Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 21

Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 21
H V Ö T 19 voru farin að gráta. Nú var ekki ganian hér lengur. Grátur barna, sem kölluðu á mæður sínar, köll og stunur dauðadrukkinna manna, jarmur hungraðra ánna og nátt- myrkrið, sem færðist yfir, gerði þennan stað Hkan ömurlegasta víti. Við tvær smátelpur leiddumst spölkorn hurt frá réttinni. í litlum hvammi skammt frá, sáum við þá, þá sjón, sem lengi mun verða okk- ur minnisstæð. í hvamminum livíldi maður, hann lá á bakinu, hafði aðra hönd undir hnakkanum, en i hinni, sem liann hafði teygt beint út, hélt hann á brennivíns- flösku. Þegar við komum nær þekkt- um við hann. I’að var piltur, sem hafði fermzt um vorið. Hann hafði verið duglegastur i skólanum, stærstur og sterkastur allra drengj- anna, auk þess hafði hann alltaf vcrið tilbúinn að taka svari okkar, sem vorum yngri. í augum okkar hafði hann því alltaf veríð sann- kölluð hetja. — Nú trúðum við því tæplega okkar eigin augum, og störðum þegjandi og sorgbitnar hvor á aðra. Þá leit pilturinn við, sá okkur og reyndi að risa á fætur, en ]>egar það tókst ekki, rétti liann flöskuna, sem var tóm í áttina til okkar og muldraði eitthvað, sem við skildum ekki. Þegar við tókum ekki við flöskunni, bölvaði liann hræði- lega og fleygði henni frá sér. Hátt brothljóð kvað við, flaskan hafði lent á steini og farið i þúsund mola. Ég hrökk við, þegar iskraði i liemlum strætisvagnsins. Þegar hann rann af stað aftur varð mér litið snöggvast út um gluggann. Sá ég þá Handknattleiksmót S.B.S. 1947. Hið árlega haudknattleiksmót S. B. S. fór fram í lnisinu að Háloga- landi, dagana 12.—14. marz síðastl. Nokkur undanfarin ár hefur þetta mót verið fastur liður í starísemi sambandsins og í daglegu tali geng- ið undir nafninu „Skólahandknatt- leiksmótið“. Þetta nafn er þó ekki að öllu leyti rétt, því að þátttaka í mótinu er aðeins heimil þeim skól- um, sem eru meðlimir S. B. S. Að þessu sinni voru færri skólar, sem sendu keppendur en oft áður, m. a. af þeim orsökum að ýmsir stærslu og fjölmennustu skólarnir hér í Reykjavík voru ekki í sam- bandinu, þótt flestir þeii'ra hafi nú, þegar þetta er skrifað, gengið i það. Alls tóku 7 skólar þátt ,í mótinu og sendu samtals 14 flokka til keppni. — Þessir skólár voru: Verzlunarskólinu í Reykjavik 4 fl. Gagnfræðsk. Reykv. í Rvík 3 Kvennaskólinn í Reykjavík 1 Samvinnuskólinn í Reykjavík 1 Kennaraskólinn í Reykjavík 1 Flensborgarskólinn í Hafnarf. 3 Gagnfræðaskólinn á Akranesi 1 Keppnin fór fram að deginum og hófst alla dagana kl. 3 e. h. og stóð til kl. 0 e.h. glampa á eitthvað á götunni i sól- skininu. Það voru flöskubrot. Lilja Sigurðar, Kennaraskólanum.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.