Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 41

Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 41
H V Ö T 39 til 1930 varð sú, að neyzla öls jókst afar mikið og neyzla brenndra drykkja einnig hvorki meira eða minna en um 75%. (Fólksfjölgun í landinu var vitanlega ekki neitt nærri þvi í samræmi við þessa auknu áfengisneyzlu). Bandarikjamenn drekka mikið öl. 1945 var heildarsala áfengis í Bandaríkjunum 0,8 lítrar á nef af hreinu áfengi, en hjá okkur, sem ekker t öl höfum, 2 lítrar. Fyrir nokkru náði ég i skýrslur frá Kanada, sem sýna, að neyzla sterkra drykkja og öls tvöfaldaðist frá ár- inu 1939—1940. Þetta eru tölur, sem tala, tölur, sem gefa til kynna, að ástandið myndi versna að mun, ef ölfrumvarpið yrði samþykkl. Öll reynsla, sem fyrir hendi cr, bendir ótvirætt lil þess, að ástandið í áfengismálunum versnaði að mun, ef leyft yrði að selja öl. Yið, sem er- um á móti ölfrumvarpinu, byggjum á þessari revnslu, en ekki á fullyrð- ingum. (Kolka ætti að lesa grein Björns L. Jónssonar, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, sunnud. 22. fehr. Þær staðreyndir, scm þar er hent á, afsanna algjörlega allt fleip- ur Kolka um fullyrðingar). Þriðja blekking Ivolka er fólgin í þeirri full- vrðingu lians, að þeir, sem eru á móti ölinu, séu að koma i veg fyrir hyggingar sjúkrahúsa, og meira en það. Hann segir hreint og beint, að þeir liafi i frammi áróður gegn einu helzta menningar- og mannúðarmáli þjóðarinnar. Þetta eru þokkaleg skrif eða hitt þó heldur. Andstaðan gegn ölinu er ekki áróður gegn bvggingu sjúkrahúsa, fremur en andstaðan gegn sterku drykkjunum er áróður t. d. gegn styrkjum til námsmanna og listamanna. Kolka gefur það í skyn, að hann sé á móti sölu sterkra drykkja. Ef ég vildi nú draga dám af málflutningi hans, myndi ég hiklaust fullyrða, að hann hefði t. d. i frammi áróður gegn styrkjum til handa námsmönnum og listamönnum og fjárframlagi til rík- isspítalanna. Það er vitað, að nokkuð af hinum óheilbrigða gróða ríkisins af sölu sterkra drykkja rennur til námsmanna, listamanna og rikis- spítalanna. Það svívirðilegasta í málflutningi Kolka eru ummæli hans um konurn- ar. Ilann segir, að mikill hluti kveii- þjóðarinnar slái Iiendinni á móti því að komið sé upp sjúkrahúsum. Nú vil ég spyrja: Hvaða aðilar unnu mest og bezt að því að koma Lands- spítalanum upp? Hvaða aðilar unnu mest að því að koma Hvítabandinu upp? Það voru konurnar. Hver er svo skyni skroppinn, að hann trúi því, að þeir aðilar, sem einna bezt hafa gengið fram í sjúkrahúsmálinu sitji nú á svikráðum við það? Ég hygg að Kolka sé einn um þessa skoðun. Hann mætti vissulega skannnast sín rækilega fyrir þessi ummæli. Ivolka vænir andstæðinga ölfrum- varpsins um það, að þeir bendi ekki á neina aðra tekjuöflunarleið handa sjúkrahúsunum. Það er rétt, þeir hafa ekki gert það. En hefur Kolka gert það? Ég vil benda honum á, að peningarnir, sem kæinu inn fyrir ölið, eru til i landinu. Þetta veit Kolka, en hvers vegna bendir hann

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.