Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 24

Hvöt - 01.02.1948, Blaðsíða 24
22 H V Ö T Frá drykkjumannahæhim Norðurlanda. Drykkjumannahæli nefnd Afvæn- ningshjem, áður Redningshjem. Fyrsta liælið reisti Styhr stór- kaupmaður undir lok 19. aldar, svo komu kristileg félög, t. d. Metódistar, og bindindisfélög, t. d. „Danmarks Afholdsforening“, „Det Blaa Kors“, og „Samfundet til Ædruelighedens Fremrne", hvert með sitt hæli. Urðu öll að styðjast við gjafir, — og nokk- uð við búskap. Enginn ríkisstyrkur fram að 1913, þöx-fin hrýn. Árin 1881—1890 drukku Danir til jafnaðar sem svax-ar 10,18 1. af hreinu áfengi fyrir hvert manns- Ixax-n. Árin 1914 voru hælin 9, studd af 6 félögum. Á ófriðarárunuum 1914 —18 urðu tímamót í di'ykkjuskap Dana. Árin 1917—18 var bannað að brugga öl sterkara en með 3% á- fengis, — hækkaður tollur á brenni- víni stórum, og fullt áfengisbann um stuttan tíma. Afleiðingar komu fljótt í ljós: Árið 1916 sögðu opinberar skýi'sl- ur, að ölæði (delerium tremens) hefði komið fyrir 310 sinnum í Kaupmannahöfn, árið 1918 82 sinn- um og 1918 aðeins 9 sinnum. Ölæði hefur ekki vaxið aftur til muna. Danir þakka það brennivins- tollinum. Aðsókn að drykkjumannahælum minnkaði mjög þessi ár. Sum hættu alveg, af því að enginn konx. Árið 1919 átti Blái Krossinn, kristilegt hindindisfélag, 2 hæli, er tóku uni 60 „sjúklinga“. En cin- ir 14 vox'u þar þá. Eftir ófriðinn minnkaði aðhaldið frá löggjöfinni, og 1923 var bann gegn áfengu öli fellt úr gildi. Aðsókn að hælunum óx jafnskjótt. 1925: Hæli Bláa Krossins höfðu 59 vislmenn (en 14 árið 1919). 1940: um 90, en öll dönsku hælin 180—200 vistmenn. I síðasta ófriði þvarr aðsóknin. í júlí 1944 alls 100 vistmenn, en hefur vaxið nokkuð síðan. Eftir 1913 tók ríkið að styðja hæl- in, og sömuleiðis tóku framfæi'slu- umbæmi að veita vistmönnum nokk- urn fátækrastyrk. Löggjöfina um' umsjón nxeð drykkjumönnum (Alkoholistfoi'sor- gen) telja danskir bindindisvinir all ófullkomna. í félagsmálalöggjöfinni (Sosialre- foi’men) frá 1933 eru 3 gi'einar um þessa umsjón. Um þá sem ætla þangað af fúsum vilja segir: Komi maður með lækn- isvottorð um að liann þurfi að fara á drykkjumannahæli og skuldbindi sig ski'iflega til að dvelja þar árlangt, þá má framfærslunefnd greiða með- gjöf með honum, ef hann þarf. — Fari hann leyfislaust af hælinu áð- ur en ár er liðið, missir hann kosn- ingarrétt og kjörgengi í 2 ár, annars aðeins árið sem hann er þar. Um þá, sem látnir eru nauðugir á drykkjumannahæli, konur sem kax'la, segir í.fám orðum: Fvrst kæra

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.