Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 18

Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 18
Í6 H V Ö T sameiginlegan uppruna. Ég hygg, að orsakanna sé einkum að leita i hinu ytra, uinhverfi mannsins. Tvennt má til nefna sem dæmi: 1. Margir ungir menn hafa feimni að skálkaskjóli til að afsaka vín- notkun sína. Það skiptir ekki máli, hvort um raunveruleg'a feimni er að ræða eða tylliástæðu, liana verður að uppræta. Feimni og stirðbusahátt verður að fyrirbyggja með réttu uppeldi. 2. Áfengisnotkun er sjálfsagt ekki ævinlega orsök, heldur stundum afleiðing' eyðilagðra heimila og erf- iðrar lífsafkomu. Tilgangurinn þarf alls ekki að vera sjálfseyðilegging, lieldur að losna við áhyggjurnar um stund, líkt og maður fengi sér blund. Fyrir þvi hljóta bindindismenn að láta sig miklu skipta almenn þjóð- félagsmál og öll skilyrði til heil- brigðrar lífsnautnar. Annars er bindindissemi þeiiTa ekki sprottin af dyggð. Þetta mættu bindindis- menn festa sér vel í minni. Það er ekki liægt að einskorða sig við það að útiloka áfengið með einhverjum hætti. Einhliða i-áðstafanir eins og allsherjar liann á sölu áfengis eru ekki lækning, enda þótt tvímæla- lausl yrði til mikilla bóta. Sjúk- dómurinn, sem lýsir sér i þvi, að menn drekka, liyrfi ekki. Hann brysti einungis skilyrði til að koma í Ijós á sama hátt og áður, og vrði raunar miklu vægari og' liáska- minni. En það er ekki hugsjón okk- ar, að útrýma áfenginu með illu eða góðu og halda síðan að okkur höndum. Við verðum einnig nð eyða „þörfinni“ fyrir það. Þá fyrst er meinið grætt. Hér sem endranær er það tvi- mælalaust uppeldið, sem mestu máli skiptir. Enda mun ekki ofsagt, að það sé mikilvægasta málefni allra tima. Það verður þó ekki iuett hér. — En uppeldið er ekki emhlýtt. Unga fólkið verður að eiga kost heilbrigðs félagslífs og skemmtana, og það verður að hafa aðstöðu til að beina orku sinni réttar brautir og glíma við1 lioll viðfangsefni. Og auðvitað gildir þetta ekki aðeins um æskumenn, heldur livaða ald- ursskeið sem vera skal. Yið verð- um að lijálpa hvert öðru til að sigrast á örðugleikunum, minnug þess, að „margar hendur vinna létl verk.“ Þjóðfélagið verður að þekkja sitt hlutverk. Hvað gerir þú? Hugsaðu út i, að livert staup, sem þú drekkur, verð- ur steinn i götu okkar á leiðinni til liamingjunnar. Ef til vill aðeins smávala, en viltu ekki heldur ryðja af veginum smávölu, þótt ekki sé meira? — Við skulum ekki gera hróp að þeim, sein beðið hafa ósig- ur, hvort sem þeir liafa fallið fyrir livíta dauðanum, Bakkusi eða ein- hverjum öðrum óvini. En við skul- um kynna okkur orsakirnar til ósig- urs þeirra og læra á því. Og við skulum taka höndum saman til að skapa „gróandi þjóðlíf með þverr- andi tár, sem þroskast á guðsríkis braut.“ — „Sé takmark þitt hátt, þá er alltaf örðug för.“ Auðvitað viljum við komast upp á efsta tindinn. En við vitum ekki, live langt er að því

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.