Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 42

Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 42
40 H V Ö T ekki á aðra leið til að ná þessum peningum? Ilonum ætti þó að vera ljóst, að sú tekjuöflunarleið, sem liann heldur dauðaháldi i, myndi auka ófremdarástand það, sem nú ríkir í áfengismálum þjóðarinnar. Það skyldi þó aldrei vera, að hann væri hugsjóná- og liugkvæmda- snauður, svo ég noti hans eigin orð. Meðan Kolka bendir ekki á heil- l>rigða tekjuöflunarleið fyrir sjúkra- húsin, verður hann, að sínum eigin dómi að teljast hugkvæmdalaus glamrari. Kolka vænir konurnar í áfengis- varnanefndinni um, að þær séu með „bjálfaskap“ sínum að hrinda mönnum út í brennivínsdrykkju. Þessar konur, sem Kolka ávarpar á þennan hátt, hafa á undanförnum árum barizt af miklum dugnaði gegn brennivínsdrykkju landsmanna, og þæf gera það enn. Ljósasta dæmi þess er barátta þeirra gegn ölfrum- varpinu og áliangendum þess, öl- dindlunum. En Kolka er vitandi vits að hrinda mönnum út í enn meiri brennivínsdrykkju með því að krefjast þess, að einni áfengis- tcgundinni enn verði bætt við, þeirri áfengistegund, sem hefur rutt sterkum drykkjum braut og hrund- ið börnum og unglingum út í drykkjuskap. Ég hef nú lítillega vikið að hin- um ósvífnu skrifum Kolka í sam- bandi við ölfrumvarpið. Þessum villukenningum viðvíkj- andi áfengu öli* hefur áður verið haldið fram hér á landi, en höfund- ar þeirra hafa jafnan beðið ósigur, og þeir mur.u enn l)íða ósigur. Þeim mun ekki takast að rugla dómgreind ahnennings, hve mikið sem þeir slá um sig. Málflutningur ölpostulanna er dauðadæmdur, meginliluti þjóð- arinnar stendur gegn þeim. Það er engin ástæða til þess að láta þá liafa síðasta orðið. Enda þótt við skóla- piltarnir séum ekki mikils megnugir og óvanir að ski’ifa blaðagreinar, munum við leggja okkar skerf fram til þess að svo verði eigi. DRAUGAR. Dauður úr ullum æðum enginn er afturgenginn, heldur ei mönnum mildur mæli ég, draugahælir; séð hef ég ekkert áður agalegt hér að vaga, drauga né djöfla seiga dauða hér víst á hauði. M 0 L A R. í Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja er eitthvert öflugasta bindindisfélag innan skóla landsins. í félaginu eru allir nemar og kennarar. Kennar- arnir styðja og styrka félagsskapinn eftir megni, og væri betur, að svo væri í öllum öðrum skólum. Með þessu er þó ekki sagt, að kennarar skólanna séu á móti bindindisfélög- unum,heldúr, að þeir sýna ekki nógu mikla viðleitni, til að örva félags- skapinn og kveikja þann eld áhuga og framtaks, sem nauðsynlegur er, til þess að félagsskapurinn sé lif- andi og öflugur. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN H.F.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.