Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 20

Hvöt - 01.02.1949, Blaðsíða 20
18 H V ö T drekka kaffið og snúast kringum kvenfólkið. Stúlkurnar hlæja, m. a. að mál- fari hans, en við piltarnir höfnum þessu boði. Mótmæli okkar hafa lít- ið að segja. Cevdet er nefnilega meira en i meðallagi kvenhollur. Kaffið hitnar 'fljótt og brátt hefst drykkjan. Cevdet stendur lítt við loforð sitt hvað kaffinu viðkemur, en síðara loforðið efnir hann dyggi- lega. Að drykkju lokinni hefst al- mennur söngur. Mönnum gengur ! Cevdet í kvennaskaranum. misjafnlega vel að átta sig á text- unum, eins og gengur. Það kemur lítið að sök, því að flestir kunna lögin. Cevdet leikur nokkra grín- þætti við ágætar undirtektir. Menn skemmta sér hið bezta. KI. 10,45 um kvöldið siglum við lieim. Sólin hnigur rauð í spegilslétt- an hafflötinn. Ævintýralegum roða slær á himininn. Dásamlegt kvöld. Ég vakna kl. 8 næsta morgun. Hans Jacob liggur sem dauður væri. „Vaknaðu maður!“ segi ég. Hann hrekkur upp við gauraganginn i mér, enda þótt hann skilji ekki orð af því, sem ég segi. Við rökum okkur i liasti og þrömmum síðan til „Gammelhus“. Mjólkin og rúsínubollurnar l)íða okkar.. Við borðið lendi ég við hlið- ina á ungum Dana að nafni Renal Bache. Ég rabba við þennan litla, „snaggaralega“ náunga um bindind- ismál. Hann virðist vera mjög á- hugasamur og spyr mikið um bind- indissamtök íslenzkrar skólaæsku. Ég greiði úr svöruni hans eftir beztu getu, en hef raunai’ liugann við annað. Stella Young situr öðr- um megin við mig. Mér er heldur Ijúfara að „ofra“ tíma mínum við borðið í samtal við j)essa glaðlyndu ungmeyju en svara spurningum Renals. Og raunar skamroast ég niín ekki svo mjög 'fyrir að iáta þetta, eink- um og sér i lagi, þegar þess er gætt, að langflestir karlmenn i okkar synduga heimi eyða miklum hlufa ævi sinnar í að snúast kringum kvenfólk, og þvi miður oft án árang- urs. En það varð nokkur árangur af samtali okkar Stellu, m. a. sá, að ég lærði örlitið meira í enskri tungu, en hún fann til gleðinnar af að hafa orðið þess valdandi. Þennan dag eru fluttir 3 fyrir- lestrar. Hér mun ég aðeins lítillega geta eins þeirra. Það er fyrirlestur

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.