Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 30

Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 30
hurfu út i óendanlega og lielga kyrrð vörsins. Frá landi að sjá var sólin sem glóandi hnöttur, er flaut liægt og ró- lega á haffletiúum. Það var sem ógnandi unaður hefði lagt sefjan á hinn volduga ríkjanda, Ægi, er sól- in lagði hjúp gullloga síns yfir hann og tengdi hann órjúfanlega himin- géymnum með gullofnu litrofi vor- kvöldsins. Og lengst i fjarska sást lítill depill, undarlega lilill i samanburði við óendanleika lofts og algar og fór stöðugt minnkandi. Skipið var að hverfa út fyrir sjóndeildarhringinn. Og landið var líka að hverfa sjón- um þeirra, sem voru að kveðja það. Undarlegt afl bærðist i hug ævin- týramannsins, liann leit við og sá siðustu fjallstindana, sveipaða loga- slæðu miðnætursólarinnar hverfa bak við hafið — landið var horfið. Og þrátt fyrir allt var það eittlivað — eitthvað, sem honum fannst hann hafa gleymt — eitthvað, sem hann gal ekki flutt burt með sér þaðan. Og í liinum fölskvalausu framtíðar- draumum myndaðist ofurlítið tóm. Og nú var allt lokað, elckert að sjá nema hafið á alla vegu, eii þó horfði hann enn í áttina til lands- ins síns. Alls staðar — jafnvel þar — það- an sem hann kom, gat ævintýrið lieðið. Svo hlaut þeim að finnast, er i fyrsta skipti sæju hláma fyrir þess- um fjöllum og litu landið rísa úr hafi. En umhverfis hann var ekkert nema haf —r endalaust haf — og óvissan. Kvenrettinda- kona kveður sér hljóðs. Ein elskuleg ungmeyja, bekkjar- systir mín, kvaddi sér eitt sinn, eftir 1. febr. s.l., hljóðs milli kennslu stunda og lýsti þvi hátíðlega yfir, að ég liefði móðgað ungmeyjar þessa lands i ávarpi mínu í „Hvöt“ (sem kom út 1. febr. s.l.). Þar stend- ur á einum stað: „Þú íslenzki æskumaður og' æsku- kona . .. .“ Þetta er móðgunin að hennar dómi. Hún telur þetta yfirlýsingu um það, að konur séu ekki menn. Elsku dúfan, þarna hefur mér ef til vill orðið alvarleg skyssa á, að nota þessi algengu ávarpsorð. En, hvað segir þessi elska um nafn á mikluin féíagsskap, sem nefnir sig IvFUM og K (skammstafað).? Ýmsar konur i þessum félagsskap eru mjög ánægðar með þelta, óg gaf ein þeirra eftirfarandi skýringu á ])vi: „Við erum langt um meira en menn, við erum konur.“ I. A. Þ. FYRR — OG NÚ. Það var löngum lastavért að leika stúlkur illa; en nú er þetta þrálátt gert og þgkir engri spilla. RÓKIN. fíókin vekur mannsins móð, menntalöngun alla. Manninn bætir bókin góð, bgggir menning snjalla.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.