Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 20

Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 20
18 H V Ö T öruggrar aðstoðar að vænta í þeirri viðleitni, seni hver skóli hlýtnr að sýna í því að liafa mannbætandi áhrif á æskulýðinn. Skemmtanalífið er mikilvægur þáttur i hverjum skóla eins og hjá öðru fólki yfirleitt. Ég þykist mega fullyrða, að skemmtisamkomur skólanna séu yfirleitt til fyrir- myndar, og keppikefli þeirra allra ætti að vera að gera þær það und- antekningarlaust. Áreiðanlega eiga bindindísfélögin sinn þátt í því, sem áunnizt liefur. En lcngra má kom- ast en komið er. Takmarkið er fram undan, ]>að takmark, að æskulýður sá, er skólana sækir, kunni að sjá sinn eigin sóma í því að verða skóla sínum til sóma í einu og öllu. Þá mun skólinn verða öðrum til eftir- hreytni og fyrirmyndar. Pálmi Hannesson, rektor: Mér er ljúft og skylt að lýsa yfir þvi, að ég tel bindindisfélag skóláns ha-fa unnið golt og gagnlegt starf. og mætti raunar margt um það ræða. Þegar það var stofnað, þótti eklci líklcgt, að það yrði langætt. And- staðan var þung og seig. Hún var fremur fólgin í hefðbundinni tregðu en berum fjandskap, þó að hann væri einnig til. En forgöngumenn félagsins létu það ekki á sig ganga. Þeir skildu, að Bakkus er valtastur vina, ckki sízt ungra manna, er hátt hvggja, og þeir vildu bægja honum hurt úr samfélagi sinu, skólalífinu. Hitt var þeim einníg ljóst, að viðar þurfti bindindi að boða en hér í skóla, enda væri félagi þeirra nokk- ur hætta búin, ef það stæði eitt sér sem þöll á þorpi. Þess vegna leit- uðu þeir samstarfs við unga hind- indismenn i öðrum skólum og komu þvi til leiðar, að þar voru stofnuð bindindisfélög, en síðar Samhand bindindisfélaga i skólum. Þannig unnu þeir bug á þcirri andúð og andstöðu, sem mælti þeim i fyrstu. Svo leið og' heið, unz ófriðurinn reið yfir, landið var hernumið og syndaflóð auðs og óhófs gekk hér yfir öll fjöll. Þá dvinaði máttur fé- lags vors, enda skorti nú hvort tveggja, hinn lífgefandi umbótavilja forvígismannanna og þá andstöðu, sem stælir hann. Loks lagðist það til hvíldar um tveggja ára skeið. En á síðastliðnu hausti var það vakið til starfa á ný. Ég treysti þvi, að skólinn eigi enn innan vébanda sinna þá áhugamenn og umbóta- menn, sem sjái hvert horfir í áfcng- ismálum á Iandi liér, skilji, hvert afhroð ungir sem aldnir gjalda í skiptum sínum við hið glapráða goð vinsins, og vilji vinna að heilbrigðri og heiðarlegri hindindishoðun í skólanum. Vilhjálmur Þ. Gíslason, skólastjóri: Yínbindindi í skólum er svo sjálf- sagt, að ekki ætti að þurfa að evða orðum að þvi. Ég lield að skólarnir séu líka miklu betur á vegi staddir í þessu nú en oft var áður, þó að undantekningar séu til. Þar sem ég þekki bezt til, þarf ekki um þessi mál áð kvarta.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.