa ekki við þá, sem slæddust drukknir inn á skemmtanir, en efndirnar hrustu lijá sumnm, og hringurinn var of þröngur til þess að hagkvæmur árangur gæti náðst. Þessa aðferð, að dansa ekki við drukkna menn, þyrftu stúlkur í öll- um skólum að taka upp. Konan hef- ur stært sig af því að hafa fínni og viðkvæmari tilfinningar en karl- maðuririn, liví skyldi hún þá ekki vinna að siðbætandid áhrifum i þjóðlífinu og skapa sér verðandi heimilisheill og heiður. — Elskhugi hennar eða eiginmaður ætti með engu móti að vera henni ókærari, þótt hann liafi mannsmót á sér, í staðinn fyrir að vera fyrir neðan all- ar dýrslíkingar. Yfirleitt er Iiér á landi mikil skemmtanafíkn, þó einkum i kaup- stöðum. — Það er að vísu gott og heilbrigt að skemmta sér við og við, en það er of langt gengið, þegar unglingar verja öllum sínum tóm- stundum í dansleiki og svalla næt- urlangt bæði á kaffihúsum og á göt- unni og vanrækja svo skyldustörf sín eða koma til vinnu vanmegnug- ir, til þess að sinna þeim. Fræðandi og uppbyggilegir fundir eru illa sóttir og flest menningargildi að tón- listinni undanskilinni. Menn leitast lítt við að þroska sig andlega, og hugmvndin um líðandi

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.