Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 12

Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 12
10 H V ö T maður segi: „Sjáandi sjá þeir ekki“. Það er mikið talað um að skapa þurfi heilbrigt almenningsálit, það tjái ekkert að tala um bann, fyrr en búið sé að skapa það. Það er mikið hæft í þessu, ef til vill gagnar ekk- ert að setja löggjöf, sem er í and- stöðu við siðferðisþroska þegnanna. En, hvers vegna liefur ekki tekizt að vekja menn almennt til meðvit- undar um skaðsemi hins „svarta dauða“? Það er einkum tvennt: í fyrsta Iagi andstaða víndýrkendanna gegn okkur bindindismönnum, sem vilj- um skipulagða fræðslu um skað- semi áfengisins, í öðru lagi hið mikla tómlæti, sem allt of margir sýna þessum málum. Ég ætla lítillega að víkja að þessu tvennu. Þeir, sem hafa ráðizt ákafast gegn okkur bindindismönnum, eru hinir svokölluðu hófdrykkjumenn. Þeir kalla okkur ofstækismenn og segja, að hinn miskunarlausi og oft mjög svo ýkti málflutningur okkar hafi ilJt í för með scr. Sumir þeirra lialda því meira að segja fram, að við dæmum drykkjumennina óalandi og óferjandi úrbrök þjóðfélagsins, sem ekkert sé annað við að gera, en að láta drukkna i eigin spillingu. Allar þessar ásakanir eru út í bláinn og liafa ckki við rök að stvðj- ast. Hina ákveðnu afstöðu allra sannra bindindismanna nefna þeir ofstæki. Þeir nefna það ofstæki, ef einhver liefur einurð i sér, til að fletta hiklaust ofan af ýmsum lmeykslum, sem orsakast af áfengis- neyzlu. Þeir kalla það ofstséki að aðhyllast bann á áfengi. Það sé gjör- samlega þýðingarlaust að beita vald- boði, vegna þess að drykkjufýsnin sé svo rótgróin bjá mönnum. Það eina, sem bægt sé að gera, sé að kenna mönnum að drekka, skapa liina svonefndu „drykkjumenn- ingu“, temja drykkjufýsnina. Þctta tal þeirra um fýsn er ekk- ert annað en vitleysa frá upphafi lil enda, drykkjufýsn er ekki eðlislæg hjá manninum, hún er áunnin. Ekkert mannsbarn er fætt með þessari fýsn. Hún kviknar fvrst eftir að menn liafa neytt áfengis. Haldið þið blustendur góðir, að nokkurn mann þyrsti í áfengi, sem ahlrei befur bragðað það? Það er vitað að drykkjufýsn er afleiðing af nautn áfengis, en ekki öfugt. Hvað ’eiðvíkur talinu um „drykkjumenn- ingu“, þá er því til að svara, að ekk- ert er til, sem nefna raætti því nafni, ómenningin, sem áfengisnautnin skapar, er vitanlega á mismunandi háu stigi, en að nefna menningu i sambandi við áfengi, er álika og að segja, að hvítt sé svart. Við Islendingar liöfum verið að læra að drekka i bundruð ára, livað hahlið þið, lilustendur góðir, að þessi lærdómur hafi kostað okkur? Virðist ykkur, að ástandið í áfengis- málum þjóðaririnar i dag bendi lil þess, að við ættum að reyna i 100 ár enn? Ég læt ykkur um að svara. Eitl er víst, og það er það, að á meðan áfengi er til, er til áfengis- böl, reynslan sýnir það ótvírætt. Sú ásökun, að við bindindismenn

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.