Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 34

Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 34
32 H V ö T Arngrímur Vilhjálmsson, Samvinnuskólanum: Bindindismál. Fyrir nokkrum árum var ung- ur piltur úr sveit staddur í kaup- stað. Eitt kvöldið, sem hann dvaldi í kaupstaðnum, fór hann út með frænda sínum og kunningja hans, en þeir voru báðir á aldur við sveitapiltinn. Þessir tveir kaupstað- arpiltar voru ekki óvanir að fá sér í staupinu og nú fór sem oftar, að þeir fóru inn á ölknæpu eina, og sveitapilturinn fór með þeim, þó að hann langaði ekki mikið þangað. Þarna á knæpunni voru nokkrir menn að drekka, og öl var þar nægi- legt. Félagar sveitapiltsins þáðu strax i staupinu, því að ekki stóð á, að þeim væri boðið að vera með. Sveitapiltinum var einnig boðið, en hann afþakkaði. Sat hann svo hjá meðan hinir drukku. Var lagt fast að honum að drekka, þó að ekki væri nema eitt staup, eða jafnvel ekjki nema einn sopi, en liann neit- aði sem áður. Þá bauð einn þeirra, sem inni voru, að hann skyldi spila eitt lag á orgel fvrir piltinn, ef liann vildi drekka fyrir sig eitt staup, en pilturinn neitaði. Þeir fóru þá að tala um, að réttast væri að taka haun og l'clla ofan i hann, en af því varð þó ekki, og slapp hann án þess, að hann léti að vilja þeirra að drekka eitt staup. Þetta er gott dæmi um freistingar þær, sem verða á vegi unglinganna, en því miður eru ekki allir eins sterkir á svellinu, og þessi piltur. Margir liugsa sem svo, að ekki muni nú gera neitt til, þó að þeir drekki eilt staup, en sá, sem drekkur sitt fyrsta staup, hefur ekki nokkra hugmynd um, hvort lionum muni takast að verða hófdrykkjumaður, eða hvort hann muni að lokum enda sem and- legur og líkamlegur vesalingur, bæði sjálfum sér og öðrum til skammar. Þess vegna er skylda hvers manns, sem ekki vill eiga neitt á hættu, nð forðast fyrsta staupið. Sá, sem ekki hefur hragðað vín, stendur betur að vígi en sá, sem hefur drukkið vín í liófi, því að ekki þarf mikið út af að bera fyrir hófdrykkjumanninn, svo að hann finni hvöt hjá sér til að drekkja sorgum sínum með því að drekka sig fullan. Það hefur verið um það talað að banna ætti inn- flutning áfengra drykkja, nema að því leyti, sem þeir eru iiotaðir sem læknislyf. Ég er fylgjandi því, að það sé gert, meðal annars vegna þess, að margir drykkjumenn þykj- ast fullvissir þess, að þeir mundu ekki drekka eins og þeir gera, væru ekki svo auðvelt að ná í vín, sem raun er á. Sumir, sem þó telja sig bindindismenn, horfa í tekju- rýrnun þá, sem stöðvun áfengissöl- unnar mundi hafa í för með sér fyrir íslenzka ríkið. Sé íslenzka rík- ið svo illa á vegi statt, fjárhagslega,

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.