Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 6

Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 6
4 H V Ö T miklu járnbrautarstöð er eilíf ös, þúsundir manna streyma fram og aftur. Mér finnst ég vera átakan- lega einmana í þessum fjölda, þekki ekki einn einasta mann. JÉg' athuga fólkið litillega. Klæðn- aður þess er ekki eins íburðarmikill og hér heima, og það her mun minna á hinum ameríska „style“. KI. 22,13 legg ég af stað með lest, sem gengur niður að Malmöfærgen. Mér er afar þungt i lmga, óvissan kvelur mig. Um borð i ferjunni rekst ég á finnskan kvenstúdent. Við röbbum saman eftir megni. Hún er að koma frá Sviss og á aðeins 30 sænskar krónur í eigu sinni. Kl. 11,30 er ég í Mallmö, kaupi þar miða með lest til Stokkhólms á þriðja farrými. Ég borga 35,40 kr. (sænskar) fyrir miðann. Mér er hugsað til finnska kvenstúdentsins, sem á aðeins 30 kr.. Nú kem ég ekki auga á liana, jú þar er hún. Ég býð henni 5,40 kr. Hún þakkar fyrir, en kveðst ekki þurfa þeirra nú.. Ég var með glöðum huga, er lestin brun- aði af stað. Nú var ég nokkurn veg- inn viss um að komast klakklaust til Stokkhólms, en það liafði ég raunar ekki verið áður á ferðalag- inu. Klefinn, sem ég var í, var frem- ur góður og ég var svo heppinn að hafa aðeins einn mann með mér i honum, roskinn, hressilegan karl, sem hver tuska kjaftaði á. Við sváf- um sinn á hvorum bekknum mest- an hluta leiðarinnar. Hann hafði töskuna sína undir höfðinu og frakkann sinn ofan á sér. Mér fannst þægilegast að hafa ekkert undir höfðinu og ekkert ofan á mér. Ég undraðist liausherkju hans, þvi taskan var úr tré og slegin málmi á röndum og hornum. Ég vaknaði nokkrum sinnum á leiðinni og leit þá út um klefaglugg- ann, það var ætið liið sama að sjá, flatlendi og aftur flatlendi, grasi- og skógi vaxið. Mér virtist landslagið fagurt, en ekki sérlega tignarlegt. Kl. 8,40 um morguninn vorum við á ákvörðunarstað. Stokkhólmsborg blasti við. Ég kvaddi ferðafélaga minn og rölti af stað með mina þungu tösku. Það var heitt í veðri, en ég var slæptur eftir ferðalagið. Mér fannst taskan vera full af blýi. Ég þrammaði beint til höfuðstöðva I.O.G.T. á Vasagötu 9, en þar var allt lokað og' læst. Ég hugðist þá taka leigubil til Rödabergsgatan 11, og hitta Gunnillu Borgström, kven- stúdent þann, sem stjórna átti mót- inu i Östhammar. Ég þreifaði i vas- ann eftir peningum, en þar var að- eins ein sænsk króna í reiðu fé. Nú fór ástandið að grána verulega. Ég varð að fara í banka með ávísanir mínar. Ég spurði mann nokkurn til veg- ar.Hann fræddi mig um það, að allir bankar væru lokaðir, því að mið- sumarshátiðin stæði yfir. Mér leizt ekki á blikuna, útlitið var allsvart. Blikan hvarf þó brátt. Á hóteli nokkru við Vasagötuna hitti ég mjög elskulega og hjálpfúsa skrifstofu- stúlku. Hún keypti ávísanir mínar og óskaði mér svo góðs gengis. Ég þakkaði lienni mikillelga, fékk mér síðan leigubíl og lcomst klakklaust

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.